Mynd: Everton FC.
Félagaskiptaglugginn á Englandi er til loka janúarmánaðar og er þessum þræði ætlaði að halda utan um staðfest kaup og sölur sem og slúður, ef þið rekist á eitthvað. Endilega hafið samband í kommentakerfinu ef eitthvað vantar í upptalninguna.
Afraksturinn hingað til:
Leikmenn inn: Enginn. Jú, reyndar var Tyler Onyango (afturkallaður úr láni, en svo lánaður aftur).
Leikmenn út: Anthony Gordon (40-45M – Newcastle), Joe Anderson (ótilgreind upphæð – Sunderland), Tyler Onyango (lán – Forest Green), Seb Quirk (ótilgreind upphæð – Accrington Stanley), Niels Nkounkou (lán – Saint Etienne), Tom Cannon (lán – Preston), Nathan Broadhead (ótilgreind upphæð – Ipswich).
Jæja, þetta er búið. Time of death: 23:39.
23:00 – Og glugginn var að lokast rétt í þessu. Það er smá von að einhver samningur líti dagsins ljós fyrir miðnætti, ef samningsdrög voru send fyrir kl. 23:00. Líklega er þó enginn að bætast við hópinn. Þetta er högg.
22:09 – Tilboði í Oliver Giroud var hafnað.
21:04 – Jæja, smá líf og fjör í þessu. Eða pínulítið lífsmark, kannski öllu heldur. Tilboði Everton upp á 25M punda (plús bónusar) í miðjumanninn Iliman Ndiaye hjá Sheffield Utd var hafnað.
20:25 – Nú er Andre Ayew orðaður við félagið en hann myndi koma á frjálsri sölu. Hann var áður hjá Al Sadd í Katar, þar sem hann skoraði 18 mörk í 30 leikjum.
18:10 – Gluggavaktin segir að haft hafi verið samband við Michy Batshuayi, en að hann sé sáttur í Tyrklandi.
17:10 – Gluggavakt Sky Sports segir jafnframt að Everton hafi reynt að kaupa sóknarmanninn Beto frá Udinese, en að ekki sé vilji fyrir því að selja hann.
12:47 – Gluggavakt Sky Sports segir nú að Sulemana sé að semja við Southampton og Gyokeres sé ekki til sölu.
10:34 – Skv. gluggavakt Sky Sports er Everton með augastað á kantmanninum Kamaldeen Sulemana, sem leikur með Rennes og sóknarmanni Coventry, Viktor Gyokeres, en hann hefur skorað 29 mörk í 73ur leikjum fyrir þá.
10:04 – Sunderland keyptu varnarmanninn unga, Joe Anderson, fyrir ótilgreinda upphæð.
2023-01-31 Þri – Lokadagur félagaskiptagluggans er í dag og stendur hann yfir til kl. 23:00 (fyrir utan samningsdrög sem næst að senda inn fyrir lokin en þá fæst auka klukkustund til að klára þá).
2023-01-29 Sun – Klúbburinn staðfesti brottför Anthony Gordon til Newcastle fyrir verð sem talið er vera 40-45M punda.
2023-01-27 Fös – Í kjölfar frétta um að Duncan Ferguson hefði verið ráðinn stjóri Forest Green birtust fréttir um að Tyler Onyango hefði verið lánaður þangað til loka tímabils.
2023-01-25 Mið – Skv. frétt á Sky Sports er Newcastle í viðræðum um kaup á Anthony Gordon.
2023-01-25 Mið – Skv. frétt á Sky Sports náðu Tottenham að stela Arnaut Danjuma á síðustu stundu.
2023-01-21 Lau – Skv. frétt á Sky Sports er Everton að vinna kapphlaup við Bournemouth og Nottingham Forest um að fá sóknar Arnaut Danjuma, frá Villareal. Villareal keyptu hann fyrir 21.3M punda árið 2021 og skv. fréttum kemur hann að láni til Everton til loka tímabils, að því gefnu að hann standist læknisskoðun.
2023-01-19 Fim – Skv. frétt á BBC seldi Everton ungliðann Seb Quirk til Accrington Stanley. Hann hafði verið hjá félaginu frá 11 ára aldri en náði aldrei að spila leik fyrir aðalliðið.
2023-01-14 Lau – Skv. frétt BBC afturkallaði Everton lán á Niels Nkounkou hjá Cardiff og lánaði hann til Saint Etienne í Frakklandi. Hann kom til Everton sumarið 2020 á free transfer.
2023-01-10 Þri – Skv. frétt á BBC lánaði Everton sóknarmanninn efnilega, Tom Cannon, til Preston North End til loka tímabils. Ekki kom fram hvort möguleiki er á að afturkalla lánið áður en því lýkur. BBC greindi einnig frá því sama dag, í þessari frétt, að Everton hafi selt varnarmanninn unga Nathan Broadhead til Ipswich fyrir ótilgreinda upphæð. Hann hafði aðeins fengið mínútur í tveimur leikjum með aðalliðinu. Klúbburinn hefur staðfest félagaskipti beggja leikmanna.
