Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Koeman rekinn! - Everton.is

Koeman rekinn!

Mynd: Everton FC.

Everton staðfesti nú rétt í þessu að Koeman sé ekki lengur á launaskrá (lesist: rekinn) 16 mánuðum eftir að hann tók við.

Ekki var tekið fram hver tekur við.

18 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Jæja, vonandi hægt að byrja að rétta við skútuna núna. Skrýtið að hafa upplifað með eigin augum síðasta leik Koeman með Everton…

  2. Þórarinn Jóhannsson skrifar:

    æjæjæj. Sorglegast er að nú er klúbburinn kominn í sama farveg og svo mörg önnur félög. Þeir réðu til sín nýjan þjálfara, dældu peningum inn og heimtuðu árangur á stuttum tíma :/ Það sem mér þótti mest aðdáunnarvert áður var sú tryggð sem félagið átti við stjóra, leikmenn og aðdáendur.

    Ég hafði persónulega miklu meiri þolinmæði heldur en stjórnin hafði 🙂

    Spurning hvað verður nú um 50 milljóna íslendingin og hvort hann hafi jafn greiðan aðgang að liðinu með nýjum þjáfara!?

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Steve Walsh má nú fjúka líka finnst mér. Ég fæ ekki séð hverju ráðning hans hefur skilað.

  4. marino skrifar:

    reddaði deiginum þessi frétt inn með unsworth er til að gefa honum allan þann tima sem hann þarf til að þroskast sem stjori

  5. Ari G skrifar:

    Ég er ekki hissa að Koeman var rekinn. Vandræðalegt að horfa á spilamennsku Everton undanfarnar vikur. Ég skildi aldrei leikuppsetningu Koeman og vonandi breytist hún með komu nýs stjóra. Vonandi getur Everton spilað 4-4-2 með einn varnarsinnaðan miðjumann og 2 sóknarmenn uppá topp en ég býst við að það verði notað 4-5-1 með 2 varnarsinnaða miðjumenn kemur í ljós. Hvaða hugmyndir hafa menn hér hver eigi að taka við lýst ágætlega á stjóra Burnley en þá verður spilaður varnarleikur kannski skiljanlegt fyrst Everton er ekki með heimsklassasóknarmann í dag. Ég tel það ekki skilsamlegt að nota óreyndan stjóra eins og Unsworth hann gæti verið aðstoðarstjóri.

  6. þorri skrifar:

    mér finst 2 koma til greina.Sá sem er með Borðmor og hinn er Mosye nú fer þetta vonandi að koma.

  7. Elvar Örn skrifar:

    Carlo Ancelotti er bestur í djobbið. Ansi erfitt að ná svona stórlax í stjórastól Everton en engin ástæða til annars en að skella maðk á krókinn og vona eftir þeim stóra.

    Vil ekki sjá Moyse aftur og hvað þá Allardyce.
    Líklegastur núna er Sean Dyche sem er stjóri Burnley.

    Ég veit að ansi margir hér telja Everton ekki eiga séns í Ancelotti en skoðum t.d. SkyBet síðuna hvað þetta varðar. Um kl 13 í dag þá var Ancelotti í 6 sæti yfir líklegasta nýja framtíðastjóra Everton, um kaffileitið var hann kominn í fjórða sæti og fyrir kvöldmat kominn í annað sætið með 5/1 líkur á að verða stjóri Everton. Þegar þetta er skrifað eru líkurnar komnar niður í 4/1 og vanalegast eru þessir veðbankar með inside information til að bakka þetta upp.
    Hér má sjá þessa síðu:
    https://www.skybet.com/football/manager-specials/event/21307446

    Hef ekki séð enn tilkynningu um bráðabyrgða stjóra en Unsworth er 99% sá maður. Hann stýrði seinasta leik tímabilsins þegar Martinez var rekinn og þar vann Everton 3-0 gegn Norwich.

    Búið er að staðfesta að Everton rak einnig Erwin Koeman aðstoðarstjóra Everton, Patrick Lodewijks markmanns-þjálfara, Jan Kluitinberg fitness þjálfara og líklega einhverja fleiri.

    Það er mjög áhugavert að sjá hvernig Unsworth mun stilla upp Everton liðinu eftir tvo daga þegar við mætum Chelsea á útivelli í bikarnum og einnig forvitnilegt að sjá hvernig leikmenn muni spila undir hans stjórn.

    McCarthy gæti t.d. spilað þann leik og spurning hvort að Barkley vilji vera áfram með Everton eftir að Koeman er farinn en það virtist eina ástæðan fyrir því að Barkley vildi fara.

