Mynd: Everton FC.
Everton sigraði Sheffield United í kvöld í miklu roki og rigningu og komst upp í annað sæti í deild eftir fjóra sigurleiki í röð. Ekki kannski leikur sem maður myndi borga til að eiga upp á framtíðina, en mikilvægt að ná þremur stigum í kvöld með sigri í erfiðum aðstæðum gegn særðu dýri að berjast fyrir tilverurétti sínum í deild. Minnir að þeir hafi verið ekki langt frá Meistaradeildarsæti um þetta leyti í fyrra og að talað hafi verið um þá sem spútnik lið þess tímabils. Ótrúlega mikið vatn runnið til sjávar síðan.
En Everton komst upp í annað sæti með sigrinum, eftir mjög svo hagstæð úrslit hjá öðrum liðum.
Uppstillingin: Pickford, Godfrey, Mina, Keane, Holgate, Davies, Doucouré, Gylfi (fyrirliði), Iwobi, Gordon, Calvert-Lewin.
Varamenn: Olsen, Lössl, Branthwaite, Coleman, Kenny, Nkounkou, Bernard, Gomes, Tosun.
4-2-3-1 frá Everton, sýnist mér, með Gylfa í holunni. Hellirigning og rok á vellinum.
Gordon kom beint inn í byrjunarliðið fyrir Richarlison, sem er víst vegna reglna um heilahristing, sem kveða á um hvíld eftir höfuðhöggið sem Richarlison hlaut í síðasta leik. Everton því án Digne, James Rodriguez og Richarlison, en fjarvera þeirra var líklega einn stærsti þáttur í að gengi Everton tók dýfu eftir frábæran árangur í upphafi tímabils. Þrjú stig var þó allt sem skipti máli í kvöld — sama hvernig og hver myndi tryggja þau.
Sheffield United menn settu óþægilega mikla pressu á Everton á upphafsmínútunum en svo jafnaðist þetta út eftir því sem leið á og Everton náði góðum tökum á leiknum. Það voru þó Sheffield United menn sem fengu frábært færi á 17. mínútu, miðjumaður þeirra komst framhjá Pickford en náði ekki almennilegu skoti á mark — boltinn virtist ætla að rúlla inn fyrir marklínu en Godfrey þar mættur til að bjarga á línu. Þetta skipti þó litlu, því VAR hefði dæmt markið af vegna mjög svo augljósrar rangstöðu.
Fyrsta færi Everton kom ekki fyrr en á 24. mínútu og það var langskot frá Iwobi sem var varið. Ekki mikil hætta. Stuttu síðar fékk, hins vegar, Calvert-Lewin geggjað dauðafæri eftir langa sendingu fram frá Michael Keane. Fyrsta snerting Calvert-Lewin var á kassann og var algjörlega frábær — skildi varnarmanninn eftir í rykinu og kom Calvert-Lewin í stöðu einn á móti markverði. Calvert-Lewin náði þrumuskoti að marki en því miður rétt framhjá fjærstöng vinstra megin. Mjög óheppinn að skora ekki þar. Hefði farið beint í Youtube portfolio safnið hjá honum yfir bestu mörk hans.
Gylfi átti svo flott skot á 40. mínútu sem endaði ekki langt frá stönginni vinstra megin séð frá Ramsdale, markverði Sheffield United.
Sheffield United menn áttu síðasta færi fyrri hálfleiks — náðu skoti úr þröngu færi upp við endalínu við vinstri stöng en boltinn út af rétt hjá fjærstöng.
Everton mun líklegra liðið til að skora í fyrri hálfleik, en ekki tókst það.
0-0 í hálfleik.
Engin breyting í hálfleik hjá Everton — Sheffield United menn með eina skiptingu vegna meiðsla. Á 55. mínútu fór Gordon hins vegar út af fyrir Bernard.
Veit ekki hvað á að segja um seinni hálfleik annað en það að allt… allt… of lítið var að frétta — ekkert skot sem rataði á rammann hjá báðum liðum lengi vel, sem er kannski viðbúið hjá liðinu í neðsta sæti en alls ekki liðinu sem er að reyna að komast upp í annað sæti. Maður taldi niður mínúturnar og erfitt var að sjá hver myndi stíga upp og skrifa fyrirsagnirnar fyrir íþróttafréttaritarana.
Michael Keane var reyndar skipt út af fyrir Coleman á 66. mínútu og nokkrum mínútum síðar fór Davies út af fyrir Gomes. En það voru ekki fréttirnar sem maður var að bíða eftir. Báðir höfðu átt mjög flottan leik.
Vonin dvínaði með hverri mínútu sem leið en þá tók okkar maður, Gylfi Þór Sigurðsson — óskabarn þjóðarinnar, upp á því að klára leikinn með frábæru skoti innan teigs sem endaði í netinu. Bernard og Doucouré náðu vel saman og komu boltanum til hliðar hægra megin í teig, yfir á Gylfa, sem skoraði sigurmarkið á 80. mínútu. Því… líkur… léttir. Takk, Gylfi!
