Mynd: Everton FC.
Það var risa leikur í boði í kvöld þegar Everton tók á móti Tottenham í FA bikarnum í kvöld. Þetta var í fimmtu umferð bikarsins sem þýddi að með sigri kæmist Everton í fjórðungs (átta liða) úrslit þessa skemmtilega bikars. Nú þegar hafa þrjú lið bókað farseðilinn þangað, en það eru Manchester liðin tvö og Bournemouth úr Championship deildinni.
Uppstillingin (4-2-3-1 líklega): Olsen, Digne, Keane, Mina, Godfrey, Davies, Doucouré, Gylfi (fyrirliði), Iwobi, Richarlison, Calvert-Lewin.
Varamenn: Virginia (markvörður), Tyrer (markvörður), Holgate, Nkounkou, Bernard, Coleman, Onyango.
Það sem vakti strax athygli var að Everton var án James Rodriguez, Andre Gomes og Pickford í þessum leik en enginn af þeim þremur var í hópnum. Varamannabekkurinn því ansi þunnskipaður en á honum sátu heilir fjórir ungliðar og þar af eru tveir þeirra markverðir. Heilir fimm leikmenn úr byrjunarliðinu sem vann Tottenham 1-0 í upphafi tímabils eru ekki í byrjunarliðinu í kvöld (Pickford, Coleman, Allan, Gomes og James Rodriguez). Coleman sá eini af þeim í hóp í kvöld.
Bekkurinn sterkur hjá Tottenham: Kane, Dier, Delli Alli og fleiri. Son náttúrulega í byrjunarliðinu.
Þess má geta að James Rodriguez hafði fyrir leik átt stoðsendingu í þremur af fimm mörkum Everton í FA bikarnum hingað til. Það var því stórt skarð fyrir skildi þar. Son, sem var í framlínunni hafði komið að 20 mörkum í 22 FA bikarleikjum fyrir Tottenham. Ég spáði því erfiðum leik en átti alls ekki von á þessum rússíbana. Síðast þegar þessi lið mættust stóð Everton uppi 4-1 á sigurvegarar og enduðu á að vinna bikarinn. Það má alltaf vona. En þá að leiknum…
Tottenham menn byrjuðu af krafti þegar Lamela náði skalla á mark, strax á fyrstu mínútu, en Olsen varði glæsilega. En þetta var bara viðvörun sem Everton sinnti ekki, því Tottenham komust yfir eftir horn strax í kjölfarið. Há fyrirgjöf og skalli inn. Enginn að gera árás á bolta og staðan því 0-1 þegar leikurinn var varla byrjaður.
Það tók Everton um korter að komast almennilega inn í leikinn og ógna marki. Fyrsta skotið langskot frá Godfrey sem Hugo Lloris varði með því að slá til hliðar.
Calvert-Lewin fékk frábært færi á 18. mínútu, komst upp að marki hægra megin og náði skoti. Boltinn breyttu um stefnu af varnarmann sem gerði Lloris erfitt fyrir en hann rétt náði að verja í stöng. Tottenham menn heppnir þar.
Lítið að frétta úr sóknarleik Tottenham þangað til á 25. mínútu þegar Son fékk sendingu inn í teig og náði skoti en Olsen varði í horn.
Everton jafnaði svo metin á 36. mínútu eftir flotta pressu framarlega á velli, sem endaði með því að Höjberg missti boltann. Nettur snöggur þríhyrningur og Gylfi svo fljótur að hugsa og sendi fljótt fram á Calvert-Lewin, sem tók boltann viðstöðulaust og þrumaði inn frá hægri í teignum. Lloris með hendi á boltann en skotið allt of fast og lak inn!
Örskömmu síðar kom Richarlison Everton yfir með flottu skoti utan teigs. Gegnum klofið á varnarmanni og í hornið vinstra megin. 2-1 fyrir Everton!!!