    • Finnur skrifar:

      Unsworth á mjög svo skilið að stýra liðinu í næstu leikjum. Ef hann kemur Everton á beinu brautina, til dæmis með sigri á Chelsea á útivelli í bikarnum og þetta smellur og hann vinnur einhverja af næstu deildarleikjum (helst í röð), þá getum við talað um að gefa honum séns í lengri tíma.

      Annars gæti nú verið meira af spennandi nöfnum á þessum Skybet lista, verð ég að segja. En hvað Ancelotti varðar er ég algjörlega sammála Elvari. Mér sýnist hann vera sá eini á þessum lista sem hefur unnið — ekki bara ensku deildina, heldur líka ítölsku deildina, frönsku deildina OG þýsku deildina, að ekki sé minnst á FA bikarinn og Meistaradeildina með tveimur mismunandi liðum. Og þarna er ég bara að tala um Elvar — Ancelotti er með ennþá betri árangur!!! 😉

      En já, ég veit að hann (Elvar, og síðar Ancelotti) vann frönsku deildina með PSG, þýsku deildina með Bayern og Meistaradeildina með Real Madrid. En það er ástæða fyrir því að hann fékk stjórastöður hjá þessum liðum. Enda sést vel að frá því að hann kom Reggiana upp um deild á sínu fyrsta tímabili í sínu fyrsta stjórastarfi hefur hann alltaf unnið titil eða í versta falli komið liði sínu í Meistaradeildina — með öllum liðunum sem hann hefur stýrt hingað til.

      Ég geri mér rétt svo hæfilegar vonir um að þetta gerist en það er ekkert að því að láta sig dreyma.

  8. þorri skrifar:

    getur einhver sagt mér kl hvað leikurinn er á miðvikudaginn

  9. Ari G skrifar:

    Leikurinn er klukkan 18.45 Þorri.

  10. Finnur skrifar:

    Unsworth tekinn við (tímabundið)

    • Elvar Örn skrifar:

      Og John Ebbrell mun aðstoða Unsworth. Munu vonandi bæta liðið og væri geggjað að ná sigri sem fyrst.

      Leikur á morgun gegn Chelsea á útivelli. Hefst comeback Everton á þeim erfiða velli?

  11. Elvar Örn skrifar:

    Thomas Tuchel virðist æ líklegri í stjóra stól Everton.

  12. Ari G skrifar:

    Elvar þú ert með frábærar hugmyndir með næsta stjóra Ancelotte og Thomas Tuchel báðir frábærir stjórar. Allt í lagi að leyfa Unsworth að stjórna nokkrum leikjum og gefa eigendum Everton góðan tíma að finna rétta stjórann ekkert liggur á.

  13. marino skrifar:

    sá blaðamannafundin með rhino áðan og mikið agalega var það fress eg steypti hnefanum 5sinnum i loftið af gleði
    hann sagði við oftar enn koeman a 16man talaði umm okkur sem evertonians og sagði það ekki skipta máli að stoku menn væru ekki að detta i gang sagði þetta liðsíþrótt eg vill hafa hann út timabilið þið sem viljið ancelotti hættið hann mun ekki gera neitt með okkar klubb
    ættum að vita það sem íslendingar að þetta er ekki þessi stoku kall sem reddar ollu svo leingi sem stjorinn lætur liðið spila sem lið dæmi íslenska landsliðið

  14. Ari S skrifar:

    David unsworth var frábær á blaðamannafundinum fyrir Chelsea leikinn. Hann verður örugglega fínn stjóri og er með kkur fram að áramótum og sennilega eitthvað inn í janúar…

    Ef maður miðar bara við þennan blaðamannafund og það er stórt EF …. þá kom hann vel frá honum. Hann lét ekki heimskulegar spurningar frá fréttamönnum slá sig útaf laginu og svaraði öllum vel og sýndi þeim sem hann talaði um virðingu.

    Í draumaheimi þá myndi ég hafa hann sem stjóra næstu árin en það skptir svo miklu máli að hann nái í sigra eða eins og unsworth sagði sjálfur þetta snýst um að sigra í leikjunum ekkert annað….. It´s about winning! Hann er í jákvæða klúbbnum!

    ps. mín óskastaða væri að við fengjum Ancelotti og unsworth yrði sem aðsotaðrmaður hjá honum. Mér skilst að Francis Jeffers hafi séð um U-23 ára liðið í dag.

  15. Ari G skrifar:

    Flott hugmynd hjá þér nafni. Ancelotti og Unsworth aðstoðarmaður. Lýst líka vel á Tuchel. Vill ekki sjá Moyes aftur þurfum að spila skemmtilegri fótbolta allt í lagi að byggja upp áfram. Hef mikla trú á framtíð Everton þurfum alvöru markaskorara þá kemur þetta.