Mynd: Everton FC.
Uppstillingin: Stecklenburg, Baines, Keane, Jagielka, Coleman, Schneiderlin, Davies, Dowell, Mirallas, Ramirez, Tosun.
Varamenn: Evans, WIlliams, Niasse, Connolly, Klaassen, Calvert-Lewin, Gylfi, Gana, Hilton, Kenny, Holgate, Hewelt, Pennington, Besic, Vlasic.
Allt annað að sjá til Everton í þessum leik en í þeim síðasta, góð hreyfing á liðinu, flott samspil og skemmtilegur fótbolti. Everton ívið meira með boltann (57%) í fyrri hálfleik og sköpuðu nokkur góð færi. Everton mun betra liðið fyrsta hálftímann en Porto unnu sig svo inn í leikinn undir lok hálfleiksins.
Mirallas átti skot á 8. mínútu rétt utan teigs sem markvörður Porto, Iker Cassilas, þurfti að hafa sig allan við og slá yfir. Dowell átti svo tvö skot að marki af svipuðum stað rétt innan teigs með nokkurra mínútna millibili en varið í báðum tilfellum.
Tosun var mjög óheppinn að skora ekki á 24. mínútu þegar hann átti flott skot innan teigs. Kom boltanum framhjá markverði en í innanverða stöng og út og síðan hreinsað í innkast.
Porto fengu sitt fyrsta færi á 26. mínútu og voru ekki langt frá því að skora úr því. Sending inn í teig frá vinstri þar sem sóknarmaður Porto á nærstöng vinstra megin var næstum búinn að ná að pota boltanum í netið en náði ekki til boltans. Boltinn hélt því áfram stefnu á fjærstöng en Stecklenburg brást fljótt við og varði.
Ramirez svaraði með flottu lágu skoti sem endaði í hliðarnetinu alveg upp við stöng.
Porto fengu svo ágætis skallafæri eftir horn en vel varið hjá Stecklenburg. Þeir náðu svo rétt undir lok hálfleiks að koma boltanum í netið eftir vafasama aukaspyrnu, en markið (réttilega) dæmt af vegna rangstöðu. 0-0 í hálfleik.
Engin breyting á liðunum í hálfleik en Porto byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti. Komust strax á upphafsmínútunum í dauðafæri þar sem vantaði bara mann til að pota inn á fjærstöng en enginn mættur. En þeir náðu örskömmu seinna að sprenga rangstöðugildruna og komast með sóknarmann einn á móti markverði og þeim brást ekki bogalistin þar, renndu boltanum undir Stecklenburg sem kom aðvífandi. 1-0 Porto.
Everton reyndi að skapa færi en samspilið klikkaði yfirleitt þegar boltinn nálgaðist markið.
Porto komust í dauðafæri á 68. mínútu þegar hægri bakvörður þeirra fékk háa sendingu og komst upp að endamörkum en skotið vel varið hjá Stecklenburg.
Sandro átti háa sendingu á Tosun inn í teig á 71. mínútu en Tosun náði ekki að stýra boltanum á markið.
Vlasic inn á fyrir Mirallas á 73. mínútu og Holgate inn á fyrir Jagielka. Besic inn á fyrir Davies.
En Porto menn sigldu þessum 1-0 sigri í höfn. Fyrsti alvöru tapleikur Marco Silva, en samt besta frammistaðan á undirbúningstímabilinu.
Næsti leikur er gegn Blackburn, á fimmtudaginn kl. 18:45.
Keane er og hefur alltaf verið skelfilega lélegur, þurfum að losna við hann og fá Mina í staðinn. Það er alveg hægt að vera með fuglahræðu í staðinn fyrir Keane en Mina er betri kostur. Tosun er óttalegur tréhestur og ekki sá klassa framherji sem okkur vantar, lélegt spil frá honum. Hefðum átt að leggja ofuráherslu á Batsuyai í janúar í staðinn. Shneiderlin er að sýna að hann er frábær miðjumaður og er greinilega kominn í staðinn fyrir tvíburabróður sinn sem var hjá okkur í fyrra sem er bara frímerkjasafnari. Mirallas er hálfviti og hefur alltaf verið, seljann!! Sandro líflegur og vantar smá heppni til að fara að tikka. Dowell er flottur og aðrir voru bara þokkalegir nema við þurfum ekki Niasse áfram. Fannst Silva gera skiptingar of seint og hefði að mínu mati átt að senda fleiri inná í einu í stað þess að drepa tímann með fleiri skiptingum. Annars er ég bara góður 🙂
Everton voru mjög flottir í fyrri hálfleik og voru óheppnir að skora ekki allavega 1-2 mörk. Það dróg aðeins af liðinu þegar leið á leikinn sem er ekki óeðlilegt þgear menn eru ekki í topp standi. Everton átti að mínu mati ekki skilið að tapa leiknum. Markið kemur upp úr því að Davies missir boltann klaufalega á miðjunni og flott sending í gegnum vörn Everton sem verður að marki.
Þetta var langbesti leikurinn sem ég hef séð af Sandro Ramirez, var duglegur að taka menn á eða spila boltanum rétt, sem hefur vantað hjá honum, hann var ekki eins stressaður og hann hefur verið hingað til. Tosun hársbreidd frá því að skora stórbrotið mark eftir frábæra móttöku og plataði einn leikmann Porto svakalega og lobbar boltanum svo í stöngina og út.
Holningin á liðinu var allt önnur í þessum leik og var á stórum köflum mjög flott spil í gangi.
Það munar samt klárlega mikið að vera án Gylfa, Gana og Walcott. Dowell var því miður ekki nógu beinskeyttur í þessum leik, átti 2 fín færi eða dró mjög af honum í þeim seinni.
Að ótengdu máli þá er Richarlison í Medical hjá Everton og var náð mynd af honum í morgun á leið í hana. Það hafa verið ýmsir verðmiðar í fréttum allt frá 30+m punda upp í 50. Þetta er gríðarlega hæfileikaríkur leikaður og er ég mjög sáttur ef við klárum þetta, sem er nánast formsatriði fyrst hann er kominn í Medical.
Reikna með 2-3 leikmönnum á næstu 7 dögum.