Mynd: Everton FC.
Fyrsti leikur Everton á undirbúningstímabilinu er kl. 16:00 við FC Stade Nyonnais, sem leika í svissnesku B-deildinni. Það er mjög unglegur bragur á liði Everton í dag en markvörðurinn Virginia, miðjumaðurinn Warrington og framherjinn Tom Cannon fá allir að spreyta sig í byrjunarliðinu. Bekkurinn er fullskipaður af einungis ungliðum, auk Doucouré.
Uppstillingin: Virginia, Godfrey, Tarkowski, Keane, Patterson, Gana, McNeil, Iwobi, Warrington, Maupay, Cannon.
Varamenn: Lonergan, Crellin, Astley, Hunt, Welch, Onyango, Doucouré, Kouyate, Okoronkwo.
Restin af leikskýrslu kemur síðar. Endilega látið í ykkur heyra í kommentakerfinu!
Ég missti af fyrstu 20 mínútunum, þar sem Everton TV vefsíðan kiknaði undan álaginu. Greinilega mikill áhuga á leiknum. Sýndist samt ekki mikið markvert hafa gerst fram að því.
McNeil komst í ákjósanlegt færi á 28. mínútu þegar hann þræddi sig í gegnum vörn Stade Nyonnais, frá D-inu á vítateignum, framhjá einum, tveimur, þremur og komst upp að endamörkum en skriðtækling frá varnarmanni rétt náði að koma í veg fyrir skot frá McNeil og boltinn því rétt yfir slána. McNeil óheppinn að skora ekki.
Tom Cannon átti tvö færi undir lokin, fyrst ágætt langskot utan teigs (beint á markvörð) og svo, örfáum mínútum síðar, dauðafæri í síðustu sókn fyrri hálfleiks, eftir að McNeil lagði upp færi fyrir hann innan teigs. Það hefði þó ekki talið því Maupay var dæmdur rangstæður í aðdragandanum.
0-0 í hálfleik. Iwobi og McNeil virkuðu líflegir allan fyrri hálfleikinn og voru bestu menn Everton.
Fimm breytingar á liði Everton: Doucouré, Hunt, Okoronkwo, Onyango og Kouyate komu inn á fyrir Tarkowski, Patterson, Gana, McNeil og Cannon.
Stade Nyonnais byrjuðu hálfleikinn af miklum krafti og fengu dauðafæri strax á fyrstu sekúndunum þegar sóknarmaður þeirra komst inn fyrir vörnina, einn á móti Virginia markverði — sem hefði líklega getað lesið leikinn betur og sópað þeim bolta út af. En í staðinn náði hann að verja glæsilega skotið frá sóknarmanninum, stoppa boltann og kasta sér á hann.
Doucouré svaraði með frábæru færi, var á auðum sjó, utarlega í teig en skotið slakt — beint á markvörð. Onkown átti svo enn slakara skot stuttu síðar, frá hægri, nær marki en langt framhjá. Michael Keane átti næstu tilraun þegar hann reyndi flott skot utan teigs hægra megin á 58. mínútu en boltinn sigldi rétt framhjá fjærstöng. Það mátti reyna.
Markið kom hins vegar loks á 60. mínútu eftir góðan undirbúning frá Iwobi, sem þræddi boltann eftir vítateigslínunni, frá hægri til vinstri, og fann Kouyate á auðum sjó vinstra megin, og sá aldeilis smellhitti boltann, beint upp í þaknetið. Þetta var fyrsta mark þessa ungliða (Kouyate) fyrir Everton og staðan orðin 0-1! Hann er virkar mjög efnilegur sá strákur og fór oft illa með varnarmennina.
Everton bætti við öðru marki á 70. mínútu og aftur var Iwobi lykilmaðurinn í því þegar hann sendi frábæra stungusending á Okoronkwo, sem komst inn fyrir og var felldur þegar hann var að fara að skjóta fyrir framan mitt markið. Augljóst víti sem Maupay tók og setti boltann á mitt markið, en markvörður kastaði sér í annað hornið. 0-2 fyrir Everton!
Fimm breytingar voru gerðar á liði Everton í kjölfarið en Crellin, Welch, Astley komu inn á og sömuleiðis Tom Cannon og McNeil (sem báðir höfðu farið út af í hálfleik).
Mackenzie Hunt reyndi skot af löngu færi utan af vinstri kanti á 76. mínútu en auðvelt fyrir markvörð.
