Mynd: Everton FC.
Fyrsti leikur Everton á tímabilinu var gegn Brighton í dag.
Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Tarkowski (fyrirliði), Keane, Young, Gana, Iroegbunam, McNeil, Doucouré, Harrison, Calvert-Lewin.
Varamenn: Virginia, O’Brien, Holgate, Ndiaye, Metcalfe, Armstrong, Lindström, Maupay, Beto.
Uppstillingin vakti töluverða athygli, því Keane er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í mjög langan tíma (svo ég muni). Vitað var að Branthwaite væri frá og maður hefði því kannski átt von á að sjá nýja miðvörðinn, O’Brien inni á. Ætli Keane hafi ekki verið valinn framyfir hann vegna reynslu af Úrvalsdeildinni og stefnan sé að venja O’Brien við smám saman? Young byrjar — líklega í hægri bakverði — í stað Coleman og Patterson, sem eru sennilega báðir meiddir (allavega voru meiðsli þess fyrrnefnda staðfest fyrir leik).
Haraldur formaður sá um skýrsluna í fjarveru ritara. Við þökkum kærlega fyrir það og gefum honum orðið…
Það kemur mér á óvart að Keane byrji leikinn í stað O’Brien. Strax á 4. mínútu á Harrison gott skot sem markmaðurinn ver í horn og úr horninu skorar Harrison en er dæmdur rangstæður. Rétt ákvörðun því miður. Á sjöttu mínútu er Tarksowski í brasi í teignum okkar og voru Brighton menn að kalla eftir víti en ég held ekki –kannski ekki hlutlaus.
Á áttundu mín eru Dacouré og McNeil komnir í gegn einir á móti markmanni en MacNeil á skot í stöng og þeir eru svo dæmdir rangstæðir. Á 12. mín er Harrison enn að gera sig líklegan í sóknarleiknum en ekkert kemur út úr því. Á 13. mín er McNeil með aukaspyrnu hægramegin fyrir utan teiginn og hittir Tarksowski á kollinn en yfir. Hornspyrnu frá Brighton mönnum eftir hraða sókn þeirra hátt yfir. Leikurinn er bara í einhverju jafnvægi þessar mínúturnar.
Nýi maðurinn vinnur boltann vel á miðjunni og sækir hratt fram, á skot fyrir utan teig en framhjá. Gott framlag. Dacouré með slakan kross frá hægri og kemur ekkert út úr því.
En svo kom mark — 0-1 á 25. mín. Þeir sækja upp hægra megin á Mykalenko, sem verst mjög illa. Sending fyrir og mark — Mitomina eða hvað hann heitir mjög gegn gangi leiksins. Þeir koma strax á okkur aftur en eiga skot yfir.
Álitleg sókn frá okkar mönnum sem endar með skoti frá Gana Gueye en yfir. Nýi maðurinn okkar gerir mjög vel og finnur Dacouré sem er rangstæður en vel gert. Milner fær svo gult fyrir frekar ljótt brot á Mykalenko. Mykalenko er í brasi í þessum fyrri hálfleik.
Enn einu sinni erum við rangstæðir. Ég er ánægður með nýja manninn hann lætur finna fyrir sér og er mjög duglegur. En enn erum við að rembast við krossana — einn mjög slakur frá Mykalenko. Góður kross frá hægri og Mykalenko í baráttu um boltann og Brighton maður liggur í eigin teig. Mér finnst við eiga horn en veit ekki hvað dómarinn dæmir — jú fengum innkast 4 mín í uppbótartíma í fyrri hálfleik. 0-1 í hálfleik. Mitt mat er að það er óþarfi að vera undir í þessum leik en þeirra eina næstum því færi verður að marki meðan við getum ekki gert neitt úr okkar sóknarleik því miður. Okkar besti maður er nýji strákurinn á miðjunni og svo byrjaði Harrison mjög vel.
Seinni hálfleikur er að byrja. VAR að ath með víti fyrir okkur? Sem DLC er að vinna. En nei, ekki víti. Harrison byrjar seinni svipað og fyrri með flotta vinnu á hægri kanti og fína fyrirgjöf en ekkert kemur út úr því.
