Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Brighton – Everton 1-0 - Everton.is

Brighton – Everton 1-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Pickford, Mina, Keane, Zouma, Digne, Gomes, Gueye, Coleman, Bernard, Richarlison, Walcott.

Varamenn: Stekelenburg, Baines, Jagielka, Gylfi, Davies, Niasse, Calvert-Lewin.

Keane fékk frían skalla á mark á 12. mínútu eftir hornspyrnu en hitti ekki markið. Hefði átt að gera betur þar. Að öðru leyti lítið um færi fyrstu 20 mínúturnar.

Brighton fékk ágætt færi á 15. mínútu, en Pickford varði skot frá þeim glæsilega. Sóknarmaður Brighton braut á Pickford í kjölfarið en þeir fengu samt óáreittir að taka skot á mark, sem Coleman blokkeraði.

Everton herti svo þumalskrúfuna eftir um 25 mínútna leik og fengu þrjú færi með tveggja mínútna millibili hvert. Eitt eftir tvenn markvarðarmistök í röð hjá Button, markverði Brighton, sem missti frá sér bolta sem hann átti að grípa auðveldlega. Boltinn slóst svo í fæturnar á varnarmanni næst þegar hann ætlaði að grípa boltann og boltinn fór þar með til RIcharlison sem náði skoti á mark en (réttilega) dæmdur rangstæður. Stuttu síðar náði Richarlison að stela bolta af varnarmanni og bruna inn í teig. Nýtti styrk sinn vel og hélt varnarmanni frá sér og náði föstu skoti með vinstri, nokkuð nálægt marki vinstra megin, en náði ekki að koma boltanum framhjá markverði. Síðan fékk Coleman færi innan teigs nálægt marki en í stað þess að skjóta strax, reyndi hann að sóla varnarmann sem seldi sig ódýrt en annar varnarmaður þá mættur til að blokka.

Everton betra liðið í fyrri hálfleik og fékk betri færi en markalaust í hálfleik.

Everton komst hins vegar aldrei almennilega í gang í seinni hálfleik en Brighton menn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti. Þeir náðu að auka pressuna statt og stöðugt á mark Everton eftir því sem á leið. Fengu fyrst upplagt færi á 56. mínútu eftir aukaspyrnu frá vinstri. Náðu fríum skalla á mark en Pickford varði meistaralega og boltinn yfir markið.

Þeir skoruðu svo algjört grísamark eftir hornspyrnu á 59. mínútu þegar hvorugt liðið náði að skalla boltann og boltinn hrökk af fæti Gomes, beint yfir á sóknarmann Brighton sem stóð óvaldaður alveg upp við mark (vel rangstæður ef þetta hefði verið sending frá samherja). Löglegt mark, en algjör óheppni. Brighton alltaf skorað í sínum leikjum á heimavelli á tímabilinu og það hélt áfram í dag.

Lukkudísirnar voru svo aftur með þeim tveimur mínútm síðar þegar Richarlison náði skoti innan teigs, í gegnum klofið á varnarmanni en Button varði boltann í innanverða vinstri stöngina og út. Örlítið lengra til hægri og þetta hefði verið mark.

Silva blés til sóknar, skipti Gylfa inn á fyrir Mina og breytti þar með úr þriggja manna varnarlínu í fjögurra. Dominic Calvert-Lewin kom inn á fyrir Gomes á 72. mínútu og Niasse inn á í lokin, fyrir Bernard, á 80. mínútu.

Zouma var mjög óheppinn að skora ekki á 85. mínútu þegar Gylfi sendi frábæran bolta fyrir inn í teig, úr aukaspyrnu utan af kanti hægra megin. Zouma reis þar hæst, fékk frían skalla fyrir framan markið en boltinn í slána. Annað skiptið sem boltinn endar í tréverkinu. Svona stöngin út dagur, eins og það er kallað.

Everton fékk eitt tækifæri í blálokin til að jafna, úr skoti frá Zouma en skotið laust og Button ekki í vandræðum með það. Brighton stóðu því uppi sem sigurvegarar í dag.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Digne (6), Coleman (6), Keane (6), Zouma (6), Mina (5), Gueye (6), Gomes (5), Walcott (5), Bernard (6), Richarlison (6). Varamenn: Sigurdsson (6), Niasse (5), Calvert-Lewin (5).

35 Athugasemdir

  1. Einar Gunnar skrifar:

    Hvað skal segja, láta Gylfa vera á bekknum. Vil sjá liðið koma með fullum þunga inn í leikinn frá fyrstu mínútu og Gylfi er leikmaðurinn til að stíga upp og sýna fordæmið. Það á ekkert annað að vera í boði. Vonandi að Gomes og Gueye sýni hvað í þeim býr. Óttast að hægri vængurinn verði ekki nægilega hraður/sterkur. En hvað veit ég, KOMA SVO!!

    • Ari S skrifar:

      Mig grunar að þetta sé frekar Gylfi að hvíla sig frekar en annað. En hvað veit ég?

  2. Diddi skrifar:

    verð hundóánægður ef við skorum ekki 5 í dag 🙂 COYB

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Við vinnum aldrei í svörtu, þetta fer 2-1 fyrir Brighton.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það var ekki mikið til að hrópa húrra fyrir í þessum fyrri hálfleik.
    Ef við skorum ekki á fyrstu 10 til 15 mínútunum í seinni hálfleik, þá vil ég sjá Gylfa koma inn fyrir Mina og kannski DCL eða Niasse fyrir Walcott.

