Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
West Ham – Everton 0-2 - Everton.is

West Ham – Everton 0-2

Mynd: Everton FC.

Everton á leik við West Ham á útivelli í dag, kl. 17:30.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Zouma, Keane, Coleman, Gueye, Gomes, Richarlison, Gylfi, Bernard, Calvert-Lewin.

Varamenn: Stekelenburg, Baines, Jagielka, Davies, Lookman, Walcott, Tosun.

Frábær byrjun á leiknum hjá Everton, sem virkuðu beittari í sóknaraðgerðum frá fyrstu mínútu og vinnslan í liðinu án bolta frábær. Alltaf mættir tveir á hvern West Ham mann og unnu boltann af þeim trekk í trekk.

Everton uppskáru mark strax í byrjun eftir horn frá Gylfa frá hægri á 5. mínútu. Zouma gerði þá vel í að losa sig við varnarmann í dekkunn og skallaði boltann í jörðina og þaðan upp í samskeytin, yfir varnarmann West Ham við stöngina sem reyndi að skalla frá án árangurs. 0-1 Everton.

West Ham menn áttu í vök að verjast í kjölfarið og fjórum sinnum þurfti Fabianski, markvörður West Ham, að taka á honum stóra sínum — fyrst eftir skot frá Calvert-Lewin, svo Gylfa, sem náði frákastinu og skoti kjölfarið. Og að lokum varði hann frá Digne í næstu sókn, þegar hann reyndi að smeygja boltann frá vinstri yfir á fjærstöng. Calvert-Lewin átti svo skalla að marki sem Fabianski varði vel. Þeir sluppu svo enn og aftur með skrekkinn þegar Bernard sendi flottan bolta fyrir mark frá vinstri, sem rúllaði framhjá Fabianski í markinu en fór framhjá þremur sóknarmönnum Everton og tveimur varnarmönnum West Ham. Annað mark Everton lá í loftinu — eiginlega orðið vandræðalega auðvelt fyrir Everton að komast í færi.

Það var hins vegar ekki fyrr en á 33. mínútu sem Everton náði loks að bæta við marki eftir frábæran undirbúning frá Coleman og Richarlison. Coleman sendi á Richarlison og tók hlaupið upp hægri kant, aftur fyrir vinstri bakvörð West Ham. Richarlison sá hlaupið og sendi frábæra stungu inn fyrir og Coleman komst þar með einn upp að marki og þurfti bara að senda fyrir á Bernard á fjærstöng sem potaði inn í opið mark. 0-2 fyrir Everton!

Richarlison náði lúmsku skoti á 39. mínútu sem Fabianksi varði með fætinum. Fátt um svör frá West Ham, annað en tvö langskot og tvö horn rétt fyrir hálfleik. Lítil hætta.

Engin breyting á Everton liðinu í hálfleik, en tvöföld skipting hjá West Ham, sem loksins fóru að ná saman nokkrum snertingum án þess að missa boltann. Engin teljanleg færi þó framan af.

Everton með góða stjórn á leiknum í seinni hálfleik og klárlega að reyna að verja forystuna og reyna að refsa West Ham fyrir að þurfa að taka sénsa. En sjálfstraust West Ham var einfaldlega horfið og þeir náðu aldrei að ógna. Everton átti fyrir vikið betri færi í seinni hálfleik.

Calvert-Lewin átti nokkrar tilraunir á mark, en án árangurs. Richarlison fékk hins vegar besta færi seinni hálfleiks eftir hornspyrnu frá Gylfa, en Richarlison, sem fékk frían skalla, skallaði boltann í neðanverða slána og út. Mjög óheppinn að skora ekki.

Davies kom inn á fyrir Gylfa á 85. mínútu og Tosun inn á fyrir Calvert-Lewin á 87. mínútu. Þulurinn átti góða línu stuttu áður, þegar hann sagði: „Tom Davies has only been on the field for five seconds and has already gotten more touches than the West Ham players“. 🙂

Þetta var þannig dagur hjá West Ham og leikur Everton að mestu óaðfinnanlegur. Frábær frammistaða og vonandi það sem koma skal.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Coleman (7), Keane (7), Zouma (8), Digne (8), Gueye (7), Gomes (7), Richarlison (8), Sigurdsson (8), Bernard (8), Calvert-Lewin (7). Þrír leikmenn West Ham náðu 6 í einkunn, restin var lægri. Maður leiksins: Bernard.