Everton fékk svo víti rétt fyrir lok hálfleiks þegar Höjberg fór aftan í hælana á Calvert-Lewin. Enginn vafi. Gylfi á punktinn og skoraði örugglega. Sendi Lloris í rangt horn. Staðan orðin 3-1 fyrir Everton!!!
Tottenham menn voru stálheppnir undir lokin þegar vinstri bakvörður þeirra missti boltann of langt frá sér og Richarlison náði að stela boltanum af honum en Lloris kom vel út úr teig og náði að hreinsa. Þar hefði staðan getað verið 4-1.
En Tottenham voru hvergi nærri hættir því á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks náði Lamela að jafna. Smá heppni þar á ferðinni því stungusendingin fór í lappirnar á Mina og datt heppilega fyrir Lamela sem kom á hlaupinu gegnum vörnina vinstra megin í teig og hann náði að koma boltanum framhjá Olsen.
3-2 fyrir Everton í hálfleik.
Harry Keane kom inn á 54. mínútu og Calvert-Lewin fór út af meiddur á sömu mínútu. Afleitar afleitar fréttir. Nú urðu menn að stíga upp! Coleman inn á fyrir hann. Coleman og Iwobi þar með settir á kantinn og Richarlison upp á topp.
En Tottenham menn jöfnuðu leikinn og aftur kom markið eftir horn þar sem leikmenn Everton gerðu enga árás á boltann. Olsen náði reyndar að verja skallann en Sanchez mættur á fjærstöng til að pota frákastinu inn. 3-3. Þar fór maður aðeins að missa vonina en það gerðu leikmenn okkar sko alls ekki!
Á 68. mínútu komst Everton aftur yfir og þar voru Gylfi og Richarlison aftur að verki. Gylfi sendi glæsilega sendingu inn í teig vinstra megin þar sem Richarlison tímasetti hlaupið vel og skoraði stöngina inn hægra megin. 4-3 fyrir Everton!!!! Þvílíkur leikur!!
Við þetta þétti Everton miðsvæðið hjá sér og leyfði Tottenham að hafa boltann. Eini gallinn var sá að Calvert-Lewin var farinn út af en hann gerir það svo vel að taka löngu boltana fram og létta af pressunni.
Michael Keane fékk dauðafæri á 75. mínútu eftir háa fyrirgjöf frá Bernard frá hægri. Fékk frían skalla en náði ekki að stýra boltanum framhjá Lloris. Hefði átt að gera út um leikinn þar.
En þetta var ekki búið, því að ekki löngu fyrir lok venjulegs leiktíma skoraði náttúrulega Harry Kane. En ekki hvað? Hár bolti fyrir frá vinstri frá Son alveg yfir á fjærstöng (yfir vörn og markvörð) sem Kane skallaði inn. Þriðja markið sem Tottenham skorar beint (eða mjög stuttu eftir) hornspyrnu.
Staðan orðin 4-4 undir leikslok og því framlengt. Pöbbinn lokaði hins vegar klukkan 22:00 þannig að ég þurfti að taka sprettinn heim til að ná framlengingu og rétt náði að sjá Harry Kane renna á rassgatið og klúðra upplögðu tækifæri alveg upp við mark.
En Bernard kom svo Everton yfir enn á ný stuttu síðar! Frábær há sending yfir vörnina frá Gylfa inni í teig vinstra megin og Bernard tímasetti hlaupið algjörlega frábærlega og setti boltann í hliðarnetið hægra megin. 5-4 fyrir Everton!!!!!!!
5-4 í hálfleik framlengingar.
Gylfi fékk frábært skotfæri í upphafi seinni hálfleiks framlengingar en beint á Lloris, sem sló hann frá marki.
Holgate kom svo inn á fyrir Digne á 17. mínútu framlengingar á meðan beðið var aukaspyrnu frá Gylfa, og Gylfi sendi boltann fyrir mark þar sem Keane skallaði rétt framhjá. Aftur í upplögðu færi.
