
Mynd: Everton FC.
Meistari Georg fór nokkrum orðum yfir afrakstur félagaskiptagluggans. Gefum honum orðið:
Þá er glugginn lokaður og að mínu mati komum við klárlega sterkari út úr honum heldur en fyrir gluggann, þó maður hefði klárlega viljað sjá 1-2 stór nöfn í viðbót.
Okkar stærsti veikleiki á síðustu leiktíð var varnarleikurinn. Fjarfestingarnar okkar á Stekelenburg, Williams og Gana hafa strax skilað sér í mun þéttari varnarleik.
Stekelenburg hefur komið gríðarlega á óvart í markinu og staðið sig frábærlega. Markmaður með mikla reynslu sem ætti að koma sér vel í vetur og sannaði fyrir Koeman að hann væri tilbúinn sem markmaður nr. 1 hjá Everton.
Williams er varnamaður sem kemur strax inn í liðið með gríðarlega reynslu og að mínu mati einn besti miðvörður heims á síðustu leiktíð.
Gana var pínu óskrifað blað hjá manni þar sem maður fylgdist lítið með Aston Villa í fyrra en sá hefur komið frábærlega inn í liðið, minnir mig mikið á Makelele sem gerði garðinn frægan hjá Chelsea.
Verðugt er að nefna líka Mason Holgate, þó hann sé ekki nýr leikmaður þá er hann alveg eins og nýr leikmaður þar sem hann hefur komið frábærlega inn í liðið í fjarveru Coleman. Gríðarlega efni þarna á ferð. Frammistaða hans kom í raun í veg fyrir það að Koeman taldi þörf á að kaupa nýjan backup hægri bakvörð.
Ef við skoðum svo framar á völlinn þá fengum við Bolasie sem er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður sem er með gríðarlegan hraða og er frábær „dribblari“ og getur tekið menn auðveldlega á. Hann er leikmaður sem Koeman ætti að geta unnið vel með, það sem hann vantar er meiri stöðugleiki og fleiri mörk og er hann kominn í lið sem hann ætti að geta blómstrað í. Gæti verið xfactor leikmaður fyrir okkur í vetur.
Enner Valencia var ekki beint framherjinn sem maður hélt að maður væri að fá sem samkeppni/backup fyrir Lukaku en með þetta lítinn fyrirvara var þetta í raun mjög sniðugt hjá Koeman. Leikmaður sem þekkir deildina vel og ætti að vera fljótur að aðlagast liðinu. Klárlega hæfileikaríkur leikmaður. Mér líður allavega betur hugsandi að vera með Valcencia þarna heldur en t.d. Kone.
Svo reikna ég með að Dominic Calvert-Lewin muni vera í U-23 liðinu í vetur.
Heilt yfir erum við búnir að styrkja okkur í vörn, miðju og sókn en eins og ég segi þá hefði verið frábært að fá 1-2 í viðbót, svona alvöru leikmenn. Svo má ekki gleyma að það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að halda Lukaku.
Spennandi tímabil framundan sem fer vel af stað hjá okkar mönnum.
Þessi kaup voru bara sæmileg, vona að Williams haldi sínu striki og Valencia ógni mikið í fjarveru Lukaku. Yrði ekki leiðinlegt að ná bikar á þessari leiktíð, þótt það væri bara Carling Cup.
Ég hef reyndar alltaf sagt það að það kann aldrei góðri lukku að stýra að kaupa haug af mönnum í einum glugga. Við erum að fá marga góða inn og klárlega með sterkari hóp en í fyrra.
Áhugaverðar fréttir varðandi Joe Harte að Everton hafi aldrei verið að stefna að því að fá kappann þrátt fyrir „áreiðanlegar“ fréttir þess efnis,,,t.d. frá Sky og BBC.
Það virðist vera nokkuð sama uppá teningnum þegar kemur að Sissoko, Everton hafði áhuga en var aldrei að vinna í því á seinasta degi að fá kappann til Everton, það hefur bæði komið fram í viðtölum við Sissoko og einnig statement frá okkar ástkæra eiganda Moshiri en fréttir þess efnis komu fram á þessum sömu miðlum. Það ber því að taka öllu með nokkrum fyrirvara þegar kemur að rumours.
Til að fara yfir in and out þá er hér listinn:
In
Maarten Stekelenburg – Fulham, undisclosed
Bassala Sambou – Coventry, compensation
Chris Renshaw – Oldham, undisclosed
Idrissa Gueye – Aston Villa, £7.1m
Yannick Bolasie – Crystal Palace, £28m
Ashley Williams – Swansea, £12m
Dominic Calvert-Lewin – Sheffield United, £1m
Enner Valencia – West Ham, loan
Out
Leon Osman, released
Tony Hibbert, released
Tim Howard – Colorado Rapids, free
Steven Pienaar – Sunderland, free
Jordan Thorniley – Sheffield Wednesday, undisclosed
Jindrich Stanek – released
Felipe Mattioni – released
Conor Grant – Ipswich, loan
John Stones – Manchester City, £47.5m
Luke Garbutt – Wigan, loan
Brendan Galloway – West Brom, loan
Ryan Ledson – Oxford Utd, undisclosed
Russell Griffiths – Cheltenham, loan
Shani Tarashaj – Eintracht Frankfurt, loan
Án þess að ég sé að skjóta á neinn hér þá held ég líka að ef Everton hefði byrjað gluggann snemma á að kaupa einungis unglinginn Dominic Calvert-Lewin en hefði svo — á síðustu metrum félagaskiptagluggans — keypt Ashley Williams, Maarten Stekelenburg, Idrissa Gana Gueye og Yannick Bolasie fyrir þessa tugi milljóna punda (og fengið Enner Valencia að láni að auki)… þá hefði enginn kvartað yfir því að kaupin væru að gerast alltof seint og allir að tala um hvernig klúbburinn væri allt í einu farinn að spreða peningunum hans Moshiri eins og enginn væri morgundagurinn. 🙂
En á móti kemur að liðið væri þá hins vegar líklega ekki taplaust (í öllum keppnum) á þessum tímapunkti. 🙂
Góður punktur Finnur.
hefur Steini ekkert kíkt hérna inn eftir Burnley leikinn 🙂
Held ekki og ég allavega sakna hans ekki ?
Sælir félagar.Ég sakna þess að fá ekki góðan pistil frá Steina.
Það hefur ekki verið mikill áhugi á yarmelenko ef satt er.
Skil ekki Everton höfðu nægan tíma að kaupa Yarelenko örugglega mun betri kaup en að kaupa Sissako. Bjóða í hann rétt áður en glugginn lokar er bull ef fréttin er rétt frá félagi hans núna. Finnst frábært að kaupa unga efnilega menn t.d. frá Sheff. Utd spái að það verða bestu kaup Everton í sumar. Annars er ég sáttur með öll kaup Everton nema að kaupa Bolasie finnst hann allt of dýr og leigja Enner finnst hann ekki nægilega góður. Mjög slæmt að tapa sóknarmanninum til Arsenal þótt ég hafi aldrei séð hann spila en fjöldi marka hans segja um getuna. Hefði sleppt Bolasie og Enner og keypt Yarelenko og flottan sóknarmann í stað þeirra.
Bolasie er sennilega besti leikmaurinn af þeim öllum. Mér er sama hvað hann kostaði.