Mynd: Everton FC.
Klukkan 15:00 tekur Everton á móti David Moyes og félögum í West Ham, í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta er eini heimaleikur Everton í marsmánuði og gott betur, því við taka þrír útileikir (United, Bournemouth og Newcastle) en næsti heimaleikur er ekki fyrr en 6. apríl (við Burnley).
Ritari verður því miður frá vegna anna í dag, en meistari Haraldur bauðst til að redda skýrslu.
Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Branthwaite, Tarkowski (fyrirliði), Godfrey, McNeil, Onana, Garner, Harrison, Doucouré, Beto.
Varamenn: Virginia, Keane, Coleman, Patterson, Young, Gomes, Dobbin, Chermiti, Calvert-Lewin.
Sem sagt, líklega þessi hefðbundna 4-4-1-1 þar sem Beto leiðir línuna í þetta skiptið, með Doucouré í holunni. Annað nokkuð hefðbundið, en Onana kemur inn í liðið fyrir Gueye, sem er frá vegna meiðsla og er ekki í hóp.
Gefum Haraldi orðið:
Sælir félagar leikurinn fór rólega af stað west Ham líklega skárri aðilinn fyrstu 20 mínúturnar. Fengu einhverjar 3 hornspyrnur og náðu líklegum skalla rétt framhjá úr einni þeirra. Á 24 mínútu komst Beto í gegn en markvörðurinn hjá þeim lokaði á hann Beto fékk svo frákastið í sig og aftur fyrir
rétt þar á eftir fáum við aukaspyrnu á ákjósanlegum stað en MacNeil brást bogalistin þar. Það er lítið um að vera í þessum leik og lágt tempó. Everton fær sína fyrstu hornspyrnu á 32 mín en ekkert kemur út úr henni. Ég vil VÍTI boltinn í hendina á varnarmanni West Ham. Það er víti, Beto á punktinn og klúðrar skotið alveg út við stöng en alltof laust. Slakt víti. Fyrri hálfleik lokið slakur leikur þeirra 2 liða sem stjórar liðanna er sérfræðingar í 0-0 leikjum og þannig er staðan í hálfleik.
MacNeil með gott skot sem markmaðurinn ver vel í upphafi seinni hálfleiks. Beto skorar á 55 mín eftir sendingu frá Garner frábært skallamark. 1-0. MacNeil í dauðafæri ótrúleg markvarsla á 58 min. Staðan gæti hæglega verið 3-0 ef menn nýttu færin. 1-1 enn einu sinni fáum við á okkur mark úr föstu leikatriði hornspyna og einfaldur skalli þetta er á 61 mín kurt Zuoma fyrrverandi leikmaður Everton að skora. MacNeil með langskot vel varið. Enn er markvörðurinn þeirra að verja frábærlega nú frá Beto við fáum horn og þeir bjarga á línu efgir hornspyrnuna. Pickford að bjarga vel og þeir fá horn og ekkert. DCL að koma inn fyrir Beto á 74 mínútu. DCL hefur skorað flest sín mörk á móti West Ham ég mundi ekki gráta 1 núna. Garner með langskot en þetta er of auðvelt. Enn er markvörðurinn að verja nú frá DCL. Harris út og Gomes inn á 80 mín. Saga leiksins Gomes með langskot en varið.
5 mínútur í uppbótartíma. Og West Ham skorar 1-2. Souchek. Dobbin og Chermiti inn MacNeil og Dacure út á 93 mín. 1-3 þetta er meira ruglið Alvarez skorar. Það er svakalega dýrt að nota ekki færin sín þau voru næg tækifærin í dag og svo maður tali nú ekki um vítið miðað við önnur úrslit í dag þá hefðum við farið upp um 2 stæti á töflunni með sigri. Nú koma 3 útileikir í röð þar sem heimaleikurinn við Liverpool frestast. Bara áfram gakk vonandi fer sigurleikurinn að detta inn. Markvörðurinn hjá West Ham maður leiksins að mínu mati
Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Godfrey (6), Tarkowski (6), Branthwaite (7), Mykolenko (6), Harrison (6), Onana (7), Garner (7), McNeil (7), Doucoure (7), Beto (7). Varamenn: Calvert-Lewin (6), Gomes (6).
Maður leiksins að mati Sky Sports: Alphonse Areola, markvörður West Ham, sem kemur svo sem ekki á óvart.
