Mynd: Everton FC.
Uppstillingin: Stekelenburg, Baines, Williams, Funes Mori, Coleman, Barry (fyrirliði), Cleverley, Gana, Bolasie, Mirallas, Lukaku. Varamenn: Robles, Jagielka, Deulofeu, Barkley, McCarthy, Valencia, Holgate.
Meistari og formaður vor, Haraldur Örn, sá um skýrsluna í dag. Þökkum honum kærlega fyrir og gefum honum orðið:
Þá er maður sestur niður til að horfa á Everton-Man United. Það einhver veginn þannig að maður er ekkert alltof bjartsýnn þegar maður horfir á síðustu leiki: 1 sigur í síðustu 9 og verið að leka alltof mikið af mörkum. Einhvers staðar las ég að ekkert lið hefði lent fyrst marki undir eins oft og Everton í vetur. Það er bara of mikið að byrja alla leiki 1-0 undir.
Þessi leikur var kannski ekkert frábrugðin okkar leikjum að undanförnu, lítið að gerast, boltinn gengur allt of hægt og við erum ekki að ná að koma okkur í stöður. Það fyrsta sem eitthvað skipti máli var óskiljanleg ákvörðun Olivers dómara að vísa ekki Marcus Rojo af velli fyrir afar ljóta tveggja fóta tæklingu á Gana. Það var ekki honum að þakka að hann hitti Gana ekki og fær einungis gult spjald. Barry, hins vegar, hlýtur að hafa verið í mission-i með að ná í gula spjaldið sitt því að Oliver hefði sennilega getið gefið honum spjald tvisvar áður en hann fór í vasann og sótti spjaldið handa honum.
Mori var reyndar mjög heppinn að Zlatan átti hörmulega aukaspyrnu á frábærum stað eftir klaufalegt brot Mori á Mkhitaryan. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði svo Zlatan þvílíkt aulamark (en þau telja bara líka helling) en hann vippaði þá boltanum yfir Stekelenburg sem var kominn út fyrir teig í einhverju tómu rugli. Eina skot fyrri hálfleiks sem hitti á rammann. Fyrri hálfleik þar með lokið í stöðunni 1-0 og maður hugsaði: „enn einu sinni svona leikur“.
Í hálfleik vildi ég sjá Cleverly út og Deulefeu inn en nei ekki var stjórinn sammála mér. Eftir einhverjar 5-6 mínútur í seinni hálfleik þá fannst mér að Zaltan hefði átt að fá spjald eða rautt fyrir að hossa sér ofan á Coleman og sparka í andlitið á honum. Það varð til þess að Coleman varð að fara út af skömmu seinna og kom Holgate inn fyrir hann. Á svipuðum tíma kom óskaskiptingin mín frá því í hálfleik. Stuttu seinna braut Martial illa á Bolasie og þurfti hann að fara af velli og kom Valencia í hans stað en eftir allar þessar breytingar var Everton liðið mun betri aðilinn á vellinum. Aðeins De Gea að þakka að þeir töpuðu ekki leiknum en hann réði þó ekki við vítaspyrnu Baines sem Gana fékk eftir viðskipti við Fellaini í teignum.
Maður leiksins Gana (Mirallas honum næstur af hinum).
Svo mörg voru þau orð. Einkunnir Sky Sports: Stekelenburg (5), Coleman (6), Funes Mori (6), Ashley Williams (6), Baines (7), Gueye (7), Barry (6), Mirallas (5), Cleverley (5), Bolasie (5), Lukaku (6). Varamenn: Deulofeu (5), Valencia (5), Holgate (6). Svipaðar einkunnir hjá United.
frábært úthlaup hjá þessum frábæra markverði 🙂
Æjjj afhverju fær robles ekki séns einn leikur eininsigur leikurinn í síðustu 9 þá var hann og hélt okkur inni hvað er málið er þetta enn eitt þrjóska kvikindið
Koma svo við eigum skilið eitthvað jákvætt
Hvað var Stekelenburg að hugsa???