  5. Ari S skrifar:

    Við skorum 2 í blálokin og vinnum 1-2. Bernard og Mina skora.

  6. Gunnþòr skrifar:

    Það er átakanlegt að horfa á þetta lið okkar.

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég vil Niasse inn á fyrir fýlupokann Richarlison.

  8. Diddi skrifar:

    RobertE, ég vona að það komi einhvern tímann sigur sem bætir fyrir þetta tap. Það er þinn tebolli 🙂

  9. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Everton the team that never fails to disappoint.😡🤬🤬🤬🤬🤬🤬🤬🤬

  10. Gunnþòr skrifar:

    Eins og spilamenskan er búinn að vera er Everton liðið eitt af slakari liðunum í deildinni.

    • Orri skrifar:

      Þetta er ekki sanngjarnt hjá þėr Gunnþòr.

      • Einar Gunnar skrifar:

        Gunnþór er ekki að vaða neinn reyk hér.
        Maður spyr sig einnig hvað sé að frétta á æfingasvæðinu á milli leikja, hver er samkeppnin um sæti í byrjunaliðinu, er ekki hægt að fara fram á einhven stöðugleika.

    • Diddi skrifar:

      Gunnþór hittir naglann eins og venjulega 🙂 Ef ég vissi ekki betur þá héldi ég að hann væri smiður 🙂

    • Elvar Örn skrifar:

      Það er alveg klárt Gunnþór að þú hefur ekki horft á alla leiki Everton í ár. Ekki allir góðir en jeminn hvað liðið er að spila betri bolta en í fyrra.
      Það er líka alveg klárt að ef þú skiptir þremur út í varnar línunni að þá tekur það tíma að ná balance, en það þurfti klárlega að skipta út þar. Williams, Baines og Jagielka bara allir komnir á tíma.

  11. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Enn einn leikurinn þar sem menn eru ennþá í búningsklefanum eftir að seinni hálfleikur er byrjaður.
    Gomez fannst mér arfaslakur í dag og mér finnst hann reyndar hafa verið það í síðustu þremur leikjum.
    Richarlison var ömurlegur í dag og Walcott enn verri.
    Zouma, Keane og Pickford voru skástir af okkar mönnum í dag og Zouma hrikalega óheppinn að skora ekki.

    Þar sem stöðugleikinn í liðinu okkar er stöðugt enginn þá er nokkuð ljóst að eini möguleiki okkar að komast í Evrópukeppni á næsta tímabili er að vinna bikarinn eða þá að tapa úrslitaleiknum fyrir liði sem þegar er búið að tryggja sér sæti í Evrópukeppni.

    Ég er ekki bjartsýnn.

  12. Elvar Örn skrifar:

    Ekki góð frammistaða í dag. Klassískt að setja boltann í stöng og þverslá og ná ekki að skora. Að því sögðu get ég ekki sagt að þetta hafi verið sanngjarn sigur. Gomez arfaslakur og hefur dalað. Fannst Everton ekki mega við því að setja Gylfa a bekkinn og ég hefði viljað sjá Dowell (veit samt að hann er farinn á láni) í hans stað ef hann þurfti að hvíla.
    Útivalla grýlan enn til staðar en vonandi tökum við sigur heima gegn Leicester a fyrsta degi ársins 2019.

  13. Elvar Örn skrifar:

    Þess má geta að jólagjöfin í ár var ferð á Everton – Chelsea þann 15 mars fyrir alla fjölskylduna og kemur Georg og family einnig með. Ef fleiri fjölskyldur hafa áhuga þá endilega heyrið í okkur.
    Auðveldur heimasigur þar klár.

  14. Ari G skrifar:

    Ekki góður leikur hjá Everton í dag en samt ósanngjarnt að tapa jafntefli sanngjörn úrslit. Vill prófa að breyta um leikkerfi gegn lélegu liðunum. 4-4-2
    Prófa Lewin og Tosun saman sem framherja og hafa Richarlison og Walcot/Lookman á köntunum. Vill bara hafa einn varnarsinnaðan miðjumann Gana og auðvitað Gylfa í holunni. Vörnin er sjálfskipuð nema valið stendur á milli Mina eða Zouma með Keene sem mér finnst stöðugastur af þeim 3. Svo má alltaf henda inn Gomes, Bernard inná í seinni hálfleik.

  15. Ari G skrifar:

    Mér fannst Gana vera besti leikmaður Everton í dag sennilega mikilvægasti leikmaður okkar ásamt Gylfa mín skoðun. Vörnin er miklu betri þegar Gana er með.

    • Elvar Örn skrifar:

      Sammála með Gana, hann er ómissandi, en McCarthy gæti bakkað hann upp ef hann er fjarri.

  16. RobertE skrifar:

    Er feginn að hafa ekki séð þennan leik, Everton á að gera betur en þetta, ætla að hringja í Silva og heimta sigur á móti Leicester.

    • Ari S skrifar:

      Segi það sama, feginn að hafa ekki séð leikinn. Láttu vita hvað hann segir. Ég skal hringja í Brands og láta hann kaupa striker í Jan. Bara fyrir okkur stuðningsmennina