Félagaskiptagluggi – opinn þráður

Mynd: Everton FC

Brátt lokast glugginn sem bresku félögin hafa til að kaupa leikmenn en það gerist kl. 22:00 þann 31. ágúst (fimmtudagskvöld). Everton hefur verið eitt virkasta félagið í leikmannakaupum í sumar og greinileg áhersla verið lögð á liðsstyrk, ekki bara fyrir aðalliðið heldur einnig unglingaliðin. Nú er að sjá hvort eitthvað gerist í lokin en Koeman hefur sagt að verið sé að leita að sóknarmanni og örvfættum varnarmanni. Ef einhverjir fara, t.d. Mirallas, þarf líklega að fylla í þau skörð líka.

Við komum til með að skella inn fréttum hér þegar eitthvað nýtt gerist — í öfugri tímaröð til að þið þurfið ekki að leita langt að nýjustu fréttum. Endilega skellið inn kommentum ef þið vitið eitthvað sem ekki hefur komið fram hér.

Minnum einnig á tækifæri ykkar til að spyrja Gylfa Sigurðsson spurninga. Sjá nánar hér.

Nýjasti fréttalistinn:

01.09.17 00:23  Jæja, segjum þetta gott í bili á gluggavaktinni. Takk fyrir að vera með okkur.
01.09.17 00:13  Ekkert varð úr sölu á Oumar Niasse til Crystal Palace.
31.08.17 23:13  Liam Walsh var lánaður til Birmingham, til áramóta.
31.08.17 22:32  Það lítur út fyrir að einn sé á leið út (Oumar Niasse) og einn ungliði á leið inn (Dennis Adeniran). Stay tuned!
31.08.17 21:55  Örfáar mínútur til stefnu! Er einhver óvænt frétt handan við hornið? Glugginn lokar kl. 22:00 en félögin hafa smá auka tíma (til miðnættis) til að klára það sem var búið að skrá fyrir þann tíma.
31.08.17 21:28 Skv. frétt á Liverpool Echo frá því fyrr í dag sögðu Barcelona nei við láni á Vermaelen til Everton.
31.08.17 21:16  Everton samþykkti 35M tilboð í Barkley frá Chelsea en Barkley mætti í læknisskoðun en skipti svo um skoðun og sagði „nei takk“ að sögn Sky, sem sögðu að hann hafi viljað fara heim.
31.08.17 21:00  Nú er aðeins klukkutími til stefnu! Gerist eitthvað meira?
31.08.17 20:53  Sky Sports var að greina frá því að Ipswich hefðu fengið Callum Connolly að láni í heilt tímabil.
31.08.17 19:12  Sky Sports var að tilkynna um kaup Everton á Nikola Vlasic frá Hajduk Split. Staðfest af Everton!
31.08.17  Skv. frétt á Sky Sports er Everton að reyna að fá sóknarmanninn Lucas Perez að láni frá Arsenal í eitt tímabil.
31.08.17  Skv. frétt á Sky Sports er West Ham að bera víurnar í Mirallas en Everton hafnaði því að lána hann og vilja eingöngu selja.
31.08.17  Skv. frétt í Liverpool Echo er Everton að skoða að kaupa sóknarmanninn Michy Batshuayi frá Chelsea.
31.08.17  Skv. frétt í Liverpool Echo gæti Oumar Niasse verið á leið til Crystal Palace eða Brighton.
30.08.17  Skv. frétt í Liverpool Echo er Everton að reyna að fá varnarmanninn Thomas Vermaelen (30 og eins árs) frá Barcelona til liðs við sig að láni í eitt tímabil með það fyrir augum að kaupa hann að því loknu.
30.08.17  Skv. frétt á Liverpool Echo er Nikola Vlasic (8M punda) mættur í læknisskoðun hjá Everton.
30.08.17  Everton U18 lentu undir gegn WBA U18 á útivelli, en enduðu leikinn með 6 marka sigri: 1-7 (sjá vídeó). Mörk Everton skoruðu Anthony Gordon (fjögur mörk!), Fraser Hornby (með jöfnunarmarkið), Alex Denny og Manasse Mampala.
30.08.17  Miðjumaðurinn ungi, Connor Grant, fór að láni til Crewe til áramóta (STAÐFEST).
30.08.17  Partýið heldur áfram hjá Englandsmeisturum okkar, Everton U23, en þeir búast jafnvel við fleiri leikmönnum áður en morgundagurinn er á enda. Enda er stefnan skýr hvað kaup á ungum leikmönnum varðar.
30.08.17  Þrettán leikmenn Everton eru með landsliðum sínum í þessu landsleikjahléi. Jordan Pickford er hins vegar kominn aftur á Finch Farm, eftir að hafa meiðst gegn Chelsea í síðustu viku.
29.08.17  Everton er sagt vera mjög nálægt því að klófesta Nikola Vlasic frá Hajduk Split, sem þeir léku gegn í Europa League á dögunum.
29.08.17  Everton U23 unnu Chelsea U23 0-3 (sjá vídeó) með mörkum frá Beni Baningime, Oumar Niasse og einu sjálfsmarki frá Chelsea.