Sama drullan áfram, en Koeman má eiga hann þorði að breyta og taka fyrirliða útaf.
Man utd eru slakir en vinna samt það er áhyggjuefni.
það er bara hálfleikur 🙂
Svo sammála
Get ekki beðið eftir glugganum shitt hvað þá bláu vantar gæði
Þvílík umbreiting á einu liði síðustu 30 mín,clev tekinn útaf sem var búin að vera lélegasti leikmaður fyrr og síðar á bretlandseyjum í leiknum.ef við spilum svona alltaf eins og við gerðum síðasta hálftímann þá vinnum við öll lið það er klárt,stubburinn kom sterkur inn,mirallas var mjög góður í leiknum og idrissa frábær í þessum leik tölum ekki um keeperinn okkar í dag en nú væri gaman að koeman myndi hringja í hartaran og fá hann í jan svo fannst mér funes mori koma sterkur inn en gott stig í hús og svo tökum við watford á laugardaginn og jólinn verða okkar.
Ekki svo slæmt hjá Everton í dag, 6 skot á ramman á móti 2 hjá United. Klaufalegt úthlaup hjá Stekelenburg í markinu hjá Zlatan. Annars flott vörn sem ég vil halda áfram, og drengur hvað Holgate kom vel inn í þennan leik.
Mæli með því að Cleverley verði settur í það að pússa skóna hjá Niasse hvar sem hann er nú að finna. Deulofeu allan daginn að byrja í stað Cleverley. Idrissa frábær og Mirallas ansi sprækur. Langar að sjá Bolasie á vinstri kanti og Deulofeu á þeim hægri og Mirallas fyrir aftan Lukaku, held það séu solid 2-4 mörk.
Það styttist í sigur.
United menn líta örugglega á þetta sem tvö töpuð stig en ég hef því miður mjög litla samúð. Ég haf sagt það áður: Michael Oliver er ekki starfi sínu vaxinn frekar en aðstoðarmenn hans. Það er sama hvort um var að ræða áhorfendur eða hlutlausa (t.d. þuli) — það sáu allir (nema dómaratríóið) þessa stórhættulegu tveggja fóta tæklingu Rojo, sem átti miklu meira en skilið rautt spjald. Meira að segja Liverpool maðurinn Jamie Carragher sammála.
http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/marcos-rojo-escapes-red-card-9391822
Þetta hefði verið allt annar leikur ef Oliver hefði haft kjark til að reka hann út af.
Gjör. Sam. Lega. Ó. Þol. Andi.
Það er mjög auðvelt að væla útaf dómaramistökum og þau voru vissulega til staðar í leiknum en mér fannst það ekki halla á Everton í þessum leik. Barry heppin að fá ekki gult fyrr og eins Baines að fá ekki dæmt á sig.
Ég er algjörlega ósammála þessu. Ef annað liðið fær rautt á 17. mínútu má fastlega gera ráð fyrir því að um allt annan leik verði að ræða í kjölfarið. Jú, Barry hefði mátt fá spjald fyrr og hans leikur hefði þar með breyst í framhaldinu. En það er hálf hjákátlegt að leggja að jöfnu beint rautt spjald (Rojo) og tvö minni atvik hjá Barry sem hefðu bæði getað gefið gul spjöld — og kalla það rautt. Því seinna atvikið hefði líklega aldrei gerst ef Barry væri á gulu. Og hvorugt atvikanna hefðu gerst ef Rojo hefði fokið út af.
sammála Finni þarna, og Baines atvikið sem þú minnist á var aldrei víti, handleggurinn liggur á vellinum og boltinn rúllar yfir hann + að ef Rojo hefði farið útaf hefði Baines aldrei verið á þessum stað, ergo: leikurinn breytist við brottrekstur
Everton liðið var bara mjög lélegt í 60-70 mín. og segja að ef Rojo hefði verið rekinn út af hefði Everton unnið er bara mjög kjánalegt. Everton var ekki að gera neitt í þessum leik nema kannski síðustu 10 mín. og Everton þarf að fara að hisja uppum sig buxurna ef það ætlar ekki að vera í neðri hlutanum um jólin.
