Mynd: Everton FC.
15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar er brostin á og í þetta skiptið koma Sean Dyche og hans menn í heimsókn á Hill Dickinson leikvanginn í fyrsta skipti. Dyche hefur tekist að snúa gengi Forest við, en þeir voru í fallsæti eftir átta umferðir og höfðu aðeins náð í 1 stig af sínum síðustu 6 leikjum. Þetta snarbreyttist með komu Dyche, en undir hans stjórn hafa þeir náð að vinna sig upp úr fallsæti og hafa núna unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum.
Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Keane, Tarkowski (fyrirliði), O’Brien, Garner, Alcaraz, Grealish, Dewsbury-Hall, Ndiaye, Barry.
Varamenn: Travers, King, Aznou, Campbell, Patterson, McNeil, Dibling, Beto.
Liðið velur sig eiginlega sjálft, eins og stundum er sagt, því Gana og Iroegbunam eru báðir í leikbanni fyrir þennan leik — Gana á eins leiks bann eftir af rauða spjaldinu og Iroegbunam fékk sitt fimmta gula spjald á tímabilinu í síðasta leik, þannig að hann fór einnig í eins leikja bann. Að auki eru Branthwaite, Merlin Rohl, Nathan Patterson og Seamus Coleman eru allir frá vegna meiðsla.
Það verða því Garner og Dewsbury-Hall sem verða á miðsvæðinu og Barry sem leiðir línuna, en Alcaraz fyrir aftan hann.
Forest menn voru í gjafastuði í upphafi leiks og skölluðu boltann í eigið net eftir fyrirgjöf frá Dewsbury-Hall eftir aðeins 80 sekúndur! 1-0 fyrir Everton!! Að auki hafði hægri bakvörður þeirra nælt sér í gult spjald eftir 20 sekúndur
Forest reyndu að svara á 13. mínútu með skalla en boltinn ekki á rammann. Lítil hætta — og sýndist þeir brjóta á O’Brien í þokkabót.
Dewsburry-Hall átti svo fínt skot stuttu síðar en varið og skot frá Ndiaye á 27. mínútu innan teigs sömuleiðis – VAR skoðaði tvö atvik þar sem boltinn fór í hendina á leikmanni Forest, en það var metið saklaust.
Ekki mikið markvert sem gerðist fram að lokum fyrri hálfleiks. Forest áttu slakt skot í lokin, auðvelt fyrir Pickford. En Everton komst í skyndisókn við lok uppbótartíma, komust þrír á einn þar sem Ndiaye var með boltann og hafði bæði Barry og Alcaraz sér til aðstoðar. Sendi til vinstri á Barry, sem skoraði loksins sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni! Þvílíkur léttir!
Everton með 2-0 forystu í hálfleik!!
Forest menn fengu ágætt skallafæri á 57. mínútu, en vörn Everton vandanum vaxin.
Beto kom svo inn á fyrir Barry á 62. mínútu.
Forest menn fengu dauðafæri á 66. mínútu þegar hár bolti barst inn í teig. Pickford var með mann í sér og þurfti að slá boltann út í teig, en sló boltann í Tarkowski. Boltinn barst af honum til sóknarmanns Forest og Tarkowski náði að bjarga Everton með því að verja á línu.
McNeil inn á fyrir Alcaraz á 73. mínútu. Dewsbury-Hall með skot í utanverða stöng, skömmu síðar. Ndiaye með flott fast skot sem markvörður Forest varði í horn.
Þriðja mark Everton kom á 80. mínútu og þar var Dewsbury-Hall að verki. Stökk til á lausan bolta eftir horn, innan teigs, og þrumaði í hliðarnetið! 3-0 fyrir Everton!
Dibling inn á fyrir Grealish á 85. mínútu. Stuttu síðar bjó McNeil til flott skotfæri fyrir Beto, en skallinn framhjá marki.
Forest menn hálf vonlausir og lánlausir í lokin, og 3-0 sigur Everton verðskuldaður. Meira svona.
Einkunnir Sky Sports ekki komnar, uppfæri síðar.

