Mynd: Everton FC.
Uppstillingin: Stekelenburg, Oviedo, Funes Mori, Pennington, Coleman, Cleverley, Davies, Mirallas, Barkley, Deulofeu, Tarashaj. Varamenn: Robles, Stones, Galloway, Baines, Hewelt, Holgate, Lennon, Gibson, Besic, Grant, Dowell, McGeady.
Everton fékk óskabyrjun í leiknum þegar Deulofeu komst inn í sendingu frá miðverði til markvarðar, náði að pota framhjá markverðinum í átt að marki og boltinn var við það að leka inn þegar hinn miðvörður MK Dons reyndi að hreinsa frá marki. Sýndist boltinn fara í Deulofeu og þaðan aftur í miðvörðinn og inn — líklega því sjálfsmark. Reyndar var það skrifað á Deulofeu í hálfleik. Gildir einu. 1-0 fyrir Everton strax í byrjun.
Klassamunur á liðunum var augljós, enda mótherjar Everton í ensku C deildinni. Everton mun meira með boltann og MK Dons ekki að skapa sér nein færi að ráði fyrsta hálftímann á meðan Everton var sífellt að banka á dyrnar og opna vörn þeirra. Pressan hjá Everton var hátt upp völlinn eins og Koeman var búinn að gefa í skyn að yrði forskriftin.
Uppstillingin nokkuð hefðbundin: Stekelenburg í marki, Ovideo og Coleman bakverðir í sínum stöðum, Funes Mori (vinstri) og Pennington (hægri) miðverðir. Cleverley, Davies og Barkley á miðjunni, Mirallas þeim til aðstoðar á vinstri kanti, Deulofeu og Tarashaj frammi. Helst að framlínan væri nokkuð fljótandi og maður sá Mirallas leita stundum inn á miðjuna og Deulofeu ýmist fremstur, fyrir aftan fremsta mann eða á köntunum. Rétt að taka lýsingunni á leikskipulaginu með fyrirvara.
Deulofeu átti flotta stungu á Mirallas á 15. mínútu sem setti Mirallas í dauðafæri einn á móti markverði en skotið frá honum beint á markvörð. Mjög illa farið með gott færi eftir flottan undirbúning frá Deulofeu.
Þulirnir bentu á að leikmaður MK Dons hefði átt að fá rautt á 18. mínútu eftir glórulausa tæklingu á Davies en Mike Dean dómari sá það ekki. En Everton svöruðu bara með marki. Deulofeu stakk vinstri bakvörð MK Dons gjörsamlega af, komst upp að endalínu við mark og með of marga varnarmenn í sendingarlínunni vippaði hann bara yfir á Barkley sem kom á siglingu og afgreiddi boltann í netið. 2-0 fyrir Everton eftir aðeins 19 mínútna leik.
Fyrsta almennilega færi MK Dons kom á 24. mínútu þegar Tarashaj gaf þeim aukaspyrnu við horn vítateigs vinstra megin og úr aukaspyrnunni þurfti Stekelenburg að hafa sig allan við að slá boltann frá marki en boltinn virtist stefna upp í samskeytin vinstra megin.
MK Dons náðu svo að jafna með flottu marki á 31. mínútu og þeir virtust búa það til upp úr nánast engu (svipaði svolítið til marks Barkley um daginn). Sóknarmaður þeirra fékk boltann í D-inu á vítateignum og tók snúninginn og skot sem fór í neðanverða slána og inn. Staðan 2-1 fyrir Everton og þetta þar með fyrsta markið sem Everton fær á sig í þremur leikjum á undirbúningstímabilinu.
Nýi ungi sóknarmaður Everton, Tarashaj, var næstum búinn að auka forystuna strax á 34. mínútu þegar hann tók snúninginn inni í teig og afgreiddi boltann í netið en dómarinn hafði komið auga á að hann snerti hann óvart með hendinni í undirbúningnum. Synd, því markið var flott.
MK Dons hefðu svo átt að jafna á 41. mínútu þegar leikmenn Everton vörðu tvisvar á línu eftir horn — í bæði skiptin var Oviedo réttur maður á réttum stað.
Tarashaj virtist svo meiðast rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann og leikmaður MK Dons flæktu fæturna saman þegar þeir duttu. Börurnar tilbúnar og maður var viðbúinn mjög slæmum fréttum þegar svo virtist sem það bara hafa verið högg á nefið eftir allt saman (blóðnasir).
2-1 fyrir Everton í hálfleik.