31 Athugasemdir

  1. Gunnþór skrifar:

    Vlasic kominn staðfest.

  2. Gestur skrifar:

    Everton er ekki að takast að fá til sín góðan sóknarmann, það eru vonbrygði og talverðar áhyggur fyrir fyrrihluta tímabils. Everton hefur átt í basli með að skora þessa fyrstu leiki tímabilsins.

  3. Ari G skrifar:

    Furðuleg ákvörðun hjá Barkley. Kannski hefur honum snúist hugur og vill vera áfram hjá Everton. Hann er uppalinn hjá Everton kannski hefur hann séð að þetta var vitlaus ákvörðun hjá honum. Ekkert kemur fram að hann vilji fara til Tottenham. Hann hlýtur að stiga fram á næstu dögum og segja hvað hann vill gera. Ef ég á að vera heiðarlegur er ég mjög sáttur með að hafa hann áfram enda frábær leikmaður og á örugglega eftir að styrkja liðið þegar hann er leikfær en þetta er samt mikill óvissa með hann.

  4. Diddi skrifar:

    ef þetta fer svona eins og horfur eru á þá spái ég því að okkar menn verði ekki ofar en í 8. sæti, algjör hörmung 🙁

  5. Diddi skrifar:

    álíka steingelt að kaupa Gylfa og vera án strikers eins og þegar við vorum með Ferguson í mörg ár án þess að vera með góða kantmenn til að fóðra hann

    • Orri skrifar:

      Ég er sammála þér með þetta.

    • Ari S skrifar:

      Glugginn:

      Ég er sammála því að það hefði þurft að versla striker og ég segi eins og nafni hérna að sá eini sem að heillaði mig er Diego Costa, hann hefði bætt liðið mikið. en samt eigum við ekki bara að kaupa einhvern til þess að kaupa einhvern.

      Ég er feginn að Walsh og Koeman keyptu ekki bara einhvern til þess að friða freka stuðningsmenn.

      En þessi fullyrðing um að Gylfi geti ekki staðið á eigin fótum og sé ekki neitt án þess að hafa einhvern nýjan og dýran striker fyrir framan sig er í hæsta máti hlægileg… og barnaleg líka. Sumir tala meira og vita minna, það er bara þannig.

      Við megum ekki vera eins og óþekkir krakkar í nammibúð. Við höfum keypt Markvörð (verður heimsklassa), miðvörð (verður heimsklassa) , 2 miðjumenn (er nú þegar heimsklassa), tvo kantmenn, og nokkra unga leikmenn (í u-23) Við höfum sennilega sterkara lið í U-23 en áður.

      Eini leikmaðurinn sem við höfum selt og við í alvöru söknum pínulítið er Gareth Barry og hann er 36 ára. Þetta lýtur vel út og við eigum að styðja við bakið á liðinu. Öllu liðinu!

      Ástæðan fyrir því að ég er alltaf að svara ykkur í neikvæða klúbbnum er að ég hef verið þarna sjálfur og mér leiðist þetta neikvæða raus í ykkur og finnst þið vera eins og krakkar í nammiðbúð (eins og ég sagði að ofan) sem eru sífellt grrenjandi vegna þess að þið fáið ekki allt nammið í búðinni strax.

      Ég gæti líka sagt að þið væruð eins og ofdekraðir og spilltir krakkar en ég held ég sleppi að segja það.

      Everton getur bara sellt Gylfa í janúar. (ef við verðum ekki ofar en 8. þá.)

      Kær kveðja, ykkar vinur Ari

      • Diddi skrifar:

        ég fullyrði alls ekki í þessari grein að Gylfi geti ekki staðið á eigin fótum

        • Diddi skrifar:

          það er ekki gott að fara í útilegu með fullan kassa af rauðvíni með korktappa í og gleyma tappatogaranum Ari S. Maður reddar sér en hitt væri betra

        • Ari S skrifar:

          Sæll Diddi, mér þykir vænt um að þú skulir lesa þetta sem ég skrifa. ég hef langt í frá alltaf rétt fyrir mér en gaman að sjá að það les einhver þetta. Kær kveðja, Ari.

  6. Ari G skrifar:

    Everton eiga að vera sáttir með leikmannakaupin. Stundum er betra að sleppa að kaupa leikmenn á okurverði eða ekki nógu góða. Mér fannst enginn sóknarmaður heilla mig sem Everton var að spá í nema Diego Costa. Héld að að það hefði jafnvel gengið í gegn ef Barkley hefði farið til Chelsea það hefur örugglega stoppað öll samskipti milli liðanna. Við fáum að hafa Barkley áfram það er mikill gleði enda frábær leikmaður. Króatinn á örugglega eftir að skila sínu. Við eigum að treysta á núverandi sóknarmenn og miðjan er svakaleg hjá Everton ekki gleyma því. Héld að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af neinu nema það tekur nýju mennina smá tíma að komast í gang það vissum við allir.