Að skipta DCL fyrir Beto breytir engu þegar liðið er ekki að búa til færi úr opnum leik. Sjáið leikmann eins og Maupey sem er skýrasta dæmið. Um leið og hann fer í lið sem spilar fótbolta þá fer hann að skora. Það er uppleggið og planið og hræðslan hjá Dyche sem er vandinn! Meira að segja Benzema myndi ströggla í okkar liði
Hvað gerir líka McNeil til að verðskulda start í hverri viku?
Hann hlýtur að gera eitthvað extra fyrir Dyche
Eins og einn góður stuðningmannasíðu á facebook sagði, við höfum ekki verið að æfa sendingar þessa vikuna
Þá fengum við víti og DCL ekki inná. Hverjum datt í hug að Beto tæki víti. Fær fá tækifæri í byrjunarliðinu og þetta var of stórt fyrir hann.
Það þarf einhver að segja dyche að það megi gera innáskiptingu fyrir 68. min, hann virðist ekki vita það
Þú ert að grínast!
Hvaða álög eru á þessu félagi? Liðið var að spila mjög vel.
Ekki sigur hjá Dyche árið 2024. Það er kominn mars. Hann er að fara með liðið niður. Hann kann bara að setja lið upp varnarlega.
Sammála því að þessi neikvæða nálgun er ekki að gera mikið fyrir okkur. Hefði viljað sjá Dobbin og Cermiti koma inná fyrr. Um DCL ætla ég ekki að tjá mig um enn athyglisvert að hlusta á ensku þulina í dag tala um Beto og hans áhri á miðaverði WH. Doucoure ekki alveg í sínu besta formi enn það kemur.
Fannst við ekkert spila illa enn WH nýtti sýn færi vel.
Fúlt að fá svona slaka hornspyrnu í restina sem Garner fékk þó að endurtaka enn gerði bara sama aftur.
Þetta er allt réttri leið hjá okkur.
Missti af leiknum svo ekki ætla ég að dæma spilamennsku liðsins en þessi úrslit koma ekkert á óvart, því miður.
Þrír sigrar á heimavelli er skammarlegt.
Ég veit hreinlega ekki hvað mér finnst um Dyche eftir þetta rúma ár sem hann hefur verið við stjórnvölinn.
Eina stundina þoli ég hann ekki og vil bara losna við hann og þá næstu finnst mér hann rétti maðurinn til að stjórna liðinu.
Ég þoli ekki þessa tregðu til að nota varamennina þegar allir geta séð að það þarf að breyta einhverju en að sama skapi er ég ánægður með hvernig hann hefur náð að þétta vörnina.
En það er óþolandi að horfa upp á menn ekki getað gefið óbrjálaða sendingu á samherja og þetta hugmyndaleysi þegar liðið er með boltann.
Liðið veit ekkert hvað það á að gera við boltann nema úr aukaspyrnum eða hornspyrnum og gæti ekki skorað í h**uhúsi.
McNeil á náttúrulega bara ekki að vera að spila, hann hefur ekki með hausinn í lagi síðan kærastan hans veiktist, en hún er víst hættulega veik, og það sést á leik hans. Hann gerir lítið sem ekkert og er bara inná til að taka horn og aukaspyrnur.
Það er erfitt að sjá hvaðan næstu stig eiga að koma, næsti leikur er úti gegn united og við þurfum ekki að búast við neinu þar og við virðumst alls ekki geta unnið á heimavelli og bara erfiðir útileikir eftir, og svo má ekki gleyma því að það verða væntanlega dregin af okkur fleiri stig þegar það mál verður tekið fyrir.
Þetta verða leiðindi til loka tímabils.
Það er greinilegt mjög súrt andrúmsloftið á Goodison, við betra liðið og WH skorar drauma mark á 91mín með sínu þriðja skoti á mark og fólk byrjar að streyma af vellinum. Ekki skánaði það við þriðja markið 3 mínútum seinna og völlurinn hálf tómur þegar lokaflautan gall og þá heyrðist mikið bú sem getur ekki verið uppörvandi fyrir leikmenn. Sammála Didda að ég veit bara ekki með Dyche, finnst hann bara ekki meðetta eftir àramót. Enn Luton og Nottingham töpuðu þannig að þetta versnaði ekki.