Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
0 – 3 - Everton.is

0 – 3

# Everton töpuðu með skömm á heimavelli á móti Portsmouth í gær. Everton leikmennirnir voru afar hugmyndasnauðir á miðjunni og óákveðnir í sóknaraðgerðum sínum sem í vörn.

Defoe kom þeim yfir afar snemma í leiknum með því að leika á 2-3 Evertonmenn með bakið í markið og góðum snúning, sem virtist slá okkar menn út af laginu. Það er spurning hvort þessar neikvæðisraddir Moyes sé ekki að hafa vond áhrif á spilamennskuna!

Everton stillti upp Rodwell á miðjuna sem ekkert var hægt að sakast við en Jagielka spilaði svo sannarlega sem miðvörður þarna inn á miðjunni og virtist aldrei geta búið neitt til að ráði.

Everton fengu 2-3 fín færi sem hefðu hæglega geta skilað mörkum, þar með talið víti sem Yakubu klúðraði. En heilt yfir átti Everton ekki skilið stig úr þessari viðureign.

Nú verðum við að vona að nýtt blóð í hópnum geti rifið upp þessa meðalmensnku sem liðið hefur verið að sýna á þessu tímabili.

Comments are closed.