Spennan magnaðist með hverri mínútunni eftir því sem neglurnar á manni styttust og styttust. Myndi Everton takast að landa sigrinum? Kane með aukaspyrnu á afar hættulegum stað en beint í vegginn! Úff!
Maður taldi niður sekúndur og mínútur en þetta leið eins og heil eilífð! 5 mínútur eftir! 4 mínútur eftir! Há fyrirgjöf fyrir mark Everton sem Holgate skallaði í horn! GARG! Hornin búin að vera eins og víti fyrir Tottenham í leiknum! Darraðadans í teignum í kjölfarið! Hreinsað! Everton ekki að ná að koma boltanum yfir miðju og þung pressa í kjölfarið frá Tottenham!
Tvær mínútur eftir og há fyrirgjöf frá hægri hjá Tottenham! Kane í góðu færi en skallar framhjá!! Ein mínúta eftir! Horn! Ég sver það, ekki fleiri horn — ég gæti öskrað!! Nei, hjúkk, hreinsað frá en garg! Boltinn til Winks rétt utan teigs! SKOTFÆRI! Hjúkk! Langt langt framhjá! Þetta hlýtur að vera komið!? Nei, það er heil mínúta eftir í viðbót (heil eilífið) og ekkert eftir af nöglunum! Ég meika þetta ekki! Jú, Everton fær aukaspyrnu og TÍMINN KLÁRAÐIST!
EVERTON SIGRAR ÞENNAN LEIK MEÐ FIMM MÖRK GEGN FJÓRUM!
Hvernig var það hægt án Calvert-Lewin megnið af leiknum? Skil það ekki. En Everton liðið er komið áfram í átta liða úrslit ásamt Leicester og Sheffield United (sem kláruðu sína leiki stuttu fyrir þennan leik)!!!
Einkunnir Sky Sports: Olsen (7), Godfrey (7), Mina (8), Keane (6), Digne (6), Doucoure (8), Davies (6), Gylfi (8), Iwobi (6), Richarlison (8), Calvert-Lewin (7). Varamenn: Coleman (7), Bernard (7).
Maður leiksins að sjálfsögðu Gylfi Þór Sigurðsson. Tottenham menn, hins vegar, með þrjár sjöur í einkunn á byrjunarliðið, en restin var lægri (Lloris með lægstu einkunn eða 4).
Frábær byrjun eða hitt þó heldur!! Þetta fer 0-4 fyrir helvítis Totteringham.
Ég ét þetta ofan í mig með glöðu geði. Frábær fyrri hálfleikur.
Og auðvitað þurftu okkar menn að rétta þeim líflínu rétt fyrir leikhlé. Af hverju getur þetta bara aldrei gengið vandræðalaust og verið óspennandi?😤😡
…yndislegt
Ingvar, það er svo gaman þegar þín svartsýnir lendir eins og boomerang á þér aftur. Ótrúlegur fyrri hálfleikur og svekkjandi að fá mark á sig í lokin en Everton samt yfir í hálfleik og okkar að halda þetta út.
Gylfi með assist og mark og margt gott í gangi en þeir með mörg færi samt en Olsen að standa sig.
Spenntur að sjá seinni.
Haha já það er rosalega gaman þó svo að alla jafna þoli ég ekki að hafa rangt fyrir mér. En nú er ég skíthræddur um að við töpum 3-4.
Ingvar. Og hvernig endaði leikurinn?
FRÁBÆRT!! DCL meiddur og Kane, sá leiðindaskarfur kominn inn á. Þetta líst mér ekki á.
Og það er framlengt. Kane búinn að skora eitt og á, venju samkvæmt, eftir að skora annað. Vonandi skora okkar menn samt meira.