Meiri og meiri örvænting í leik Sheffield manna í kjölfarið, sem lögðu allt í sölurnar, enda ekki mikið eftir og það var erfitt að horfa upp á síðustu mínútur leiksins — að ekki sé minnst á heilar fimm mínútur í uppbótartíma (!). En Everton liðið stóðst álagið.
Sheffield menn fengu svo hornspyrnu á 93. mínútu og náðu fríum skalla að marki — og þarna sá maður fyrir sér algjört suckerpunch jöfnunarmark, en það endaði sem betur fer langt langt framhjá.
Þungu fargi af manni létt! Það verður að vinna svona leiki líka (þar sem lið manns spilar ekki vel). Everton tryggði sér því annað sæti í deild eftir fjórða sigurleikinn í röð í deild. Sé ekki betur en að það sé besti árangur allra liða í deild í síðustu fjórum leikjum. Geri aðrir betur! Nei, það er víst ekki hægt að vinna meira en fjóra leiki af fjórum. 🙂
Ef einhver hefði reynt að rétta okkur þennan árangur þegar Silva var rekinnn fyrir um ári síðan hefðum við líklega bitið höndina af öxl.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Holgate (7), Mina (8), Keane (7), Godfrey (7), Doucoure (7), Davies (7), Gordon (6), Gylfi (7), Iwobi (7), Calvert-Lewin (7). Varamenn: Bernard (7), Coleman (7), Gomes (6).
Maður leiksins hjá Sky var Yerri Mina.
Sheffield united hefur ekki unnið leik á tímabilinu og virðast vera dæmdir til að falla.
Það þarf því ekki að koma neinum á óvart þó að þeirra fyrsti og jafnvel eini sigurleikur komi núna í kvöld.
Ég spái því 1-0 fyrir Sheffield.
Þetta lítur bara ekki vel út.
ljót var þetta en samt svo fallegt
Flottur baráttusigur. Það vantaði 5 af bestu leikmönnum Everton en þetta hafðist með flottu marki Gylfa. Þetta var ekki góður leikur vantaði allan hraðann en þetta hafðist með baráttu. En næsti leikur verður mjög erfiður á móti City þá þýðir ekkert annað en góð barátta.
Sammála Halli vini mínum átakanlegt að horfa á en fegurðin í 3 stigum
Ekki var þetta fallegt, en hafðist einhvern veginn.
Vonandi heldur þetta bara áfram svona.
þetta var geggjuð 3 stig en er ekki kominn tími á að vinna þetta City lið höfum unnið þá áður og getum alveg klárað þá
Sælir félagar þetta var ekki skemmtilegur leikur að horfa á 3 stig og það hafðist. Það verður erfitt að leggja manc citi en það er alveg hægt.Með vel skipulögðum leik en við vonum það besta,Mér finnst liðið samt ekki vera sannfærandi núna undanfarið.En eðlilegt vantar nokkra sem eru meiddir það á ekki að skipta máli það á að koma maður í manns stað og það hefur gengið ágætlega. OG KOMA SVO ÁFRAM EVERTON GLEÐILEGT ÁR
Þessi 2 mörk hans Gylfa hafa gefið 6 stig það er geggjað
Sammála öllu sem menn hfa sagt um þennan leik. Falleg þrjú stig enn leikurinn lítið fyrir augað.
Þar sem að ég er svo blár þá getur kannski einhver útskýrt fyrir mér hversvegna Gomes fékk ekki aukaspyrnu(jafnvel víti) í lok leiks? Hvar voru þessar 5 mínútur í uppbótartíma? Hvað við það að halda hreinu verðskuldaði bara 6 í einkunn hjá Pikford?
Vonumst svo eftir stigi eða stigum á móti M,City.
Hefði Gomes verið rauðri treyju þá hefði hann fengið víti.
Gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkar mönnum, Gylfi með mikilvægt mark og búinn að vera flottur í síðustu leikjum. Þetta var alls ekki okkar besti leikur, gríðarlega erfiðar aðstæður með þessa miklu rigningu og vind.
Everton aðdáendur mikið búnir að kalla eftir Gordon í liðið en hann náði því miður ekki að gera neitt, Bernard kom flottur inn í leikinn fyrir Gordon.
Skil ekki ennþá af hverju Gomes atvikið var ekki skoðað betur í VAR, þetta var annaðhvort víti eða aukaspyrna en ekkert aðhafst, Gomes var líka brjálaður og það réttilega.
Frábær úrslit í þessari umferð, flest liðin í kringum okkur að tapa stigum.
Erfiður leikur á morgun gegn City. Vonandi hafa menn orku í þennan leik, margir leikir á stuttum tíma. Væri frábært að klára árið á sigri
Það fór alveg framhjá mér í gær að Gylfi var valinn í lið vikunnar að mati BBC eftir frammistöðu hans gegn Sheffield United:
https://www.bbc.co.uk/sport/football/55460151
það er búið fresta leiknum manc everton útaf covid hjá manc
Dominc Calvert-Lewin var valinn í lið ársins að mati BBC:
https://www.bbc.com/sport/football/55490450
Kæru félagar gleðilegt nýtt ár.vonandi gott fyrir okkar mönnum byrjum á því að leggja westham í dag Koma svo Áfram Everton