Á 80. mínútu dró svo aftur til tíðinda, þegar Stade Nyonnais minnkuðu muninn. Kantmaður þeirra komst inn í teig hægra megin, upp að endamörkum og reyndi lága sendingu til baka. Mackenzie Hunt taldi sig hafa náð að komst fyrir sendinguna, en boltinn endaði í stuttum sveig upp og svo í áttina að sóknarmanni Nuonnais, Dugouro, sem hamraði boltann viðstöðulaust í hliðarnetið. Ómögulegt fyrir Crellin í markinu að verja, enda skotið fast og hnitmiðað. Staðan orðin 1-2, game on!
Stade Nyonnais áttu svo lúmskt skot í uppbótartíma, sem fór rétt framhjá stöng.
Lokafæri leiksins kom hins vegar á lokasekúndunum þegar Tom Cannon komst einn inn fyrir eftir mistök í sendingu varnarmanns aftur á markvörð, en markvörður rétt náði að tækla boltann áður en Tom komst framhjá honum.
Lokastaðan því: Stade Nyonnais 1 – Everton 2.
Everton komið í 2-0, fyrsta markið skoraði Katia Kouyate og fór heljarstökk í fagni. Staðan 1-0. Fyrir þá semmuna eftir Peter Beagrie þá var þetta svipað hjá Katia Kouyate.
Everton komst svo í 2-0 með vítaspyrnu frá Neil Maupay eftir að Okoronko hafði fengið vítaspyrnu.
Á meðan ég var að skrifa þetta skoruðu Nyon sitt fyrsta mark og staðan því orðin 2-1. Þetta var glæsilegt mark hjá þeim.
Meira seinna…kv. Ari
Nyon 1 Everton 2
Ágætis æfingaleikur, aðallega ungir leikmenn. Mér sýndist McNeil spila allann leikinn og einnig Doucoure. og Iwobi spilaði mikið. Flott markið hjá Katia Kouyate og líka flott fagnið hjá honum. Billy Crellin hljóp út úr teig einu sinni og hefur sennilega bjargað marki með þvi. Vel gert hjá honum. Við skulum hafa í huga að æfingaleikir eru það sem þeir eru. Til þess að koma mönnum í form en bara gaman þykir mér að tímabililð skuli vera byrjað.
Kær kveðja, Ari
Fínn leikur, gaman að sjá ungviðið líka. Svolítið kannski mikið af þeim samt, velti fyrir mér hvar hinir séu (minnist þess ekki að búið sé að selja þá alla) ;). Átti líka von á mönnum þreyttari eftir þessar legendary stífu þrekæfingar hjá Dyche en þeir litu ágætlega út. Samt of snemma (til að dæma þar) og þarf sterkari andstæðinga.
Athyglisvert að það voru nokkrir gaurar að spila allann leikinn.. Doucoure (ef ég man rétt), McNeil (ef ég man rétt) og Iwobi (ef ég man rétt)
Greinilegt að þessir 3 leikmenn eru númer 1. 2 og 3.
Mig langar aðeins að renna í gegnum leikmannalistann, bæði aðalliðið (skv. Everton vefsíðunni) og ungliðana (sem eru sérmerktir) til að átta mig á hvar liðið er statt akkúrat núna — svona ef við ímyndum okkur að fyrsti leikur tímabilsins sé á morgun. Röðum þessu eftir stöðum á velli, byrjum á markvörðum:
Pickford (tók ekki þátt)
Virginia (spilaði í dag)
Lonergan (tók ekki þátt)
Crellin (ungliði — spilaði í dag)
Sem sagt, allir aðalmarkverðirnir þrír fóru til Sviss, plús einn ungliði. Pickford og Lonergan tóku ekki þátt í dag, sem vakti athygli mína. En, andstæðingarnir voru ekkert of sterkir, þannig að kannski var þetta upplegg hugsað til að meta hvaða ungliðar væru tilbúnir á stóra sviðinu (sýndist það vera pínu þannig á uppstillingunni)… Og það er alveg valid að stilla því upp þannig. Pickford er alveg nóg fyrir mig í þessari stöðu, hinir geta verið backup, svo lengi sem Everton sé ekki að borga þeim of mikið, en það er alltaf matsatriði.