Mér fannst spilamennska Everton og karakterinn í liðinu ekki spennandi.
það stendur ekkert um það að leikurinn hefði unnist ef Oliver hefði rekið Rojo útaf, aðeins það að um gjörólíkan leik væri að ræða 🙂
Gestur liðið gjörbreyttist við skiptingarnar enda vorum við einum færri á meðan Claverley var inná og vorum ekkert að skapa vorum þokkalegir varnarlega þannig að það jákvæða sem ég tek úr leiknum voru síðustu 20 mín í síðari hálfleik .
Já það breyttist síðustu 20 mín. og gaman að sjá að Koeman setti ekki Barkley inná. Everton getur sótt þótt að hann sé ekki með. Varnarlega var Everton miklu betra með Mori inná en Man. Utd voru heldur ekki mjög sprækir, á móti betra liði hefði getað farið verr.
Gestur hvað er gaman við það að Barkley spilar illa þessa dagana og er ekki nógu góður fyrir liðið eins og er? Hvað er gaman við það? Þú ert skrýtinn.
Þú ert skrýtinn, ég sagði það gaman að Koeman setti Barkley ekki inná. En það er hundfúlt að Barkley sé ekki nógu stöðugur í sinni spilamennsku og spili stundum mjög ílla og eins að hann nenni ekki að hlaupa. Þó að hann sé uppalinn, getur Everton ekki verið með farþega í sínu liði. Eða finnst þér það?
Mér finnst bara ekkert gaman við þetta.
> og segja að ef Rojo hefði verið rekinn út af hefði Everton unnið er
> bara mjög kjánalegt.
Uh… já. Við erum sammála um það. Sagði einhver að Everton myndi þá vinna leikinn? Ég hef þá misst af því. Það eina sem ég benti á var að við hefðum fengið allt annan leik ef Rojo hefði fengið rautt. Hann hefði kannski endað 1-1 en þá væri allavega hægt að benda á að hann hefði farið 1-1 þrátt fyrir rauða spjaldið…
Þar var sennilega oftúlkað hjá mér
Ekkert mál. 🙂
Finnst engum coleman vera lélegur ? Persónulega finnst mér hann vera veikasti hlekkur liðsins
Þetta var skárra í dag en í síðustu tveimur leikjum. Drullupirrandi að hugsa til þess að hefði Stekelenburg ekki hlaupið eins og asni út úr markinu þá hefðum við líklega unnið.
Ég vona að Koeman sé nú líka búinn að átta sig á því að Cleverly er ekki nálægt því að vera nógu góður fyrir Everton.
Vonandi kemur svo sigur í næsta leik.
Þetta var ágætis leikur af okkar hálfu. Við áttum 6 skot á rammann á móti 2 hjá Man Utd. 10 gegn 6 í heildina. Fannst mikið jafnræði með liðunum alveg fram á 65 mín þegar Deulufeo kemur inn á, svo Holgate og Valencia stuttu seinna. Þá fannst mér nánast eitt lið á vellinum og í raun óheppni að ná ekki að skora úr opnum leik.
Stekelenburg átti markið sem við fengum á ykkur með þessu skógarúthlaupi. Funes Mori var kominn samsíða Zlatan þegar Stekelenburg kemur, óvenjulegt að sjá þetta hjá þetta reyndum markmanni, Zlatan átti eftir að gera helling til að skora ef hann hefði bara beðið á línunni.