13 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    frábær fyrri hálfleikur og liðið að spila nánast óaðfinnanlega. Virðast loksins komnir í leikform enda ekki seinna vænna 30. mars ????

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Flott frammistaða og góður sigur hjá okkar mönnum en þetta átti að vera game over fyrir hlé. Hefði viljað fleiri mörk.

  3. Elvar Örn skrifar:

    Ég var á Goodison þegar Everton unnu Chelsea í seinustu umferð og voru ansi flottir í seinni hálfleik og flottur sigur þar. Í dag spiluðu þeir enn betur og áttu að mínu mati besta hálfleik (þann fyrri) leiktíðarinnar í dag.
    Everton voru ansi rólegir fyrstu 10 mínútur síðari hálfleiks en voru síðan ansi flottir það sem eftir lifði leiks og West Ham áttu hreinlega ekki séns í dag. Vel gert Everton og Arsenal heima í næsta leik, við gætum unnið ef við spilum áfram svona vel og 7 sætið er séns eftir allt saman.

  4. þorri skrifar:

    frábær leikur hjá okkar mönnum og hvergi veikan blett að finna

  5. Orri skrifar:

    Góður leikur hjá okkar mönnum í dag og sannfærandi sigur West Ham sá aldrei til sólar í þessum leik,nú er bara að klára tímabilið með stæl og skila okkur í 7 sætið í vor.

  6. Ari G skrifar:

    Frábær leikur Everton í dag. Sennilega besti leikur Everton í vetur sem ég man eftir. Allir spiluðu mjög vel en ég vel ZOUNA og Bernard menn leiksins. Er Everton loksins að vakna. Everton eru með marga frábæra leikmenn sem geta spilað frábæran leik ef þeir eru samtaka. Núna er bara að stefna á 7 sætið er mjög raunhæfur möguleiki núna.

    • Orri skrifar:

      Sæll Ari G. Ég er sammála þér með valið á mönnum leiksins.

    • Elvar Örn skrifar:

      Bernard var rosalega góður og Zouma líka og báðir með mark sem setur þá kannski enn ofar á listann sem maður leiksins. Mér fannst samt Gomez truflað góður á miðjunni og leit út eins og karlmaður að leika gegn guttum, ef Gomez hefði skorað hefði hann toppað hina tvo sem maður leiksins.
      Annars svakalega flott frammistaða hjá öllum og rosalega áhugavert að sjá hvað Everton gerir gegn Arsenal í næsta leik á Goodison.

  7. Gunnþòr skrifar:

    Frábærar fréttir að liðið hafi spilað vel flottur sigur á erfiðum útivelli væri frábært að ná evrópusæti.

  8. Finnur skrifar:

    Lánsmaðurinn, Kurt Zouma, í liði vikunnar að mati BBC:
    https://www.bbc.com/sport/football/47767603

  9. þorri skrifar:

    Sælir félagar logins kominn í samband.Mit mat everton hefur ekki verið mjög samfærandi það sem komið er af þessu tímabili.Það hefur komið ein og ein leikur en ekki meira.Fyrr en síðustu 2 leikir sem maður sér hversu góður þeir eru.Vonandi er þetta komið hjá þeim og stefnan set á Evrópukeppinna á næsta ári hvað seigið þið um það

  10. Elvar Örn skrifar:

    Coleman er einn fimm leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar sem leikmaður mánaðarins fyrir mars. Kallinn að rífa sig upp úr meðalmennsku sem boðar gott.

  11. Þorri skrifar:

    Eru menn klári fyrir leikinn á eftir.Mig hlakkar til en er staddur í noreg og og get ekki verið með ykkur en ælta að horfa á leikinn hér og seigi ÁFRAM EVERTON og við vinnum