Mynd: Everton FC.
Craig Shakespeare við stjórnvölinn í fjarveru Sam Allardyce og hann stillti upp mjög ungu liði í 4-2-3-1 leikaðferðinni. Allt byrjunarliðið hvílt fyrir derby leikinn um helgina og margir ungliðar þar með að fá sitt fyrsta tækifæri með Everton.
Uppstillingin: Robles, Charsley, Besic, Feeney, Baningame, Schneiderlin, Klaassen, Lookman, Vlasic, Mirallas, Hornby. Varamenn: Hewelt, Collins, Duke-McKenna, Denny, Broadhead, Lavery, Gordon.
Everton mun sterkara liðið í fyrri hálfleik og átti betri færi.
Lookman komst í dauðafæri snemma leiks, lék á miðvörðinn en tók extra snertingu upp við mark sem gaf markverði séns á að koma út og loka á hann. Charsley átti stuttu síðar flott skot upp í samskeytin hægra megin eftir góðan undirbúning frá Lookman, en markvörður varði glæsilega í horn.
Markið kom þó loks á 20. mínútu frá Lookman, sem gat þakkað Vlasic það en sá síðarnefndi náði að elta vonlausan bolta sem var að rúlla út af, aftur fyrir endalínu. Vlasic kom í veg fyrir það á síðustu stundu og sendi fyrir, beint á Lookman sem skallaði bara beint upp í þaknetið, enda 163 cm á hæð. 🙂
Lookman bætti svo við öðru marki við átta mínútum síðar með föstu skoti langt utan teigs. Lookman þar með orðinn markahæstur í Europa League, eins og formaðurinn benti á á Ölveri við mikla kátínu viðstaddra.
Appollon áttu tvö skot í kjölfarið sem reyndu vel á Robles en hann var vandanum vaxinn. Appollon skoruðu þó mark á 39. mínútu, beint úr aukaspyrnu, en markið dæmt af vegna rangstöðu. Ekki gott að sjá það af endursýningu hvort það var rétt.
Vlasic fékk svo ágætis skotfæri á 41. mínútu en skotið beint á markvörð Appollon. Ekki mikið markvert annað í fyrri hálfleik, nema það að Besic hefði getað gefið víti með glannalegri tæklingu inni í teig en dómarinn ekki sammála.
Everton því með tveggja marka forskot í hálfleik.
Minna markvert að gerast í seinni hálfleik og leikurinn minna fyrir augað. En Limasol náðu ekki að ógna almennilega í seinni hálfleik og fyrsta almennilega færið kom ekki fyrr en á 56. mínútu þegar Vlasic setti Lookman inn fyrir vörnina með hælspyrnu en Lookman tókst þó ekki að fullkomna þrennuna.
Tvisvar í röð, á 72. mínútu, bjargaði markvörður Appollon úr dauðafæri eftir skot frá Everton, fyrst frá Mirallas en svo Hornby. Hefði verið skemmtilegt að sjá mark frá þeim síðarnefnda í frumraun sinni með aðalliðinu en hann (sóknarmaður) og Harry Charsley (vinstri bakvörður) fengu sitt fyrsta tækifæri og voru í byrjunarliðinu.
Broadhead var svo skipt inn á fyrir Hornby á 82. mínútu — enn einn að koma inn á í fyrsta skipti. En Vlasic setti þriðja markið á 86. mínútu og innsiglaði þar með sigurinn. Átti hann markið skuldlaust en hann náði að pota boltanum framhjá miðverði Appollon sem reyndi að hreinsa fram völlinn og komst Vlasic þar með einn inn fyrir. Auðveld afgreiðsla, staðan orðin 0-3.
Denny kom svo inn á fyrir Charsley á 90. mínútu.
Appollon voru þó ekki langt frá því að minnka muninn rétt fyrir leikslok þegar skot fór í sveig rétt utan við fjærstöng en þar með flautaði dómari leikinn af.
Appollon Limasol 0 – Everton 3.
Flott frammistaða í kvöld og þriðji sigurleikurinn í röð í höfn. Fínt veganesti fyrir derby leikinn um helgina.
gaman að fylgjast með þessum guttum sem voru innanum reynsluboltana. En að hafa ekki unnið þetta lið í fyrri leiknum er eiginlega skammarlegt fyrir reynsluboltana 🙂
Hefðum kannski betur leyft þessum pjökkum að spreyta sig fyrr.
Sammála Ingvar þeir hefðu betur spreyt sig fyrr fyrir okkur.
Hvað gera „reynsluboltarnir“ á sunnudaginn???
það er nú stóra spurningin Gunni minn 🙂
Góðan daginn félagar eru menn ekki orðnir spenntir fyrir deginum skemmtilega í dag. Ég er mjög spentur og fyrir þessum leik því ég held að okkar menn séu komnir í gírinn. Og stóri Sam galdrar eitthvað gott í dag.OG KOMA SVO ÁFRAM EVERTON MENN þEIR VERÐA KÁTTIR OG GLAÐIR