Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Brighton 3-1 - Everton.is

Everton – Brighton 3-1

Mynd: Everton FC.

Everton mætti Brighton í dag, sem voru á fljúgandi siglingu — höfðu unnið alla sína þrjá leiki í október án þess að fá á sig mark en tölfræði þeirra á Goodison Park afleit — enginn sigur í 6 tilraunum (og nú 7). Everton á ágætri siglingu líka, reyndar, með þrjá sigra af fjórum mögulegum í deild, fyrir þennan leik. En þetta reyndist nokkurn vegin einstefna í þessum leik þar sem Everton var mun sterkari aðilinn og nær ekkert um færi hinum megin.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Keane, Zouma, Coleman, Gueye, Gomes, Bernard, Gylfi, Lookman, Richarlison.

Varamenn: Stekelenburg, Baines, Mina, Davies, Lookman, Calvert-Lewin, Tosun.

Gylfi reyndist aðal ógnun Everton á fyrstu mínútunum. Komst í úrvalsfæri á 5. mínútu, fékk boltann frá hægri frá Coleman inni í teig. Var óvaldaður nálægt marki en hitti boltann illa.

Brighton fengu horn á 25. mínútu en Everton náði skyndisókn í kjölfarið, Gylfi brunaði hratt upp vinstri kant, gaf á Bernard, hélt áfram hlaupinu og fékk hann strax til baka. Sendi svo stungu inn fyrir vörn Brighton á Richarlison sem þrumaði inn yfir hausinn á markverði Brighton. 1-0 Everton.
Ekkert minna en Everton átti skilið, enda verið í sókn nær allan tímann. Eina markverða frá framlínu Brighton var þegar þeir nældu sér í horn á 33. mínútu, sem þeir náttúrulega skoruðu úr. Sýndist markið reyndar vera ólöglegt vegna bakhrindingar, en dómari dæmdi mark. [Nei, ég tek þetta til baka eftir að hafa horft á endursýningu í hálfleik]. Allavega, staðan þarna orðin 1-1, þvert gegn gangi leiksins. Og þannig var það í hálfleik
Everton byrjaði seinni hálfleik af miklum krafti og voru hársbreidd frá því að skora strax. Gana átti skot í innanverða hægri stöng og út til vinstri og þaðan kom fyrirgjöf fyrir mark sem Walcott á fjærstöng hefði átt að pota inn í autt mark (en hitti ekki boltann). En markið kom að lokum þegar Coleman fékk boltann óvænt rétt utan við teig og hann tók eina snertingu og skaut í gegnum þvöguna. Inn alveg við vinstri stöngina. 2-1 Everton.
Lookman var skipt inn á fyrir Bernard á 67. mínútu en Lookman náði einhvern veginn ekki að setja mark sitt á leikinn.
Það kom hinsvegar í hlut Richarlison sem skoraði þriðja mark Everton á 77. mínútu og átti það alveg skuldlaust. Las leikinn vel, pressaði miðverðina og komst inn í sendingu þeirra á milli. Komst einn inn fyrir og lék á markvörð. Eftirleikurinn auðveldur. 3-1 fyrir Everton.
Calvert-Lewin kom inn á fyrir Walcott á 83. mínútu og Richarlison þá færður yfir á hægri kant. Gylfi fór svo út af fyrir Mina á 89. mínútu. Fyrsti leikur Mina með Everton. Í millitíðinni náðu Brighton sjaldgæfu skoti á mark Everton en beint á Pickford sem varði.
Ekki urðu færin fleiri í leiknum. Nokkuð auðvelt í seinni hálfleik. Flottur sigur í dag.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Coleman (7), Keane (7), Zouma (7), Digne (7), Gomes (7), Gueye (7), Walcott (7), Sigurdsson (7), Bernard (7), Richarlison (8). Varamenn: Lookman (5). Richarlison valinn maður leiksins.

27 Athugasemdir

  1. Eirikur skrifar:

    1-0

  2. Teddi skrifar:

    Sammála Eiki, nánast gulltryggt 1-0.

  3. Finnur skrifar:

    Everton rústar þessu. 1-0.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Verðum rændir í dag, þetta fer 1-2 fyrir Brighton.

  5. Eirikur skrifar:

    Góður sanfærandi sigur.

  6. Elvar Örn skrifar:

    Ansi flottur leikur hjá okkar mönnum í dag.
    Gana var geggjaður, Gomez flottur og Richarlison, Gylfi, Keane, Coleman og Digne fínir líka. Walcott fínn framanaf en dalaði ansi mikið í seinni og klúðraði dauðafæri. Zouma átti að gera betur í markinu þeirra og Mina mun koma í hans stað í næsta leik þar sem Zouma má ekki leika gegn Chelsea.
    Everton ekki svo langt frá Evrópu sæti og liðið að spila flottan bolta.

