Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Ferð á Goodison Park í september - Everton.is

Ferð á Goodison Park í september

Uppfært: 22. ágúst 2012: Þessi ferð fellur því miður niður því þegar við settumst niður með ferðaskrifstofunni kom í ljós að ekki var lengur hægt að fá flugmiða þessa helgina til Manchester þar sem þeir eru uppseldir. Það gerir þó ekki til, við reynum bara aftur síðar.

Á meðan við bíðum öll óþreyjufull eftir að tímabilið okkar hefjist þegar flautað verður til leiks í leiknum við Man United (á eftir kl. 19:00) er rétt að greina frá því að til stendur að heimsækja mekku okkar, Goodison Park, og sjá Everton hetjurnar okkar spila Úrvalsdeildarleik.

Farið verður út þann 28. sept (sem er föstudagur) og komið heim 1. október (mánudagur) með það fyrir augum að horfa á Everton taka á móti Southampton. Gist verður á Jury’s Inn, sem er þeim (sem hafa farið í þessar ferðir) að góðu kunnugt. Verðið er ca. 85.000 – 90.000, skv. Vita Sport, en innifalið í því er flug, gisting og morgunmatur á hótelinu. Athugið að miði á leikinn er ekki innifalinn í verðinu né akstur til og frá flugvelli en við höfum hingað til bara reddað þeim hlutum sjálfir. Síðasta ferð var einmitt að sjá Everton mæta Manchester United og var sú ferð einstaklega vel heppnuð og skemmtileg. Miðinn á þann leik kostaði um 40 pund (ca. 7500 krónur miðað við gengi dagsins).

Þeir sem hafa áhuga á að fara með okkur vinsamlegast sendið póst á everton.a.islandi (hjá) gmail.com og boðið komu ykkar. Þegar endanlegar upplýsingar um dagsetningar og verð og fl. liggja fyrir munum við birta þær hér á everton.is og gefa lokafrest á að skrá sig en gott væri að heyra frá þeim sem eru þó ekki nema að hugsa sig um að mæta á völlinn svo við getum metið fjöldann.

Rétt um þrír tímar í fyrsta leik. Fiðringurinn í maganum farinn að minna allverulega á sig. 🙂

2 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Þessi grein er góð fyrir þá sem langar að fara en eru ekki vissir.
    http://www.dailypost.co.uk/sport-news/everton-fc/2012/08/22/55578-31675077/

  2. Finnur skrifar:

    Fín grein. Takk fyrir þetta, Elvar. 🙂