Það var í raun ótrúlegt að Rojo hafi ekki fengið beint rautt fyrir þessa tveggja fóta tæklingu. Það að segja að Barry hefði geta eða átt að fá annað gult spjald fyrr í leiknum finnst mér kjánalegt að ræða. Ef Barry hefði fengið gult fyrr þá hefði hann spilað mun skynsamar, segir sig sjálft. Þegar Barry fékk loksins gult þá fannst mér brotið vera mjög soft, sem venjulega væri ekki gult.
Held að Koeman ætti að vera búinn að mynda sér endanlega skoðun á Cleverley eftir þennan leik. Úff svakalega slakur í þessum leik og í raun ekki sjón að sjá þennan leikmann sem eitt sinn var einn efnilegasta leikmaður Bretlandseyja. Koeman setti Cleverley á vinstri til að verjast gegn Valcencia en Bolasie hefur alveg burði til að verjast með sínum hraða og er mun hætturlegri fram á við, hafa þá Deluofeu á hægri og Bolasie á vinstri.
Gana enn og aftur frábær, hann gjörsemlega núllaði Pogba út úr leiknum. Hann var trekk í trekk að vinna boltann og er alltaf fljótur að skila frá sér boltanum. Að mínu mati leikmaður tímabilsins hingað til hjá Everton. Frábær kaup, í raun hlægilegt að hugsa til þess að hann hafi kostar 7,1m pund.
Deulofeu verður að fá að byrja næsta leik, hann á það skilið. Svo var ég ánægður með innkomu Valencia í leiknum, hann hefur lítið gert hingað til fyrir okkur en hann var mjög öflugur þegar hann kom inn, gott að hafa góða squad leikmenn til að koma inn á. Mason Holgate var einnig frábær þegar hann kom inn á fyrir meiddan Coleman. Er samt ekki sammála þér Trausti að Coleman sé lélegur, hann var búinn að eiga flottan leik þangað til að Zlatan ákvað með fólsku sinni að detta með allann þunga ofan á Coleman sem gæti verið rifbeinsbrotinn og svo sparka í andliði á honum, það átti líka að vera rautt. Coleman er búinn að vera með skárri leikmönnum síðustu vikurnar. Frábært að hafa mann eins og Holgate á bekknum sem getur fyllt í skarð Coleman sem við höfum aldrei getað áður.
Fannst batamerki á þessum leik okkar og held að við séum að komast yfir þennan þröskuld af lélegum úrslitum. Næsti leikur gegn Watford úti, vill sjá okkur hirða 3 stig sannfærandi í þeim leik.
Sammála Georg 🙂
Sammala Georg.
ÖMURLEGAR FRÉTTIR:
Yannick Bolasie er á leið í aðgerð með krossbandaáverka, geri ráð fyrir 9 mánaðar fjarveru þó tímalengd hafi ekki verið nefnd officially.
ég sakna Bolasie ekki neitt, vildi aldrei kaupa hann og allra síst á þessu klikkaða verði 🙂 eigum betri menn til að leysa hann af að mínu mati 🙂
Everton mun mæta Leicester í þriðju um ferð FA bikarsins og fer leikurinn fram á Goodison Park, umferðin er spiluð 6-9 janúar 2017.
ef vill lukaku i burtu eg skal fagna hanns morkum meðan hann er enn eg vill hann i burtu hann er orðin stærri enn klubburin i hans hug fyrir longu og verða svoleiðis gaurar ekki að fjuka
fergusom losaði sig við beckham umm leið og það gerðist
Ef að Lukaku vill fara frá Everton þá fer hann. Einfalt mál. Við fáum þá mikla peninga fyrir hann og kaupum annann leikmann.
En annars án gríns eru þetta ekki bara vangaveltur sem eru og verða alltaf til staðar þegar svona góðir leikmenn koma upp. (hjá okkur í þetta sinn)
Þetta er partur af programmet og ekkert til að hafa áhyggjur af. Það sem gerist, gerist þegar það gerist. Ég ætla allavega að njóta þess að hafa hann hjá okkur á meðan hann er hjá okkur.