Það sem ég er að sjá frá okkar nýja gaur þá sakna ég Onana ekkert. 0-2 upp úr engu. Þeirra maður vinnur boltann af Gana á miðjunni og RÖLTIR upp að vítateignum og setur boltann framhjá Pickford. Galið að horfa á þetta. Við erum að rembast og rembast fram á við en bara því miður ekkert að frétta. Ég væri til í að fá Lindström inn fyrir Gana og Mupay fyrir Dacouré núna. Fáum nr 10 fyrir Dacoure inn. Young tapar boltanum illa aftastur og rífur manninn niður klárt rautt spjald. Pickford ver vel eftir þessa aukaspyrnu. Ég sé ekki hvernig við ætlum að koma til baka úr þessu. 20 mín eftir en bara alls ekki gott sem er í gangi.
Á 75. fer DCL út og Beto inn. Vonandi eitthvað. Brighton mun líklega til að bæta við en við að skora. 80 mín á klukkunni og fólk streymir úr stúkunni búið að gefast upp á þessari frammistöðu. 85. mín og við gerum fáránlega skiptingu 2 mörkum undir og þurfum mörk í leikinn já tökum Harrison út og setjum Holgate inn og hvað gerist Brighton skorar 0-3 . Þið verðið að afsaka mig ég nenni þessu ekki lengur í dag. Vona að þetta verði ekki verra.
Við þökkum Halla fyrir skýrsluna og ljúkum þessu með einkunnum leikmanna hjá Sky Sports: Pickford (7), Young (5), Tarkowski (7), Keane (5), Mykolenko (6), Gueye (5), Doucoure (6), Iroegbunam (8), McNeil (7), Harrison (7), Calvert-Lewin (5). Varamenn: Holgate (6), Ndiaye (6), Beto (6).
Koma svo. Áfram Everton.
Áfram Everton!
Guð minn alm´ttugur hvað við erum ömurlegir
Þetta er alveg svakalega lélegt
Mikil vonbrigði
Þvílík hörmung en áfram gakk!!
Ja hérna hér!! Miðað við þessa leikskýrslu þá missti ég ekki af miklu. Það eina jákvæða sem ég sé eftir að hafa lesið þetta er að Young verður í banni næstu leiki, annars er þetta ekkert sem kemur sérstaklega á óvart, enda Brighton með gott lið en Everton ekki.
Ég var að ná að klára að horfa á leikinn á Everton síðunni ytra, sem býður núna stuðningsmönnum upp á að horfa (https://www.evertonfc.com/videos/e2fee9bd-12db-4a96-9e42-02dedaa51355) á allar 90 mínúturnar stuttu eftir leik. Vel gert, verð ég að segja.
Úrslitin í leiknum eru náttúrulega afar slæm en það var margt jákvætt í frammistöðunni í leiknum.
Brighton menn skoruðu á 25. mínútu eftir að hafa átt í fullu fangi fram að því með að ráða við ákefðina í liði Everton, sem voru allt í öllu, skoruðu mark (Harrison – dæmt af) og áttu skot í innanverða stöng úr dauðafæri (McNeil). Brighton menn höndluðu pressuna frá Everton afar illa og áttu ítrekaðar feilsendingar og voru því sífellt taktískt að reyna að hægja á leiknum.
Fyrstu tvö mörk Brighton voru þvert gegn gangi leiksins og manni leið vel með framganginn, alveg þangað til Brighton áttu eina skyndisókn, gerðu vel og skoruðu sitt fyrsta mark. Maður hefur séð Mykolenko eiga betri varnarleik í því marki (og eiginlega bara betri leik yfirhöfuð) og maður velti fyrir sér hvort hann sé einfaldlega alveg heill? Það er ekki eins og Everton hafi aðra náttúrulega vinstri bakverði í handraðanum í augnablikinu. Ekki bætti heldur úr skák að sjá ljótt brot James Milner á Mykolenko stuttu eftir markið. Hefði viljað sjá endursýninguna á því — enda var smá lykt af rauðu þar, en það var ekki sýnt aftur.
Mark númer tvö hjá Brighton fengu þeir á silfurfati eftir mistök frá Gana Gueye (sem er annar leikmaður sem er líklega kominn á tíma) og þar með var leikurinn náttúrulega búinn. Rauða spjaldið skrifast svo alfarið á skort á breidd, því Young er þriðji valkostur í hægri bakvörð (á eftir Coleman og Patterson, sem eru báðir meiddir).
Kannski var þetta bara karma fyrir að mæta Brighton í botnbaráttunni, fyrir ekki svo löngu, og vinna þá óvænt 0-4 á útivelli? 🙂