Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton U23 sigurvegarar Liverpool Senior Cup - Everton.is

Everton U23 sigurvegarar Liverpool Senior Cup

Mynd: Everton FC.

Sigurganga Everton U23 á tímabilinu hélt áfram í dag en þeir voru að vinna sinn annan bikar á tímabilinu — sem varla er þó hafið. Þeir unnu, eins og fram kom hér, Supercup NI í síðasta mánuði og í dag tryggðu þeir sér sigur í Liverpool Senior Cup með 3-0 sigri á Prescot (sjá vídeó).

Þess má geta að Liverpool Senior Cup er fyrir liðin innan borgarmarka Liverpool (til dæmis: Everton, Tranmere og Liverpool) og liðin á nærliggjandi svæðum (eins og: Bootle, Southport, Kirkby Town, Burscough, Formby, Skelmersdale, Earles Town, Marine og fleiri).

Átta lið tóku þátt í ár en Everton mætti Widnes í fjórðungsúrslitum (8-0 sigur), Skelmersdale í undanúrslitum (4-0 sigur) og nú Prescot (3-0) í úrslitunum. Samanlögð markatala því 15-0 — geri aðrir betur. Everton liðið hefur oftast lyft þessum bikar frá stofnun keppninnar (árið 1883) eða 46 sinnum en Liverpool koma næstir (40).

Mörk Everton í leiknum skoruðu Ryan Ledson úr víti (sjá mynd), Courtney Duffus og Leandro Rodriguez.

Til hamingju Everton U23, vel gert!

2 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Flott hjá strákunum.

    Að öðru þá verður Besic frá í 6 mánuði eftir meiðslin sem hann hlaut í leiknum gegn United um daginn. Idrissa gæti því spilað meira í byrjun leiktíðar en maður gerði ráð fyrir.

    http://www.footballinsider247.com/everton-midfielder-posts-twitter-message-about-shattering-injury-blow/

  2. Finnur skrifar:

    Hægt er að sjá mörkin öll í bikar-sigrinum hér…
    https://www.youtube.com/watch?v=NLLxflkX1gw