Þar með er þetta líklega upp talið í bili! 🙂 En við munum uppfæra þessa frétt þegar meira er vitað (sjá efst í upptalningunni). Endilega látið vita ef þið heyrið eitthvað.
Hef á tilfinningunni að þetta verði stuttur þráður.
Þegar Benitez kom til félagsins var eitt það fyrsta sem hann á að hafa sagt við James Rodriguez…. það er nú aldeilis.
„Former #EFC player James Rodriguez has spoken about Rafa Benitez telling him to leave the club.
“The coach told me on the first day of preseason ‘you are old, you are already 30 years old, I prefer to have young people, with energy. So, find yourself a club’ „
Svo keypti hann rondon! Segir allt um skítbuxann beneath us
Það virðist allt vera mjög þungt og allt taka langan tíma hjá Everton, eins og þessi brottrekstur Lampards, hann náði aðeins einum sigri í síðustu 8 leikjum fyrir HM og hefði átt að fara þá. En fékk að vera lengur, eins og ég sagði HM bjarðaði honum, eftir HM eru búnir 6 leikir og þar er enginn sigur, aðeins eitt jafntefli og Everton hefur tapað fyrir þeim fjórum liðum sem skipa neðstu fimm sætin.
Ég held að þessi stjóraskipti komi bara alltof seint og það sé ekki hægt að bjarga Everton frá falli. Það þarf að halda vel á spilunum til að það hafist. Næstu sex leikir skera úr um það, ef að Everton nær ekki 10 stigum úr þeim leikjum blasir fall við. Eins þarf Everton að fá leikmenn inn á miðju og í framlínu, þar er búið að selja bestu bitanna og vantar eitthverja ferska menn en kannski ætlar Everon að keyra þetta á sex hafsentum sem félagið er með.
Það væri best að loka þessum þræði núna, það verður enginn keyptur. Þvílík endalaus vonbrigði.
Fínn gluggi fengum flottann stjóra Sean Dyche. Skil ekki þessa endalausa kaupgleði sem Everton hefur gert síðustu ár. Ekkert vit að kaupa endalaust frekar slaka leikmenn á uppsprengdu verði. Er dauðfeginn að Everton keypti ekki ýmsa leikmenn sem þeir reyndu að kaupa sem hefði flestir ekki gert Everton að betra liði bara hækkað launakostnað sinn. Núna er það eina sem skiptir máli er að halda liðinu uppi í efstu deild. Everton hefur fullt af fínum varnarmönnum og miðjumönnum t.d. Doucoure, James Garner sem hafa ekkert verið notaðar. Vandamálið er auðvitað sóknin. Vonandi spilar Dyche 4-4-2 með Maypay eða jafnvel Simms með Calvert Lewin. Vængmenn MCNeil og Gray jafnvel nota Iwobi ef annar verður tekinn útaf eða meiðist. Tilvera Everton í efstu deild byggist á Calvert Lewin ef hann nær sér á strik þá hef ég engar áhyggjur á Everton.
Hárrétt. Loksins einhver jákvæðni.
Ég er ágnæður yfir því, að enn finnist jákvæðir og bjartsýnir Everton stuðningsmenn. Við þessir sem erum mjög svartsýnir þurfum á þeim að halda þessar vikurnar. Það er erfitt að trúa að Everton verði bjargað eftir þennan hörmungar janúarglugga. Þarna voru sumir leikmenn sem hefðu ekkert gert fyrir klúbbinn og svakalega sorglegt að Everton er ekki spennandi klúbbur til að spila fyrir. Finnst reyndar aðeins eins og þetta hafi verið leikrit og það átti engin að koma og það sé verið að spara.
Eða skipulögð skemmdarstarfsemi!
Nýjum stjóra fylgja nýjar áherslur og það eru alltaf einhverjir sem blómstra og aðrir sem passa ekki inn í myndina. Undir Benitez var Digne látinn fara og ég velti fyrir mér hver myndi helltast úr lestinni undir Lampard. Það reyndist svo vera Gordon. Miðað við það sem ég hef heyrt hingað til, held ég að Gray sjái sig ekki sniðinn fyrir þá leikaðferð sem mig grunar að Dyche ætli að spila, en sjáum hvað setur. Ef svo verður, þá eru þeir Nílarbræður, Neal Maupay og Dwight McNeil líklega þeir sem eiga eftir að njóta einna mest góðs af. Maupay, las ég einhvers staðar að virki betur sem stuðnings-striker en sá sem á að leiða línuna, en líklegt er að Dyche skipti í 4-4-2.
Hehe „Nílarbræður“