Mynd: Everton FC.
Barþjónninn á Ölveri sagði fyrir leik: „Þetta fer 2-2. Baráttustig hjá Hull á erfiðum heimavelli“ og hann reyndist sannspár.
Uppstillingin: Robles, Baines, Williams, Jagielka, Coleman, Gana, Barry, Mirallas, Barkley, Valencia, Lukaku. Varamenn: Hewelt, Lennon, Cleverley, Funes Mori, Davies, Calvert-Lewin, Holgate.
Róleg byrjun hjá Everton í leiknum. Svo róleg að Hull náðu að skora fyrsta markið á 6. mínútu – eftir horn, að sjálfsögðu. Dawson með markið. Enn á ný fær Everton á sig mark úr föstu leikatriði…
Everton liðið búið að vera sofandi fram að því en rumskaði nokkuð eftir markið. Fyrsta skot Everton á mark kom á 11. mínútu frá Mirallas, boltinn breytti um stefnu og markvörður Hull varði í horn. Coleman átti svo skalla í stöng á 13. mínútu. Búinn að koma boltanum framhjá markverði en óheppinn að skora ekki.
Séns báðum megin á 23. mínútu — Hull komust í skallafæri upp við mark en klúðruðu því. Barkley átti svo skot rétt framhjá marki hinum megin og Barry sömuleiðis örfáum mínútum síðar. Everton að banka á dyrnar en ekki að ná að jafna.
Alveg þangað til að á lokasekúndum hálfleiksins að við fengum algjöra jólagjöf. Markvörður Hull rakst á eigin varnarmann í úthlaupi þegar hann reyndi að slá fyrirgjöf úr horni út úr teig og hitti fyrir vikið ekki boltann sem endaði í marki Hull. Við tökum það alveg.
1-1 í hálfleik.
Everton byrjaði seinni hálfleik með látunum sem við vonuðumst eftir í upphafi leiks — skot frá Lukaku sem var varið í slá á 47. mínútu. Óheppinn að skora ekki. Barkley komst inn fyrir vörn Hull á sprettinum á 50. mínútu og fékk flick-on skalla frá Lukaku. Komst einn inn fyrir í gott færi hægra megin en skotið beint á markvörð.
Eftir þetta róaðist leikurinn nokkuð — alveg þangað til Hull fengu tvær aukaspyrnur. Snodgrass átti skot í samskeytin beint úr fyrri aukaspyrnunni en það var aðeins viðvörun því stuttu síðar fengu þeir aðra aukaspyrnu – reyndar frekar ódýra, eins og þulirnir ensku benti á. En úr henni skoraði Snodgrass með glæsilegri spyrnu beint í samskeytin. 2-1 fyrir Hull.
Barry skipt út af fyrir Davies beint á eftir. Synd að fá á sig þetta mark því spilamennska Everton hafði verið ágæt fram að markinu. Dominic Calvert-Lewin skipt inn á fyrir Valencia á 73. mínútu.
Dómari leiksins (Moss) fékk, rétt fyrir 80. mínútu, tvær ástæður til að gefa víti á Hull leikmenn í sömu sókn (hendi í bæði skiptin) en dómari ekki á sama máli.
Barkley og Baines tóku hins vegar til sinna ráða á 83. mínútu þegar sá fyrri sendi hátt fyrir mark og Barkley fékk frían skalla, stökk upp og skallaði boltann í netið. Staðan 2-2.
Ungliðinn Dominic-Calvert Levin fékk svo frábært færi undir lokin til að stimpla sig inn í Úrvalsdeildina með skallafæri upp við mark sem fór rétt framhjá stöng. Óheppinn að skora ekki. Hefði átt að vera sigurmarkið og væntanlega kemur það til með að trufla svefninn hjá honum næstu daga.
Jafntefli niðurstaðan.
Einkunnir Sky Sports: Robles (6), Coleman (7), Jagielka (7), Williams (6), Baines (7), Barry (7), Gueye (6), Barkley (7), Valencia (7), Lukaku (7), Mirallas (7). Varamenn: Davies (6), Calvert-Lewin (6).
Sigur er allt sem að við viljum og hann þarf ekki að vera fallegur.
Er það ekki tap með þetta byrjunarliði?
Tom Davis inn í halfleik plis
Þetta stefnir í 3-1 sigur fyrir Everton.
Nú vantar bara tvö.
„Og mér er nákvæmlega sama hver skoraði“
Orri
almáttugur, hvað getum við verið lélegir?? 🙂
En Everton er að spila hörmunglega.
Þetta kemur allt í seinni………
aumingja þeir sem verða teknir útaf í hálfleik, ekki öfunda ég þá 🙂
ef þetta var aukaspyrna þá er hægt að dæma 300 aukaspyrnur í leik
„segðu honum að sem betur fer er hann (Diddi)ekki dómarinn í þessum leik“
ég heiti því hér með að ég horfi ekki á fleiri leiki með Everton á þessu ári, djöfull eru þeir lélegir, eeeeeen glugginn er að opna og þá mega menn vara sig 🙂
Það eru þrír leikmenn sem eiga ekki að vera inná, Barnsley, Barry og Jakielka.
Barkley
Sammála með Barry.
„Ég skrifa ekki upp á Barkley“ segir Orri. Vill ekki að hann fari útaf.
Hann fá fara í annað félag
Alls ekki sammála því.
í hvaða lið viltu að hann fari í? (2-2, Barkley)
Mér er alveg sama hvert hann fer
Mikið svakalega er þetta lélegt hjá Everton
Varnarmaður í stað sóknamanns?
taktískt, breytir í þriggja manna vörn og setur baines og coleman framar
Everton voru ekkert að spila lélega, Hull voru bara grimmari og spiluðu betur, áttu góða aukaspyrnu sem þeir skoruðu næstum úr og kláruðu svo næstu spyrnu fagmannlega, en þegar líða fór á lokin þá hefðu Everton mátt skora og hirða öll stigin, en þá bara mæta ferskir í janùar með nýja leikmenn sem Moshri splæsir í, kannski Neymar og Messi…segi svona
Nei við erum bara ekki betri en þetta því
Miður átti þetta að vera.
Þetta var drullulélegt,alltaf þegar þeir unnu boltann fór allt í slowmotion. Það vantar allan hraða í þetta lið, aldrei sér maður neinar skyndisóknir. Hvað er í gangi?
Þetta var bara lélegt ??
Þurfum að endurbyggja nýtt lið yngja upp liðið. Vill endalega láta Davies byrja oftar henda út Jagielka, jafnvel Baines, Barry. Vill halda Barkley inni áfram með Davies og hætta með 2 varnarsinnaða miðjumenn Gana dugar alveg. Kaupum þennan unga varnarmenn frá Burnley Keane 23 ára í staðinn fyrir Jagielka sem getur verið áfram sem varaskeifa . Vill gefa unga Spánverjanum Deuf. meiri sjens er skemmtilegur og fljótur og staða Everton leyfir okkur að taka sjensa.