Mynd: Everton FC.
Félagaskiptaglugginn á Englandi stendur til loka dagsins í dag (til 23:00 en klukkutími gefinn til að klára það sem er í vinnslu). Þessum þræði er ætlað að halda utan um staðfest kaup og sölur sem og slúður, ef þið rekist á eitthvað. Endilega hafið samband í kommentakerfinu ef eitthvað vantar í upptalninguna.
Annars er búist við litlu af þessum glugga í ljósi málsóknar úrvalsdeildarinnar gegn Everton en skv. því sem maður hefur lesið eru fleiri lið að halda að sér höndum.
Afraksturinn hingað til:
Leikmenn inn: Holgate (kominn aftur úr láni hjá Southampton).
Leikmenn út: Holgate (lánaður til Sheffield United til loka tímabils).
23:00 Glugginn er lokaður. Klukkutími til að klára það sem var í vinnslu að 23:00, en ég held að þetta sé það síðasta sem við heyrum út þessum glugga, sem er bæði gott og slæmt.
21:19 Staðfest: Mason Holgate fór til Sheffield United að láni.
14:03 Skv. Sky Sports er Everton í viðræðum um að lána Mason Holgate til Sheffield United.
13:18 Skv. Sky Sports lánaði Everton ungliðann Sean McAllister til Inverness Caledonian Thistle, til loka tímabils.
Það var vitað að Everton gerði ekkert ì þessum glugga enda höfðum við enga geta til að kaupa.
Ég átti von á því að enginn kæmi inn, en hafði mestar áhyggjur af því að Docuouré og/eða Onana yrði seldir. En það virðist ekki hafa verið þörf á því, sem er fínt.
Fínn gluggi enginn seldur. Everton þarf að passa sig að fá ekki aðra refsingu svo það er gott að vera varkár í fjármálunum áður en allt er komið á borðið og Everton getur þá byrjað aftur á hreinu borði. Holgate var bara lánaður kannski kemur hann aftur í sumar ef hann stendur sig vel með SheffieldUtd þótt ég er ekki hrifin að láta keppinauta í fallbaráttu að fá leikmenn,
Mér sýnist sem hin liðin í úrvalsdeildinni hafi öll verið að kaupa einhverja 18-21 árs gutta, sem eru upp á framtíðina væntanlega. Bara þrír sem kostuðu meira en 8M punda (og fóru til Tottenham, City og Crystal Palace) en mér sýnist þeir allir vera einhverjir ungliðar líka.
Þetta var því steindauður janúargluggi, sem er fínt. Hópurinn sem Everton er með í dag væri að sigla lygnan sjó um miðja töflu ef ekki væri fyrir stigafrádráttinn og léttir að sjá að önnur lið í kringum botnsætin voru ekki að styrkja sig.