Kíkjum næst á varnarmennina sem spiluðu (nema annað sé tekið fram):
Tarkowski (CB)
Keane (CB)
Godfrey (CB)
Patterson (RB)
Ryan Astley (ungliði)
Reece Welch (ungliði)
Ashley Young (LB/RB – en spilaði ekki, enda glænýr leikmaður)
Coleman (spilaði ekki, enda meiddur)
Held okkur myndi líða betur með fjóra „alvöru“ (e: „senior“) miðverði (frekar en þrjá) en þessi staða með bakverðina er bara ekki í lagi. Patterson er eini „alvöru“ (og varla það) bakvörðurinn sem tók þátt og það var enginn alvöru vinstri bakvörður í dag. Þarna er líklega komin skýring á Ashley Young kaupunum en maður veltir fyrir sér af hverju eftirfarandi varnarmenn *fóru ekki einu sinni með til Sviss*…
Mykolenko (LB) – var meiddur undir lok tímabils, en spilaði svo með landsliðinu (?)… Kannski meiddist hann með landsliðinu, maður veit ekki, en það væri gaman að vita hvað er í gangi…
Branthwaite (CB) – hmm, mig dauðlangaði að sjá hann á velli í dag — gæti verið að tilboð hafi borist? Hann er sagður vera „ball-playing center-back“ sem eru víst mikið í tísku nú til dags (og þeir hafa verið dýrir)…
Holgate (CB) – það hefur nokkuð verið rætt um að hann sé á leið annað… ég myndi taka almennilegu tilboði í hann, held ég. En, ef hann fer og Branthwaite (eða hinir ungliðarnir) eru ekki tilbúnir væri kannski spurning um að leita að ódýrum miðverði. Ég veit að Ingvar Bærings væri þvílíkt til í Phil Jones þar… (harhar) 😉
Miðjumenn… Þessir spiluðu í dag (eða eru löglega afsakaðir)…
Iwobi (M/Winger)
Gueye (DM)
Doucouré (M)
Garner (M) – í fríi eftir landsliðsverkefni
Alli (M) – meiddur
Katia Kouyate (ungliði – og winger) – stóð sig vel í leiknum
Lewis Warrington (ungliði í byrjunarliðinu)
Mackenzie Hunt (ungliði – átti ágætan leik)
Tyler Onyango (ungliði – spilaði í dag)
Liam Higgins (ungliði – winger – tók ekki þátt)
Þessir voru hins vegar fjarverandi í dag:
Onana (M) – hmm, hann var vonandi bara hvíldur til að gefa ungliðum séns?
Gomes (M) – Á frekar von á því að hann verði seldur…
Gbamin (DM) – Hann er pottþétt á leiðinni annað…
Maður er kannski tiltölulega sáttur við Gueye, McNeil, Iwobi, Doucouré, Onana og Garner á miðsvæðinu, plús Dele Alli (ef það virkar) og ungliða til að bakka þá upp. Kouyate gæti svo verið spennandi kjúklingur þar til að prófa á kantinum, en það er eitt að standa sig í vináttuleik og annað með Úrvalsdeildina. En þó það vanti sárlega upp á breiddina á miðsvæðinu (maður getur náttúrulega ekki látið sig dreyma um Man City módelið — tvo góða í hverri stöðu). Aðalatriðið, hins vegar, fyrir Everton er þó að framlínan sé að virka (sem er forgangsatriði og þarf nauðsynlega að laga).
Framherjar sem spiluðu í dag (eða eru löglega afsakaðir):
Calvert-Lewin (CF) – tók ekki þátt — eigum við ekki að segja (og vona innilega) að hann sé að jafna sig af meiðslum? (ekkert nýtt)
Maupay (CF) – skoraði úr víti og var nokkuð líflegur… en samt…
McNeil (F) – var flottur í dag
Gray (F) – upptekinn með Heimi og sínu landsliði
Cannon (CF – en samt hálfgerður ungliði)
Francis Okoronkwo (ungliði – gerði mjög vel og fiskaði víti í dag)
Lewis Dobbin (ungliði – tók ekki þátt)
Stanley Mills (ungliði – tók ekki þátt)
Framherjastaðan er erfiðust og jafnframt sú allra mikilvægust fyrir Everton. Þarna verður að fjárfesta vel (réttan mann á réttu verði). Maupay skoraði í dag úr víti… en hann er þekkt stærð. Hann var ágætur í dag, en ég sé hann ekki virka nema mögulega í tveggja manna sóknarlínu, sem er ekki endilega valkostur með núverandi mannskap. Það er of snemmt að dæma Tom Cannon en Everton þarf nauðsynlega einhvern sem getur tekið pressuna af Calvert-Lewin. Tom Cannon sýndi ekki í dag að hann væri tilbúinn í það. Ég væri til í að selja Gray (með semingi þó) — ef það þýðir að Everton gæti keypt alvöru center-forward sem getur fundið net-möskvana nokkuð reglulega. En þar liggur hundurinn grafinn í kúnni, eins og maðurinn sagði. Eða eins og ég segi alltaf, þú skorar ekki mörg mörk á meðan þú ert upptekinn við að grafa hundinn í kúnni.
May we live in interesting times.
Flott lesning en er samt bara hálfnaður… Branthwaithe er líka að hvíla sig eins og Garner. Kv.Ari
Takk fyrir þetta Finnur, góð lesning. Fínt að hafa svona yfirlit til að glugga í þegar maður þarf að rifja upp nöfn.