    • Einar Gunnar skrifar:

      Góð niðurstaða hjá liði sem á enn meira inni. Náði því miður ekki að sjá leikinni en úrslitin hlýja á köldum degi 🙂

  7. Jón Ingi Einarsson skrifar:

    Flottur leikur.
    Gaman að sjá nýju mennina spjara sig vel.
    Flott að sjá Colemann skóra, ber fyrirliðabandið vel.

  8. Elvar Örn skrifar:

    6 mörk í 7 leikjum hjá Richarlison. Ég var á því að hafa hann ekki frammi en Silva veit betur.
    Var svo klikkaður að horfa á leikinn aftur og gvuð hvað Gana var geggjaður og Gomes með bara þriðja leikinn sinn og verið magnaður í þeim öllum.

    • Diddi skrifar:

      ekki hissa þótt þér þyki Keane góður núna, þér þótti það í fyrra þó að hann hefði verið fótalaus og í alltof stórum skóm 🙂

      • Elvar Örn skrifar:

        Sagði aldrei að Keane hafi verið góður í fyrra. Sagði bara ekki rétt að gefa honum ekki lengri séns því hann ætti eftir að koma til baka sterkur í ár eins og hann var sterkur árið áður með Burnley.
        Þú veist að Keane átti í vandræðum með vinstri hliðina á sér, stór hnúður sem aftraði honum. Þessi hnúður dróg úr honum máttinn eins og gerist stundum. Eftir að hann var fjarlægður þá er hann sem nýr maður. Ég var líka feginn að losna við Ashley hnúð Williams. 🙂

        • Diddi skrifar:

          Ólíkt þér þá vildi ég aldrei williams

          • Elvar Örn skrifar:

            Hehe rólegur Diddi,þú nærð mér ekki svona auðveldlega. Williams var allt í lagi fyrst (örfáa leiki) þegar hann kom en hann var aldrei leikmaður sem ég vildi. Heilt yfir einn versti varnamaður sem Everton hefur haft.
            Ég var reyndar alltaf pínu spenntur fyrir Funes Mori, það var eitthvað við hann sem heillaði mig.
            Fyrst Everton losaði sig við Mori og Williams þá hefði verið klikkun að losa sig líka við Keana á sama tíma, það sagði ég amk marg oft hér á spjallinu,,,,,og hafði auðvitað rétt fyrir mér.

  9. Teddi skrifar:

    #takkGylfi

  10. Diddi skrifar:

    Ég vil kaupa Andre Gomez, STRAX

  11. Finnur skrifar:

    Væri alveg til í það. Grunar að Gomes sé líka alveg til í að gera þetta samband aðeins meira varanlegt og okkar stuðningsmenn held ég séu klárlega til í það.

    Á meðan við bíðum þess 🙂 þá er rétt að geta þess að Richarlison var valinn í lið vikunnar að mati BBC:
    https://www.bbc.com/sport/football/46090434

  12. Gunnþòr skrifar:

    Snilldar úrslit sá ekki leikinn en skilst að everton liðið hafi spilað vel og nú er bara að spila svona vel á næsta sunnudag og á móti þessum svokölluðu toppliðum þá fer þetta að verða alvöru hjá okkur.

    • Diddi skrifar:

      ef þessi stjóri hefur pung til að mæta „stóru“ liðunum eins og Eddie Howe lét sitt lið vaða í manutd um helgina þá væri nú gaman. Það þýðir ekkert að mæta þeim alltaf á Moyes íska vísu, þ.e. með óttablandinni virðingu. Það hefur aldrei skilað neinu 🙂

  13. Elvar Örn skrifar:

    Svo virðist sem vináttuleikur Everton og Gor Mahia kl 19 í kvöld verði sýndur beint á Youtube.

  14. Teddi skrifar:

    *Like*

  15. Ari S skrifar:

    Og nú er Michael Keane kominn í landsliðið! Til hamingju Diddi og Orri 🙂

    • Diddi skrifar:

      Æi greyið mitt! phil neville var líka í landsliðinu

      • Ari S skrifar:

        Þetta er alltaf að verað betra og betra… Gylfi besti leikmaður Everton hingað til og Michael Keane kominn í landsliðið á ný…

    • Orri skrifar:

      Sæll Ari.Ekki gleymaRooney.

      • Ari S skrifar:

        Sæll Orri minn, já flott fyrir Rooney að fá þennan heiðursleik sem hann á svo sannarlega skilið.