Kær kveðja, Ari.
Sammála Marinó seljann í janúar á meðan við fáum góða upphæð fyrir hann orðinn leiður á þessu endalausa tali í kringum þennan leikmann.
Gunnþór þú ert ekki leiður á því að hann skorar mörk fyrir okkur? Það verður alltaf talað um leikmenn þegar þeir standa sig vel, peningarnir eru orðnir það stór þáttur í þessu… Peningarnir eru að eyðileggja boltann ef þeir eru ekki búnir að því nú þegar? Ég held að þú sért orðinn leiður á því sem kemur fram í blöðunum (eins og ég)? En það hefur enn ekki verið staðfest að hann vilji fara er það nokkuð kæri vinur?
Nei það er rétt Ari en það er endalaust verið að tala um þetta og orðrómur er eitthvað sem kemur ekki að sjálfum sér tökum dæmi um baines það er aldrei svona vitleysa í kringum hann það sem ég vill meina ef leikmaður er alltaf með hugann við eitthvað annað lið hvað sem lið það er þá er hausinn ekki 100 prósent hjá Everton í þessu tilviki og þá er miklu betra að fá einhvern annan sem vil spila á 100 prósent og smita þannig anda inní liðið. Er þetta nokkuð of djúpt hjá mér???
ég held að það hafi aldrei komið neitt frá Lukaku sem segir að hann vilji ekki spila fyrir Everton eða að hann vilji spila einhversstaðar annars staðar, bara til búningur blaðamanna sem kemur upp í landsleikjahléum og er svo borinn til baka 🙂
Diddi segir það sem ég vildi sagt hafa.
Nei ekkert of djúpt. Ég skil hvað þú ert að fara. En eins og Diddi segir þá hefur lukaku sjálfur aldrei sagt að hann vilji fara. Aðeins sagt að hann langi að spila með öðrum klúbbi í framtíðinni og það svar kemur þá yfirleitt eftir svona tíu endurteknar spurningar fréttamanna…
Villtu fara eða ekki…villtu fara eða ekki…villtu fara eða ekki…villtu fara eða ekki…villtu fara eða ekki…villtu fara eða ekki…villtu fara eða ekki…villtu fara eða ekki…villtu fara eða ekki…villtu fara eða ekki…
Ok þá, en bara á efri árum ferilsins þegar ég er orðin 30 ára.
Þetta er kannksi aðeins ýkt dæmi hjá mér en svona vinna fréttamenn. Þeir eru yfirleitt búnir að ákveða hvaða svar þeir vilja fá fyrirfram og spyrja síðan leikmanninn tíu sinnum þangað til hann gefur eitthvað sem hægt er að hanka hann á…
Og þá kemur fyrirsögn á fotbolti.net : Lukaku þreyttur hjá Everton eða Lukaku vill spila í stærri klúbbi eða eitthvað álíka brauð fyrir steina og aðra fallega hugsandi rauðliða ?
Þetta eru bara bjánar á fotbolti.net því miður. ég þekki Hafliða eigandann og hann var orðinn svo þreyttur á mér að hann er búinn að blokka mig á facebook…. og ég er bara soldið stoltur af því hehe
Ég er ánægður með það Ari því hann er pottþétt poolari miða við öll skrif þeirra um Everton.
Hann er yfirlýstur poolari. Ég lét hann ekki í friði með það og vildi að hann væri meira professional, kannski vegna þess að mér þótti vænt um þessa síðu og hann líka því að þessi síða hans var mikið afrek á sínum tíma. En hann valdi frekar að vera í Liverpool-sandkassaleiknum sínum og blokkaði mig.
Seamus hefur bara ekkert gert það sem er af þessum vetri, hann hefur þennan stonssindrum hangir of lengi á boltanum! Selja hann! Töpum engu á því!