Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Tottenham – Everton 0-1 - Everton.is

Tottenham – Everton 0-1

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin er komin fyrir fyrsta leik tímabilsins en mikið er búið að spá í hvort nýliðarnir myndu allir taka þátt frá upphafi og nú er ljóst að svo verður. 

Uppstillingin: Pickford, Digne, Mina, Keane, Coleman (fyrirliði), Allan, Gomes, Doucoure, Rodriguez, Richarlison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Virgínia, Jonjoe Kenny, Gylfi, Walcott, Bernard, Davies, Moise Kean.

Mina og Gomes voru metnir tæpir fyrir fyrsta leik tímabilsins vegna meiðsla, en báðir eru í byrjunarliðinu. Sama er ekki að segja um Holgate sem missir af þessum leik. Það lítur út fyrir 4-4-2 uppstillingu í dag gegn Tottenham, sem eru með sína sterkustu menn inn á, sýnist mér af uppstillingunni.

Everton byrjaði leikinn ágætlega, létu boltann ganga vel og voru mun meira með boltann (um 65% framan af).

Sóknir Tottenham aðallega Son upp vinstri kantinn að láta reyna á Coleman en hann skilaði sínu.

Richarlison fékk svakalegt dauðafæri á 16. mínútu þegar hann náði að spretta til að komast inn í sendingu yfir á miðvörð Tottenham. Komst einn á móti markverði og náði að fara framhjá honum og þurfti bara að skora í autt mark eða senda á Calvert-Lewin, sem kom á hlaupinu en missti boltann aðeins of langt frá sér við að fara framhjá markverði og hrasaði í skotinu. Boltinn yfir. Hefði átt að koma Everton yfir þar.

Harry Kane fékk dauðafæri stuttu síðar eftir háa sendingu á fjærstöng frá Son en þeir náðu ekki að tengja.

Næsta færi var einnig Tottenham manna þegar þeir náðu skyndisókn eftir hornspyrnu Everton en færið endaði með skoti frá Delli Alli sem Pickford varði vel.

James Rodriguez náði að skapa sér ágætt skotfæri utan teigs en skotið rétt framhjá stönginni.

Kane setti bakvörðinn Doherty inn fyrir með flottri vippu en Pickford varði glæsilega frá honum (point blank range).

0-0 í hálfleik.

Everton komst yfir á 54. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Digne úr aukaspyrnu langt utan af kanti, beint á pönnuna á Calvert-Lewin sem skallaði inn með tvo varnarmenn að djöflast í sér. 0-1 fyrir Everton!

Gylfi kom inn á fyrir Gomes á 67. mínútu.

Richarlison átti flott skot að marki á 71. mínútu sem sleikti stöngina utanverða. Sá var líflegur allan leikinn.

Tom Davies kom svo inn á fyrir James Rodriguez á 91. mínútu.

Tottenham menn litu ráðalausir út í seinni hálfleik og versnaði það hjá þeim eftir því sem á leið. Einhver myndi segja að þeir spiluðu eins vel og Everton leyfði þeim en Everton einfaldlega sigldi þessu í höfn.

0-1 sigur Everton staðreynd og Spörsararnir gengu út og þegar þeir gengu framhjá sögðu þeir að þetta hefði verið verðskuldað.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (8), Coleman (7), Mina (7), Keane (7), Digne (7), Allan (9), Gomes (7), Doucoure (7), James (8), Richarlison (7), Calvert-Lewin (8). Varamenn: Gylfi (6). Þrír úr byrjunarliði Spurs fengu 6, aðrir lægra, þar af þrír með fjarka í einkunn og Delli Alli rak lestina með þrjá í einkunn.

17 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Jibbí!! Twatkinson dæmir, það á bara að svína á okkur strax í fyrsta leik.

  2. Gunni D skrifar:

    Hvaða lið er þetta!?

  3. Eirikur skrifar:

    Geggjuð 3 stig í fyrsta leik 🙂

  4. þorri skrifar:

    sammála flottur sigur og mér fanst Pikford góður í markinu.og James Rodrikes góður .En allt liðið var mjög gott.Og vörninn var mjög góð.3 góð stig

  5. Einar Gunnar skrifar:

    Mjög sáttur, höfum átt erfiða tíma gegn Tottenham. Erum greinilega búnir að styrkja liðið. En leikmannakaupin síðustu glugga ekki verið að skila liðinu fram á við. Vona að þessi byrjun gefi fyrirheit um baráttu um efstu sætin.

  6. Georg skrifar:

    Flottur leikur hjá okkar mönnum. Kom manni skemmtilega á óvart að sjá alla þrjá byrja (James, Doucoure og Allan) en allir voru þeir mjög flottir í dag. Allt liðið heilt yfir mjög flott og Pickford átti frábæran leik. Átti flottar vörslur í fyrri og var mjög öflugur í teignum, átti þó aðeins of margar misheppnaðar sendingar fram í dag en bætti sannarlega fyrir það með sinni frammistöðu í markinu. Virkilega flott að ná í 3 stig úti gegn Tottenham í fyrsta skiptið í 12 ár á þeirra heimavelli. Ansi langt síðan maður hefur séð svona heilsteypta miðju.

