Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Bill Kenwright, Moutinho & íslenskir Everton aðdáendur - Everton.is

Bill Kenwright, Moutinho & íslenskir Everton aðdáendur

Joao Moutinho

Halló Halló! Ég veit ekki alveg hvað er í gangi hérna hjá okkur Íslendingum á everton.is en það virðist sem menn séu alveg hættir að tjá sig hérna á síðunni. Eru þið bara búnir að gefast upp og hættir að halda með liðinu því það er ekki ennþá búið að kaupa neinn? Nei, ég trúi því nú varla. Ég er allavegna þannig að ég held og mun halda með liðinu þangað til ég deyj, sama hvað bjátar á hjá félaginu. Ég hef samt ekki trú á öðru en að spjallið fari að lyftast upp því að ég tel Everton vera að klófesta Moutinho á næstu dögum og svo munu fleiri fylgja með. Það eru bara 11 dagar í fyrsta leik, svo þetta er bara að fara bresta á.

Sá óvenjulegi og sjaldséði hlutur sást í dag á evertonfc.com að Bill nokkur Kenwright kom opinberlega fram í viðtali við SkySports News og sagði að Moutinho væri ennþá EITT af aðal skotmörkum hjá Moyes í sumar og einnig sagði hann frá því að það væru fleiri nöfn sem væri verið að vinna í og þau væru sem betur fer ekki búin að leka í blöðin. Sem ég tel mjög gott því að okkar reynsla hefur ekki verið góð þegar það hefur verið opinberað hvaða leikmenn við viljum kaupa og hafa lið eins og Liverpool og Newcastle bókstaflega stolið af okkur leikmönnum, bara vegna þess að þau hafa komið á síðsutu stundu, boðið sama pening í leikmanninn og síðan boðið leikmanninum betri laun. 

Einnig sagði Kenwright að þeir leikmenn sem kæmu til félagsins yrðu aðins leikmenn sem myndu bæta hópinn, semsagt hann er ekki að fara fá 3-4 leikmenn sem eru síðan ekkert betri en unglingarir sem eru fyrir, svo að sjálfsögðu væri það ekki gáfulegt að fá þannig leikmenn, sem myndi kannski leiða til þess að okkar ungu efnilegu leikmenn hverfa á brott útaf fáum sem engum sénsum. Rodwell, Gosling og Baxter eru þau nöfn sem koma mér efast í huga þegar ég hugsa um okkar nýjustu ungu leikmenn sem ég held að gætu komið sterkir inní þetta á næstu árum og finnst mér mjög gott að hafa 7 manna bekk í vetur til að fá þessa menn á bekkinn og umgangast aðalliðið meira. Sem á eflaust eftir að hjálpa þeim mikið við að þroskast sem leikmenn.

Svo hefur Andy Johnson málið dregist á langinn en Kenwright sagðist búast við því að hann yrði leikmaður Fulham á næstu 24 klukkustundum. Sem ég ætla bara rétt að vona, því að ég vill ekki hafa leikmenn í liðinu sem hafa ekki áhuga á að spila fyrir félagið og það myndi eflaust hafa mjög neikvæð áhrif á Johnson að vera áfram, sérstaklega þar sem sjálfstraustið í honum var nú ekki mikið í fyrra þá myndi þetta bætast ofan á það litla sjálfstraust og eflaust verða til þess að hann verði alveg útá þekju á komandi tímabili. 

Áfram Everton! Koma svo, lyftum þessu aðeins upp hérna á everton.is bæði spjallinu og skoðunum á skrifuðum fréttum!

Comments are closed.