Mynd: Everton FC.
Fjórði leikurinn í deild var gegn Brighton á heimavelli í dag en með sigri gat Everton komist aftur á topp Úrvalsdeildarinnar.
Uppstillingin: Pickford, Digne, Mina, Keane, Coleman, Gylfi, Doucoure, Rodriguez, Davies, Richarlison, Calvert-Lewin.
Varamenn: Lössl, Delph, Walcott, Iwobi, Nkounkou, Bernard, Gordon.
Everton átti frábæra byrjun á leiknum og náðu tveimur fínum skotum á mark, þar af einu dauðafæri þegar Doucouré stal boltanum af miðverði Brighton (rétt utan teigs) og sendi á Calvert-Lewin sem var ekki langt frá því að skora. Markvörður náði að verja vel frá honum. Í kjölfarið kom Everton meira að segja boltanum í netið eftir horn á annarri mínútu, en voru dæmdir brotlegir í aðdragandanum.
Eftir það róaðist þetta aðeins en Everton greinilega að spila með mikið sjálfstraust og létu boltann ganga vel manna á milli. Mikil barátta í liðinu og vinnusemi og strax komnir í pressu um leið og boltinn glataðist. Þeir uppskáru svo árangur erfiðisins eftir hornspyrnu sem barst til Gylfa sem var nálægt endalínu vinstra megin en hann lék á varnarmann Brighton og náði flottum bolta fyrir sem Calvert-Lewin skallaði inn við fjærstöng. Towering header, eins og þulirnir kölluðu það. 1-0 fyrir Everton eftir 16 mínútur!
Á 25. mínútu meiddist hins vegar Richarlison eftir (löglega) tæklingu Brighton manns og þurfti að fara út af. Leit ekki út fyrir að vera alvarleg meiðsli þannig að þetta er líklega tengt meiðslunum sem hann fékk í síðasta leik. Vonandi bara varúðarráðstöfun. Iwobi kom inn á fyrir hann.
Það tók Brighton 40 mínútur að ná tilraun að marki og hún gaf þeim náttúrulega jöfnunarmark. Sóknarmaður þeirra skaut í jörðina og Pickford ætlaði að grípa boltann hátt uppi en náði ekki að halda honum. Missti boltann beint fyrir fætur annars sóknarmanns sem skoraði í gegnum klofið á Michael Keane. 1-1.
En Everton náði að komast yfir aftur rétt fyrir hálfleik. Varnarmaður braut klaufalega á Coleman hægra megin við teig. Gylfi og James Rodriguez gerðu sig báðir líklegir til að taka aukaspyrnuna en það kom í hlut James sem setti frábæran bolta inn í teig, beint á pönnuna á Mina sem skallaði auðveldlega inn.
2-1 fyrir Everton og þannig var það í hálfleik!
Everton „vann“ fyrri hálfleikinn 2-1 og svipað var uppi á teningnum í seinni hálfleik.
James Rodriguez gerði vel þegar hann komst inn í sendingu milli varnarmanna Brighton og náði að gefa á Calvert-Lewin sem framlengdi á Iwobi. Iwobi kom á hlaupinu inn í teig og komst upp að endalínu nálægt marki. Þar sendi hann aftur fyrir varnarlínuna, beint á James Rodriguez á fjærstöng sem þrumaði inn með vinstri fæti. Staðan orðin 3-1 fyrir Everton!
En, líkt og eftir fyrra markið í fyrri hálfleik missti Everton enn einn leikmann á meiðslalistann þegar Coleman virtist togna á læri á 56. mínútu og kom Delph inn á fyrir hann. Tom Davies þar með færður í hægri bakvörð. Virkaði ekki eins og alvarleg tognun, en eins gott að landsleikjahléið er fram undan.
Iwobi átti geggjaða sendingu inn í teig á Doucouré sem kom á hlaupinu gegnum vörn Brighton og komst upp að marki. Þar gaf hann til hliðar á James sem aftur lúrði á fjærstöng og þurfti bara að pota inn. 4-1 fyrir Everton!!
James Rodriguez var skipt út af fyrir Theo Walcott á 78. mínútu. Tvö mörk og ein stoðsending hjá James Rodriguez í dag. Ágætis dagsverk þar, ekki síst fyrir miðjumann (en ekki sóknarmann).
Yerry Mina kom svo Everton til bjargar nokkrum sinnum með afar mikilvægum blokkeringum þegar líða tók á leik. Þar með talið þegar hann lenti einn gegn tveimur eftir mistök frá Doucoure en náði að blokkera skotið frá manni í algjöru dauðafæri. Yerry átti algjöran stórleik í dag í vörninni.
Bissouma hjá Brighton náði að minnka muninn með algjöru glæsimarki stuttu fyrir leikslok. Þrumaði boltanum í hliðarnetið af löngu færi (utan teigs), algjörlega óverjandi. Lítið við því að gera svo sem og sigurinn þegar tryggður og mjög sanngjarn.
Þetta reyndist sjöundi sigur Everton í röð í öllum keppnum!! Frábært að ná því fyrir landsleikjahléið!
Einkunnir Sky Sports: Pickford (5), Digne (6), Keane (6), Mina (8), Coleman (7), Davies (6), Gylfi (7), Doucouré (8), Richarlison (6), Calvert-Lewin (8), James (9). Varamenn: Delph (6), Walcott (6), Iwobi (6).
Maður leiksins hjá þeim var valinn James Rodriguez.
Frábært að fá þessi stig. Sigurvilji kominn í liðið, en ótrúlegt að Brighton gafst aldrei upp. Ef þeir hefðu Y. Mina okkar í vörninni hefðum við ekki fengið svona mörg mörk.
Með sigrí í þessum leik þá höfum við ekki byrjað eins vel síðan árið 1894. Það er sigur í fyrstu 7 leikjunum.
Frábær leikur hjá Everton. Doucoure var frábær besti leikur hans með Everton. Allir leikmennirnir stóðu sig vel nema Pickford endalaus klaufaskapur hjá honum þetta á eftir að kosta Everton mikið ef hann tekur sig ekki á. En Everton þarf nýjan markvörð ekki spurning. Vill losna við Pickford en ég fæ ekki að ráða því því miður.
Ekki nóg með það að Everton sé á toppi ensku Úrvalsdeildarinnar í augnablikinu, sem er nóg til að ylja manni ansi vel um hjartaræturnar, heldur er kvennalið Everton einnig á toppi Úrvalsdeildar kvenna (eftir 0-6 sigur á Aston Villa á útivelli í kvöld).
https://www.skysports.com/womens-super-league-table
Og ef það er ekki nóg þá má geta þess að U18 ára karlalið Everton er einnig á toppi sinnar deildar…
https://www.premierleague.com/tables?team=U18
Jafnframt á U23 ára lið Everton einn leik inni á efstu lið og ef það reynist sigurleikur þá er 2. sætið þeirra…
https://www.premierleague.com/tables?team=U21&co=16&se=375
Framtíðin er björt!
Allt að gerast! Everton á toppi Úrvalsdeildarinnar, nýr miðvörður kominn (staðfest!) og þrír í liði vikunnar að mati BBC (Yerry Mina, James Rodriguez og Dominic Calvert-Lewin)!
https://www.bbc.com/sport/football/54410020