Ingvar, eða ekki 🙂
Ingvar, þú verður að róa þig aðeins, hahaha
Frábær leikur. Gylfi var geggjaður maður leiksins 3 stoðsendingar. Frábær sóknarleikur hjá báðum liðum en varnarleikurinn var ekki góður en sókn er besta vörnin. Flottur sigur og vonandi heldur þetta áfram mikill hraði loksins og nóg að ske.
Ekki gleyma marki úr víti líka. 🙂
Miðjan hjá okkar mönnum var geggjuð í kvöld. Gylfi langbestur á vellinum náttúrulega en Davies og Doucouré báðir frábærir og náðu vel saman. Líklega besti leikur Davies í mjög langan tíma (sem ég hef séð allavega). Coleman kom með góða innspýtingu í leikinn í seinni hálfleik og Bernard sömuleiðis á hinum kantinum og skorar svo sigurmarkið. Svona á þetta að vera!
Fulham næstir á sunnudaginn!
Frábær leikur fyrir hlutlausa og ég er glaður að hafa haft svona kolrangar fyrir mér í þrígang, en þetta var óþægilega spennandi.
Góðan dagin kæru félagar.Þetta var geggjað og bikarleikur af bestu gerð,hjá báðum liðum þetta gat farið mjög vel hjá báðum liðum.Og Gylfi var frábær með 3 stöðsendingar og víti og mér finst að hann ætti vera valinn maður leiksins,og Davies var líka mjög góður og hefur bæt sig mikið.Og liðið í var allt mjög gott og mjög góður og skemmtilegur leikur að horfa á. Íngvar ertu ekki Everton maður ef svo er þá finst mér þú ekki að vera styðja liði að minsta kost vantar allar drú á liði hjá þér.í guðana bænum breitu því KOMA SVO ÁFRAM EVERTON
Er alls ekki sammála Þorri, fynst alltaf gaman að lesa svartsýnisrausið í Ingvari. Hann étur nú sennilega fátt annað en hatta nú um stundir. En þessi leikur var frábær skemmtun og frábær sóknarlega hjá okkar mönnum. Þvílík barátta og vilji sem er í þessu liði, ja allavega þegar þeir halda að leikurinn sé fyrirframm unninn.
Það er rétt Helgi,en ég var bara að spyrja hvort hann sér everton maður.Auðvita á öll gagnríni rétt á sér mér finst bara hann ekki vera jákvæður eins og hann hafi ekki trú á liðinu
Þetta lýtur stundum út eins og brandarakeppni hjá honum… en það er hans mál… hee
Jæja, þetta verður þrautin þyngri í næstu umferð. Heldur betur…
Heimaleikur gegn Man City. Líklega eina liðið sem ég hefði kannski sagt… „æ, nei… ekki strax allavega.“ 🙂
Held að það sé skrifað í skýinn að við veðum bikarmeistarar.
Besta sem gat gerst að fá MCity á heimavelli í 8 liða.
Besta liðið á Englandi og fáum þá á heimavelli.
Hefði ekki viljað mæta þeim í úrslitum 🙂
Algerlega sammála þarna. EF við ætlum að vinna þessa keppni þá þurfum við að sigra þá sterkustu. Betra að mæta þeim núna. 😉
Gylfi fá Man City. Finnst þetta alltaf jafn vitlaust.
Átti þetta ekki að vera Gylfi og félagar? Ef svo er þá er ég innilega sammála….
Gylfi og félagar… (pínu lummó)
Gylfi afhveju finst þér það jafn vitlaust. ég lít á þetta sem góða möguleika að slá út manc ég veit það er ervit.En liði hefur sínt að það getur sleigið út hvaða lið sem er.og plús að vera á heimavelli sem hefur reindar ekki gengið vel.EN nú er tími til að gera það
Rétt, Hr Ari. Það er skrítið að fjalla um Everton en segja oft Gylfi vann, lagði upp eða gerði eitthvað með Everton. Finnst EVERTON líða fyrir það of.