  7. Teddi skrifar:

    Maður hefur bara pínu áhyggjur af meiðslum Barkley, og á ég þá ekki við þessi líkamlegu sem hann er vonandi að verða góður af…

  8. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Everton var eins og Titanic í þessum félagaskiptaglugga. Æddi af stað á fullri ferð en sökk svo í restina.
    Ég hefði viljað fá annan framherja, miðvörð og svo vantar alveg einhvern til að leysa Baines af.
    Og hvað er málið með Niasse?? Það virðist ómögulegt að losna við hann.

  9. Gestur skrifar:

    Það að fá ekki framherja í staðinn fyrir Lukaku eru mikil vonbrigði, Everton seldi Lukaku 10.júlí og tíminn hefði átt að vera nægur að fá annan. Þetta setur Everton niður um 2 til 3 sæti og vonandi verður hægt að fá framherja í janúarglugganum.

  10. Ingvar Bæringsson skrifar:

    http://www.toffeeweb.com/season/17-18/news/35433.html
    Rooney hefur greinilega verið svekktur yfir að það var ekki keyptur striker.

  11. Finnur skrifar:

    Paul Merson for yfir afrakstur liða í úrvalsdeild í glugganum og fengu aðeins Manchester klúbbarnir tveir hærri einkunn en Everton:
    http://www.skysports.com/football/news/11671/11014124/paul-mersons-transfer-window-grades-positives-for-man-city-man-utd-but-not-arsenal

    • Ari S skrifar:

      ÆÆææi Paul Merson er hálfgerður vitleysingur greyið og leiðinlegur ég hefði frekar viljað sjá útskýringu frá Thierre Henry um afraksturinn. En það er bara mín skoðun.

  12. Elvar Örn skrifar:

    Hvað eru menn að rugla, það vantar ekkert sóknarmann. Everton tilkynnti í gær 25 manna hóp Everton í vetur og þar er Oumar Niasse, hehe, you got to love that.
    Svo er Ross Barkley líka í þeim hópi, ég væri vel til í að halda þeim kappa, þó hann sé líklegri til að bíða eftir tilboði frá Tottenham í Janúr, en sjáum til.
    Annars heilt yfir flottur gluggi fyrir Everton en sammála að það var nauðsynlegt að ná alvöru sóknarmanni og jafnvel miðverði einnig. Almennt mat að Everton séu í top 5 yfir leikmannakaup í sumar og því ber að fagna.

    Það er alveg ljóst að Giroud var á leiðinni til Everton þegar konan hans ákvað að stoppa það af, hver ræður þar?

    Alveg klárt að það kemur sóknarmaður í Janúar og ég vona að það verði ekki of seint. Þess má geta að Calwert-Lewin skoraði með yngra landsliði Englands þar sem Lookman átti svakalega stoðsendingu. Calwert Lewin gæti jafnvel verið svarið í okkar sóknarlínu.

    Spennandi tímabil framundan og ánægjulegt að Everton séu með í riðlakeppni Evrópu og vonandi komumst við eitthvað áleiðis í bikarkeppnunum einnig og fáum helling af leikjum í vetur.

    Vona einnig að Stöð2 Sport muni fjölga beinum útsendingum frá Everton í vetur í kjölfar komu Gylfa.

    Engin ástæði til að örvænta, Koeman stýrir þessu uppávið strákar. Stöndum við bakið á liðinu í vetur og allt getur gerst.

  13. Elvar Örn skrifar:

    Já og misstu menn af því að Gylfi Sigurðsson er kominn til Everton, halló. Það er svakalegt.

    Second, hvenær verður árshátíðin og hvar?,,,,er komið að Akureyri?

    • Finnur skrifar:

      Ég stakk reyndar upp á því á stjórnarfundi að árshátíðin yrði haldin fyrir norðan en nú er ég að sjá að það er einhver Skúli fúli búsettur á Húsavík, þannig að ég er kannski mögulega farinn að sjá eftir því. ;D

      • Gunnþór skrifar:

        Strákar mínir þetta á allt rétt á sér sem Diddi og fl hafa skrifað hér þessi svartsýni sem sumir tala um er frekar raunsæi og þar er munur á það er nefnilega alveg jafn slæmt að sjá hlutina ekki í réttu ljósi og vera blindur á sitt sem er jafn slæmt.Vissulega er búið að kaupa vel í sumar en það er enginn í heimsklassa og við losuðum okkur við einn heimsklassa leikmann en svona tiltekt tekur þrjú til fimm ár og þetta er þolinmæðisvinna að byggja upp nýtt lið og vonandi stőndumst við þessar hræringar á nýjum leikmönnum og náum hagstæðum úrslitum í ár og náum að byggja ofan á það sem klúbburinn er að gera vel.