Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – West Ham 2-0 - Everton.is

Everton – West Ham 2-0

Mynd: Everton FC.

Everton vann West Ham 2-0 á heimavelli í dag með tveimur mörkum í seinni hálfleik frá Lukaku annars vegar og Barkley hins vegar.

Athygli vakti að Stekelenburg og Jagielka voru ekki í liðinu en sá fyrrnefndi reyndist vera lítillega meiddur og sá síðarnefndi var settur á bekkinn til að gera hann „aðeins ferskari“. Uppstillingin var annars: Robles, Oviedo, Mori, Williams, Coleman, Barry, Gana, Bolasie, Barkley, Mirallas, Lukaku. Varamenn: Hewelt, Jagielka,  Deulofeu, Lennon, Cleverley, Holgate, Calvert-Lewin.

Því miður fylgir engin leikskýrsla þar sem ritari náði ekki leiknum og fjórir varamenn voru allir uppteknir — sumir á ferðalagi, aðrir í jarðaför og enn aðrir of önnum kafnir til að ná leiknum. Held það sé í fyrsta sinn í allavega fimm ár sem skýrslu vantar fyrir leik hér á everton.is. Ef einhver er til í að skrifa nokkur orð um leikinn fyrir þau okkar sem ekki sáu hann þá væri það vel þegið.

Hægt er að sjá mörkin tvö hér:

14 Athugasemdir

  1. Gunnþór skrifar:

    Diddi var margt í messu.

  2. Gunnþór skrifar:

    Flottur sigur er það bara ég en mér finnst okkar menn svolítið þungir.

    • Diddi skrifar:

      Sammála þér Gunnþór, flottur sigur og nokkrir leikmenn okkar virka ekki alveg fit, t.d. finnst mér Bolasie þungur á sér og hálfvitalegur í hreyfingum 🙂

      • Orri skrifar:

        Sælir félagar.Flottur sigur en liðið var ekki að virka neitt sérlega vel á mig en flott 3 stig í hús.

  3. Ari G skrifar:

    Flottur leikur hjá Everton. Fannst þeir ekki þungir spila frekar varlega en annars var leikur Everton góður nema fyrstu 15 mín eftir fyrra markið fannst þá hleypa West Ham inní leikinn. Flottur leikur hjá Barkley Og Bolesic og Lukaku frábær. Annars var enginn lélegur nema 2 slæm varnarmistök sem reddaðist fyrir horn.

  4. Teddi skrifar:

    Flott úrslit og sérstaklega ánægjulegt að sjá Barkley skora.

  5. Elvar Örn skrifar:

    Flott úrslit og nokkuð góður leikur af okkar hálfu.
    Gunnþór, mér fannst menn svolítið þungir yfir smá tíma eða jafnvel frekar kærulausir og vantaði smá greddu.
    Fannst allt annað að sjá liðið í seinni hálfleik og sér í lagi eftir mark nr 2.

    Hvernig í fjandanum fór dómirinn að því að dæma ekki víti þegar brotið var á Idrissa Gana í teignum undur lok leiksins?

    Allt annað að sjá Barkley í dag, óheppinn að skora ekki í fyrri hálfleik. Vörnin virkaði mjög solid með Williams og Funes Mori (smá klikk þó um tvisvar í leiknum þar) en einnig voru Coleman og Oviedo flottir. Ekki gleyma að Robles spilaði óaðfinnanlega sem er nú bara sjaldséð sjón þegar hann á í hlut.
    Barry var magnaður og Lukaku var funheitur.
    Versti leikmaður Everton í dag var klárlega Idrissa Gana að mínu mati, hef bara ekki séð hann gera jafn mörg mistök eins og í dag en hann var jafnan besti maður Everton amk í fyrstu 6-7 leikjum liðsins.

    Frábært að halda hreinu og gaman að vera bara 5 stigum frá efsta sætinu og næsti leikur er gegn Chelsea um næstu helgi sem eru með 4 stigum meira en við. Gætum náð Tottenham í næstu umferð en liðin fyrir neðan okkur eru með 3 stig færri en Everton og verra markahlutfall svo við höfum styrkt stöðu okkar meðal 6 efstu og sækjum ofar.

    Everton bara búið að fá á sig 8 mörk sem er önnur besta vörn deildarinnar á eftir Tottenham, allt annar bragur á vörn liðsins heldur en seinustu tvö árin.

    Já og í viðtali við Sky núna eftir leikinn þá var Koeman enn og aftur að svara því játandi að hann væri til í að fá Rooney til Everton. Hvur veit?

  6. Finnur skrifar:

    Coleman og Barkley í liði vikunnar að mati BBC:
    http://www.bbc.com/sport/football/37817858

  7. Ari S skrifar:

    Mér fannst Lukaku frábær í þessum leik. Barkley sömuleiðis.

    Liðið var ekki þungt á sér. Robles með flotta hanska. 🙂

  8. Gunnþór skrifar:

    Veit ekki hvað veldur var að horfa á poolaranna daginn áður og við erum töluvert hægari í öllum aðgerðum einhvernvegin.

    • Elvar Örn skrifar:

      Ég er alveg sammála amk hluta úr leiknum þar sem menn voru ansi værukærir og jú virkuðu nokkuð þungir og kærulausir. Samt sáttur við 2-0 sigur alveg klárlega og vonandi er kominn stígandi í þetta aftur hjá okkur.
      Núna eigum við Chelsea í næsta leik og svo eru nokkrir stórir framundan fyrir áramótin, þá virkilega reynir á karakterinn í liðinu.

  9. Gestur skrifar:

    Það hefur ekkert verið fjallað um hné meiðsli Kone. Nú held ég að hann sé alveg búinn. Ég sá ekki leikinn en góð úrslit og fín spilamennska í aðdraganda markanna.