Mynd: Everton FC.
Everton lék í kvöld við Sheffield Wednesday á útivelli í deildarbikarnum en þeir voru í 9. sæti ensku B deildarinnar þegar flautað var til leiks, þremur stigum frá umspilssæti eftir 8 leiki.
Leikurinn var ekki í beinni útsendingu og leikskýrslan því í styttri kantinum, enda bara hægt að hlusta á leikinn.
Uppstillingin: Pickford, Digne, Mina, Holgate, Sidibé, Davies, Delph, Bernard. Iwobi, Richarlison, Calvert-Lewin.
Varamenn: Lössl, Keane, Gylfi, Walcott, Schneiderlin, Coleman, Kean.
Everton byrjaði leikinn afleitlega, þegar Tom Davies gaf slæma sendingu aftur sem leikmenn Sheffield Wednesday komust inn í en Pickford reddaði málunum með góðri vörslu.
En þá hófst þáttur Dominic Calvert-Lewin sem skoraði tvö mörk á fjögurra mínútuna kafla. Sidibé með stoðsendingu frá hægri í fyrra markinu. Iwobi með stoðsendingu í seinna markinu. Staðan allt í einu orðin 0-2 fyrir Everton eftir aðeins 10 mínútna leik. Og Calvert-Lewin fékk tækifæri á þrennunni stuttu síðar, en brást bogalistin.
0-2 í hálfleik.
Minni hasar í seinni hálfleik. Everton náði ekki að hrista Sheffield Wednesday almennilega af sér og öðru hvoru voru þeir nærri því að minnka muninn. Everton átti líka færi — ekki þó jafn góð og í fyrri hálfleik, að því er virtist.
Theo Walcott kom inn á fyrir Richarlison á 67. mínútu, Gylfi inn á fyrir Bernard á 74. mínútu og Schneiderlin inn á fyrir Delph á 90. mínútu.
Eftir fjögurra mínútna viðbótartíma flautaði dómarinn til leiksloka. Everton komið áfram í bikarnum.
Uppfært 25. sept: Hægt er að horfa á helstu atriði leiksins hér:
Það er jafn öruggt og amen í kirkju að Wednesday slær okkur út úr þessari keppni í kvöld.
Þetta fer 2-0 fyrir Sheffield.
þetta er hætt að vera fyndið Ingvar 😉
Komið 2 -0 geggjað😀
Mikilvægur sigur fyrir sjálfstraustið. Gott að fá 2 mörk frá DCL.
Næst er auðveldur heimaleikur gegn City
Ja hérna! Nú er ég meira en lítið hissa. Venjulega kemst Everton ekki svona langt í þessari keppni en þetta er hið besta mál.
Það er komið inn vídeó með klippum úr leiknum (sjá hér að ofan).
Everton fær heimaleik gegn Watford í næstu umferð. Umferðin í heild sinni er annars:
EVERTON vs WATFORD
OXFORD vs SUNDERLAND
CHELSEA vs MAN UTD
CRAWLEY TOWN vs COLCHESTER
BURTON vs LEICESTER
MAN CITY vs SOUTHAMPTON
ASTON VILLA vs WOLVES
LIVERPOOL vs ARSENAL
Alls ekki slæmt, og hefði getað verið verra. Ekki leiðinlegt að LivArs og CheManU drógust saman. En að sjálfsögðu er ekkert unnið fyrirfram. Kv.Ari
Tom Davis var hrikalega dapur, tel hann ekki eiga neitt erindi í byrjunarlið Everton. 3 mörk hjá DCL í tveimur seinustu leikjum er gott og vonandi heldur hann því áfram en satt best að segja er ég ekki að deyja úr bjartsýni hvað það varðar. Held að Kean og/eða Richarlison séu betri í fremstu stöðu.
Sidibe gæti tekið sæti Coleman áður en langt um líður, flottur í þessum leik hann Sidebe.
Pickford solid og Mina er alveg drullu sterkur.
Iwobi einnig að spila vel og flott stoðsending í leiknum.
Easy 3 stig heima á laugardaginn.