  7. Gunnþór skrifar:

    Sammála Gogga klár batamerki á liðinu miðjan orðinn þéttari og gæðin meiri vorum bara betri en spurs í dag vonandi höldum við svona áfram

  8. ólafur már skrifar:

    Risa 3 stig í dag gegn slöku liði Spurs áttum nánast leikinn fyrir utan nokkur móment hjá þeim ég sjálfur spáði skitu því ég bjóst við að við myndum detta í ruglið en við tókum bara sigur og það er geggjað en er Risinn vaknaður?? Lifi stórveldið

  9. Finnur skrifar:

    Gaman að sjá nýliðana okkar þrjá eiga frábæran fyrsta leik sinn í Everton treyju og rætt var um í útsendingunni að þeir hefðu verið bestu leikmenn vallarins. Sérstaklega var gaman að fylgjast með James Rodriguez, sem var sífellt að leita að (og finna) Richarlison með frábærum sendingum.

    Rodriguez dalaði aðeins er leið á (enda ekki spilað mikinn fótbolta undanfarið) en var einstaklega líflegur í fyrri hálfleik og er ekki bara með gott auga fyrir sendingum því hann er mjög framsækinn í hugsun og skapaði fjölmörg færi, eins og þau á BBC tóku eftir þegar þeir völdu hann mann leiksins: 

    „Rodriguez, in particular, stood out, with his quality passing and created five opportunities for his team-mates, the most by a player on their Premier League debut since Alexis Sanchez back in August 2014.“

    Allan vakti verðskuldaða athygli líka en hann var valinn maður leiksins bæði hjá þeim sem stjórnuðu útsendingunni og á Sky Sports vefsíðunni.

    Jose Mourinho hafði fyrir daginn í dag aldrei tapað upphafsleik í Úrvalsdeildinni. Það var gaman að hlusta á hann útskýra tapið eftir leik:

    „Against good teams like Everton, with good technical players, if you let them play from the back they are comfortable. They are very good players technically, people that like to have the ball and build. If you don’t press them, you are giving them, lets say, the ammunition for their game“. 

    Carlo Ancelotti er með ágætis tölfræði líka þegar kemur að upphafsleikjum í Úrvalsdeildinni, en hann hefur nú unnið þrjá af þremur og aðeins Pep Guardiola er með betri tölfræði (einnig 100% en í fjórum tilraunum).

    Næsti leikur er gegn Salford í bikarnum á miðvikudagskvöld kl. 19:15.

  10. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Frábær sigur í dag og liðið lítur bara vel út. Það virðist vera gott jafnvægi í því og mjög gott skipulag. Erfitt að benda á einhvern einn sem mann leiksins en ég ætla að velja Pickford, vörslurnar hans í fyrri hálfleik björguðu stigunum. Vonandi heldur hann og allt liðið áfram á þessari braut.

  11. Finnur skrifar:

    Ég er að lepja upp allt sem ég finn skrifað um leikinn. 🙂

    Hér er skemmtileg lesning…
    https://www.bbc.com/sport/football/54141198

  12. Elvar Örn Birgisson skrifar:

    Geggjað að vinna fyrsta leikinn og það á útivelli og gegn svokölluðu top 6 liði. Nýliðarnir þrír alveg magnaðir og miðjan lúkkar geggjuð við þessa breytingu. Ég spái því samt að Ancelotti bæti við tveimur til viðbótar. Tel okkur vanta miðvörð ekki síst þar sem Holgate er frá í 2-3 mánuði. Verðum að hafa 4 solid miðaverði til skiptanna.

    Pickford var magnaður strákar, magnaður. Eina sem hann gerði ekki vel voru löngu boltarnir fram, of oft alltof langt eða útaf vinstra megin.

    Allan er eins og ryksuga fyrir framan vörnina, svakalegur bara og Doucoure líka og góður framávið einnig. Sendingar Rodriguez magnaðar og a eftir að eiga margar stoðsendingar í vetur, klárlega bæði á Richarlison og Lewin.

    Richarlison er svo geggjað duglegur og óheppinn að skora ekki.

    Vonandi höldum við áfram að safna stigum og höldum okkur bara þar sem við erum núna.

    Maður getur ekki annað en verið bjartsýnn eftir þessi kaup og þessa byrjun.

  13. Finnur skrifar:

    James Rodriguez og Calvert-Lewin í liði vikunnar að mati BBC:
    https://www.bbc.com/sport/football/54151622

  14. Finnur skrifar:

    Og Pickford með eina af 5 bestu vörslum umferðarinar.
    https://www.mbl.is/sport/enski/2020/09/15/mognudustu_vorslur_helgarinnar_myndskeid/

    Hélt reyndar áður en ég sá vídeóið að þar væri ætlunin að velja hina stóru vörsluna hans, en þær voru báðar flottar… 🙂

  15. þorri skrifar:

    Sælir félagar getur einhver sagt mér hvört það sé hægt að horfa á deildarbikarleik hjá okkar mönnum sem er í kvöld

  16. þorri skrifar:

    hann er sýndur á stöð 2 sport 2 ég veit ekki hvort hann sé opinn eða læstur

  17. Ari S skrifar:

    Þeir sem eru með sky sport stöðvarnar geta horft á leikinn.