Mynd: Everton FC.
Þessi færsla kom heldur seint, þar sem ritari var fastur í mótastjórn Wurth fótboltamótsins frá kl 9 í morgun og næstum þar til leik Everton lauk, en Haraldur formaður bauðst til að taka verkið að sér og gerði það með sóma.
Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Branthwaite, Tarkowski (fyrirliði), Young, Gana, Magala, Ndiaye, Doucouré, Lindström, Calvert-Lewin.
Varamenn: Virginia, O’Brien, Begovic, Patterson, Keane, Armstrong, Bates, Harrison, Beto.
Við gefum Halla orðið:
Gengi Hamranna verið eins og okkar, brokkgengt, og heyrst hefur að ef fari illa hjá þeim í dag þá er líklegt að þeir skipti um stjóra og þá spyr maður sig af hverju létu þeir Moyes fara?
West Ham er það lið sem okkur hefur gengið best með í deildinni og ef við vinnum í dag þá verður það 30. sigurinn í deildinni á móti þeim.
Everton átti fyrsta skot leiksins Gana en vel framhjá. Okkar menn pressa vel í upphafi.
Það er mikil stöðubarátta frá byrjun en lítið að frétta. West Ham fékk fyrsta hornið á 7 mín, en ekkert kom út úr því. Við komumst hins vegar í skyndisókn og hefði Doucouré mátt gera betur úr þeirri stöðu sem hann fékk.
Ndiaye með skot á rammann á 11 mín en máttlaust og markmaðurinn tók þetta frekar auðveldlega. Við vorum svo að halda boltanum ágætlega í kjölfarið.
Young fékk aukaspyrnu hægra megin við teiginn og Lindstrom tók hana, en ekkert kom úr henni. Þeir eiga svo hraða sókn á 20. mín en okkar menn vörðust vel. West Ham með aukaspyrnu frá hægri en Pickford greip það auðveldlega. Skalli frá Ndiaye nokkru síðar, en vel framhjá. Markmaðurinn þeirra í smá brasi fyrir utan teig en slapp með það.
Mykalenko átti svo góða sendingu fyrir en fann ekki DCL en við fengum hornspyrnu, sem reyndist svo léleg. Svo fylgdi kafli þar sem Everton náði góðri pressu. DCL átti skalla eftir sendingu frá Young en máttlaust og ekkert mál fyrir markmanninn.
Þetta var svakalega slakur fyrri hálfleikur en Everton þó skömminni skárri. Fyrsta skot West Ham á 44. mín en Pickford varði vel hornspyrna. Aftur komu þeir sér í færi, í uppbótartíma fyrri hálfleiks, en Pickford varði aftur. Tarksowski tapaði boltanum illa.
0-0 í hálfleik.
Engar breytingar í hálfleik en maður vonaðist eftir betri seinni hálfleik.
Við fengum aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Lindstrom gerir sig líklegan, sending inn en skallað yfir af West Ham manni í horn. Okkar menn að biðja um hendi-víti, veit ekki með það. Við töpuðum boltanum illa, skot fyrir utan teig og þeir fá horn en við náum að hreinsa eftir hornið. DCL átti svo sendingu inn í teiginn frá vinstri og Lindstrom átti skalla framhjá.
Aftur áttum við svo horn, nú eftir fyrirgjöf frá hægri en skallað aftur fyrir. Út úr horninu kom ekkert. Það er klárt mál að McNeil er okkar mikilvægasti leikmaður sóknarlega og þegar hann vantar, eins og í dag, þá vantar mikið. Þrumuskot fyrir utan teig hjá West Ham en Pickford varði frábærlega.
Ndiaye átti sendingu á Mykalenko en skotið í varnarmann og aftur fyrir og hornið gaf ekkert. Mangala átti frábæra sendingu fyrir og Lindstrom með skalla en markvörðurinn varði frábærlega í horn sem gaf ekkert, enn á ný.
Heldur líflegra núna. Mangala átti skot framhjá. Lindstrom vann hornspyrnu sem skilar engu. Þreföld breyting hjá West Ham á 66. mín. Komnar 72 á klukkuna og mikið hefði ég verið til í breytingar hjá okkur á þeim tímapunkti. West Ham maður komst einn í gegn en sem betur fer átti hann skot í stöng.
75 mín: DCL út og Beto inn. Ég hefði reyndar frekar viljað fá Doucoure út og fara í 442 en hvað veit ég. Gana fær fyrsta gula spjaldið í leiknum á 76. mín. Lindstrom átti skot í Beto og aftur fyrir — dæmigert fyrir okkar menn í þessum leik. West Ham fékk horn og við sköllum afturfyrir, annað horn en ekkert kom út úr því. West Ham gerði breytingu á 82 mín. Young fékk gult á 85. mín — one for the team spjald. Harrison inn fyrir Dacoure á 87. mín. West Ham menn með gott skot en Pickford alveg meðetta. Gult á West Ham mann fyrir brot á Ndiaye.
Mykalenko átti góða hugmynd en markvörðurinn þeirra greip inn í. 4 mín í uppbótartíma en ég hugsaði reyndar að við gætum spilað fram á kvöld án þess að fá mark í þetta. Pickford átti svo geggjaða vörslu í uppbótartíma. Minn maður leiksins.
Og þannig fór þetta — 0-0. Stig í dag, við tökum það bara með okkur í landleikjahléið. Sjáumst svo fersk á Goodison Park á næsta leik Everton-Brentford, sem er fjölmenn Íslendingaferð.
Svo mörg voru þau orð frá Halla og við þökkum honum kærlega fyrir skýrsluna!
Einkunnir Sky Sports: Pickford (8), Young (6), Tarkowski (6), Branthwaite (6), Mykolenko (6), Gueye (7), Mangala (7), Lindstrom (6), Doucoure (7), Ndiaye (6), Calvert-Lewin (6). Varamenn: Beto (6).
West Ham menn með örlítið lægri einkunnir.
Maður leiksins að mati Sky Sports var Jordan Pickford.
Metnaðarlaus framistaða. Dyche hefur ekki áhuga á að vinna leiki. Lélegt lið West Ham var nær að vinna enn við og hefðu gert það ef Pickford hefði ekki verið á tánnum. Hef áhyggjur af þessu tímabili það eru bara tvö lið lakari enn við Ispiss og Southampton.
Ekki unnum við Southampton erum nokkuð betri en þeir ??
Átti að vera erum við nokkuð betri en þeir?
Nei Orri,
enn við vorum mun betra liðið í þeim leik.
Og það sem ég hef séð tel ég okkur betri, enn ef að við förum ekki að nýta færin þá verður þetta erfitt.
Sæll Eiríkur það eru stigin sem telja það verður eitthvað að breytast hjá okkur ef ekki á illa að fara.