Seinni æfingaleikur Everton í USA fór betur en sá fyrri, nú gegn Colorado Rapids.
Everton komst yfir með marki frá Arteta á 6 mínútu með mögnuðu marki rétt utan markteigs, klíndur í neðanvert vinstra hornið. Arteta átti þarna frábæran undirbúning.
Tim Howard varði 4 sinnum alveg stórkostlega í leiknum og var að sögn maður leiksins.
Jagielka fór í stöðu Carsley og er það eitthvað sem við gætum séð oft í vetur að ég tel.
Rapids jöfnuðu rétt uppúr hálfleik þar sem Yobo misreiknaði eilítið, eða var örlítið of seinn, en kallinn kom seinastur allra til USA og er því rétt að komast í form nú.
Jose Baxter, já þessi 16 ára, kom inná og fékk sendingu á 87 mínútu og var kominn í ágætt skotfæri, en þess í stað sendir hann boltann fallega fyrir Osman sem setur boltann í netið. Lygilega vel gert af þessum unga Everton framherja.
Lokastaðan 1-2 fyrir Everton.
Umfjöllun fengið frá Elvari bró af spjallinu og má lesa slúður o.fl. af spjallinu hér.
Comments are closed.