Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Arsenal 2-5 - Everton.is

Everton – Arsenal 2-5

Everton tapaði í dag á heimavelli gegn Arsenal 2-5 og var Arsenal klárlega sterkara liðið í dag. Everton með Koeman í brúnni virðast ekki geta unnið leik þessa dagana sama hverjir mótherjarnir eru eða hvaða keppni á í hlut og ekki er Goodison að gefa heldur.

Uppstillingin nokkuð sérstök en Koeman virðist hræra ansi mikið í liðinu og einnig í uppstillingu liðsins.  Pickford í markinu með þriggja manna vörn fyrir framan sig þar sem Keane, Jagielka og Williams stóðu vaktina, Baines og Kenny sem wingbacks, Gana fyrir framan vörnina og Vlacic á miðju með Gylfa fyrir aftan Lewin og Rooney sem voru frammi. Þannig var þessu amk stillt upp en ég sá ekki betur en að Lewin væri meira einn frammi og Rooney og Gylfi hálfpartinn á köntunum.

Arsenal byrjaði leikinn betur og áttu snarpar sóknir en Pickford koma í veg fyrir að þeir skoruðu strax í byrjun.  Það var því nokkuð gegn gangi leiksins þegar Gana stal boltanum og berst boltinn til Rooney sem skorar fallegt mark á 12 mínútu úr nokkuð krefjandi færi í vinstra markhornið, vel gert. Næstu 10-15 mínúturnar var nokkur kraftur í Everton og maður fylltist smá bjartsýni en þá bakkaði liðið all verulega og Arsenal náði að jafna fyrir hálfleik eða á 40 mínútu þegar Monreal tók frákastið eftir skot á markið og Pickford réði ekki við gott skot Monreal. Í fyrri hálfleik var Arsenal líklega með þrefalt fleiri snertingar en Everton sem gefur til kynna hve mikið Everton bakkaði eftir markið.

Í síðari hálfleik breytti Koeman í 4 manna vörn þegar hann tók Williams útaf (sem var að detta í rautt spjald) og setti Davies inná.  En Arsenal komst í 1-2 þegar Özil skallar yfir Pickford á 53 mínútu en það virtist enn dauf von að Everton myndi jafna eða þar til Gana fékk sitt annað gula og þar með rautt á 68 mínútu. Eftir það var aldrei spurning hvaða lið myndi vinna þennan leik og vörn Everton var hreint út sagt á hælunum. Lacezette kom Arsenal í 1-3 á 74 mínútu og Ramsey í 1-4 á 90 mínútu. Það var þó ljós í myrkri þegar Niasse gerði vel og stal boltanum af Peter Cech á 93 mínútu og setti stöðuna í 2-4 og smá sárabót,,,,en nei ekki aldeilis því Sanchez setti eitt mark á lokamínútu framlengingar og leikurinn endaði 2-5.

Koeman situr í heitasta sæti allra stjóra í úrvalsdeildinni ensku og spurning hve langan tíma hann fær til að rétta skútuna af, hún virðist vera komin á hliðina satt best að segja.

Davies kom inná í háfleik og gerði lítið, Lookman kom inná á 74 mínútu og gerði lítið, Niasse kom inná á 75 og skoraði mark, vel gert Niasse verð ég að segja.

Ég vil sjá þetta Everton lið spila miklu meira á sömu mönnunum í sömu stöðunum heldur en að gera þessar endalausu tilraunir, þ.e. það eru gerðar of margar tilraunir í hverjum leik.

Everton á þrjá útileiki framundan, Chelsea í bikar, Leicester í deild og Lyon í evrópudeild og er ansi erfitt að vera bjartsýnn eftir frammistöðu Everton í seinustu leikjum.

Hvað segja menn, er tími Koeman liðinn? Fréttir í dag herma að Moyes sé mögulegur arftaki (er sjálfur ekki hrifinn), hvað finnst ykkur?

Samantekt: Elvar Örn Birgisson

Einkunnir Sky Sports:
Everton: Pickford (5), Kenny (5), Keane (5), Williams (4), Jagielka (5), Baines (5), Sigurdsson (5), Gueye (4), Vlasic (4), Rooney (5), Calvert-Lewin (6)
Subs: Davies (5), Lookman (5), Niasse (6)

Arsenal: Cech (6), Bellerin (7), Mertesacker (8), Koscielny (7), Monreal (7), Kolasinac (6), Ramsey (7), Xhaka (6), Ozil (8), Sanchez (7), Lacazette (7)
Subs: Wilshere (6), Coquelin (NA)
Man of the match: Mesut Ozil

 

4 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta er komið gott.

  2. þorri skrifar:

    sammála

  3. Diddi skrifar:

    jæja, það er búið að reka Koeman 🙂
    hver tekur við ??