Everton hefur fest kaup á hinum 31. árs gamla miðverði Sylvain Distin frá Porstmouth fyrir óuppgefið verð. Distin sem getur bæði spilað í miðverði og í vinstri bak gerði þriggja ára samning við Everton.
Moyes talar um að honum hafi vantað einn miðvörð áður en að Lescott fór en segir Distin vera beinn staðgengill fyrir Lescott enda báðir örfættir. Þó segir Moyes réttilega að Distin sé eldri en Lescott en með meiri reynslu.
Perónulega er ég mjög feginn að fá loksins einhvern miðvörð til okkar. Distin er mjög góður leikmaður þó svo að maður hefði kannski viljað aðeins yngri leikmann, en hann á alveg örugglega góð 3 ár eftir í sér.
Einnig er búið að draga í riðlana fyrir Evrópu-deildina og eru everton í riðli með Benfica, AEK Aþena og BATE Borisov.
Comments are closed.