Tarashaj var skipt út af í hálfleik fyrir McGeady sem tók við hægri kanti. Kannski meiddist Tarashaj eftir allt saman. Vonandi ekki þó.
Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega með tilraun á mark frá báðum liðum á aðeins 2ja mínútna kafla strax í upphafi hálfleiks og svo var Pennington ekki langt frá því að bæta við marki þegar hann fékk frían skalla eftir horn strax á 47. mínútu en boltinn yfir markið.
Stekelenburg sýndi hvers hann er megnugur þegar MK Dons komust skyndilega inn fyrir varnarlínuna og náðu skoti á mark en Stekelenburg fljótur að koma á móti, gera sig breiðan og drepa færið í fæðingu.
Hinum megin fór Mirallas illa með dauðafæri sem hann og Deulofeu höfðu skapað með mjög skemmtilegu samspili og flottum töktum — en skaut hátt yfir markið í ákjósanlegu færi.
Á 61. mínútu skipti Koeman svo út nánast öllu liðinu (fyrir utan markvörðinn og Deulofeu). Ný uppstilling 4-4-1-1 var eitthvað á þessa leið: Stekelenburg í marki, Baines í vinstri bakverði, Galloway (fyrrum MK Dons leikmaður — fagnað vel þegar hann kom inn á) og Stones miðverðir, Holgate í hægri. Lennon vinstra megin á miðjunni, Gibson og Besic á miðjunni. McGeady hægra megin. Dowell í holunni og Deulofeu frammi.
McGeady fékk algjört dauðafæri á 72. mínútu þegar boltinn barst óvænt til hans eftir góðan undirbúning frá Baines. Með frítt skot upp við mark og aðeins markvörðinn fyrir framan sig hefði hann getað hann sett boltann hvort sem heldur vinstra megin eða hægra megin við markvörðinn en í staðinn endaði hann á að reyna að setja boltann í gegnum klofið og boltinn fór í annan fótinn á markverði og endaði í fanginu á honum. Jú, McGeady fær prik fyrir að koma sér í mjög góða stöðu og dauðafæri en hann einfaldlega verður að afgreiða þetta mun betur og það var greinilegt að hann vissi það.
Conor Grant var skipt inn á fyrir Deulofeu á 79. mínútu en leikurinn var á þeim tímapunkti orðinn „scrappy“ og lítið virtist að gera. En þá allt í einu bætti Everton bara við marki á 86. mínútu. Markið kom upp úr fyrirgjöf sem Besic skallaði að marki og boltinn breytti um stefnu af varnarmanni MK Dons og endaði í netinu. 3-1 fyrir Everton og það reyndust lokaniðurstöður.
Þriðji sigurleikurinn í röð og fyrsta markið sem liðið fær á sig. Dresden bikarinn næst með leikjum við Dynamo Dresden, Werder Bremen og Real Betis.
Ykkar skoðun á leiknum eða frammistöðu leikmanna?
Barkley, Deulofeu og Mirallas öflugir saman í þessum fyrstu tveimur leikjum. Verður gaman að sjá Lukaku bætast við sóknarlega.
Koeman gaf það til kynna að Deulofeu væri fyrstur kallaður til sem framherji í fjarveru Lukaku (áhugavert).
Skv miðlum er Idrissa Gueye miðjumaður á leiðinni í Medical hjá Everton? How do you like?
hef ekkert séð til hans en hann er talinn mjög góður afturliggjandi miðjumaður eftir því sem ég hef lesið um hann. Væri líka gott að fá Kone frá Sunderland…….hann var frábær og gott að hafa einn Kone í liðinu, hinum hlýtur að verða hent 🙂
Þetta virðist nánast komið með Idrissa Gueye
http://www.itv.com/news/2016-07-29/aston-villa-manager-confirms-idrissa-gueye-is-poised-to-join-everton/
Þarna erum við að tala saman
Ryhad Mahrez til Everton
http://www.footballtransfertavern.com/premiership/everton-preparing-shocking-40m-hijack-on-premier-league-rivals-deal/?utm_source=feedburner&utm_medium=feed&utm_campaign=Feed%3A+TransferTavern+%28The+Transfer+Tavern+Home+Page%29
Það væri geðveikt. En var ekki Leicester no-poach klausa í samningi Walsh?
Ég bara veit það ekki.
Mahrez tel ég nú ólíklegt en maður má vona.
Það er alveg að styttast í ALVÖRU signing hjá Everton er það ekki?
Er bein útsending frá leiknum í kvöld á móti Dynamo Dresden?
Já, á http://preseason.evertonfc.com. Útsendingin er byrjuð…