Samningar nást um Steve Walsh í stöðu Director of Football

Mynd: The Guardian.

Samkvæmt Sky Sports (en að öðru leyti óstaðfestum fregnum) var Everton í dag að ná samningum við Leicester um ráðningu Steve Walsh í stöðu Director of Football. Sky Sports sögðu við þetta tilefni: „[Steve] Walsh has been at Leicester since November 2011 and has been widely praised for setting up one of the best player recruitment departments in the country“ en hann var bæði aðstoðarmaður Claudio Ranieri sem og yfir njósnateyminu sem uppgötvaði og sá til þess að Jamie Vardy, Riyad Mahrez og N’Golo Kante kæmu til Leicester. Eins og kunnugt ætti að vera lögðu þessir þrír leikmenn grunninn að sigurgöngu Leicester í ensku Úrvalsdeildinni. Hér er áhugaverð grein um aðferðir Walsh og áherslu hans á tölfræði leikmanna, en greinin var birt þegar síðasta tímabil var rétt að byrja (og Leicester enn bara spútnik lið á niðurleið).

Walsh skrifaði reyndar undir framlengingu á samningi sínum við Leicester í maí á þessu ári, en nýr eigandi Everton, Farhad Moshiri, var, að sögn, ákveðinn í að landa sínum manni og borga það sem þurfti.

Þetta eru ansi stórar fréttir, ef rétt reynist, og vonandi að þetta fái snjóboltann til að rúlla hvað styrkingu á leikmannamarkaði varðar, en ansi lítið hefur verið að gerast þar undanfarna daga og vikur.

Í öðrum fréttum er það helst að skriður virðist kominn á samningaviðræður um nýjan leikvang en borgarstjóri Liverpool, Joe Anderson — mikill Everton maður (líkt og meirihluti Liverpool borgar), sem og Farhad Moshiri og Bill Kenwright áttu fund um nýjan leikvang og eftir þann fund var borgarstjórinn vongóður um að hægt væri að klára málið á tveimur árum.

Leikmenn sitja ekki auðum höndum heldur en Everton vann æfingaleik sinn við tékkneska liðið FK Jablonec, 1-0 (sjá vídeó) en mark Everton skoraði ungliðinn Brendon Galloway. Leikmenn eru annars smám saman að mæta aftur á æfingasvæðið, eftir að skyldum þeirra með landsliðum sínum lauk, en sjö leikmenn mættu til æfinga á dögunum, þeir Funes Mori, Stones, Barkley, Coleman, McCarthy, McGeady og Tarashaj.

Af ungliðunum er það að frétta að miðjumaðurinn Harry Charsley, varnarmaðurinn Antonee Robinson og sóknarmaðurinn Tyrone Duffuss skrifuðu allir undir framlengingu á sínum samningum við klúbbinn. Og í dag skrifuðu Callum Connolly og Conor Grant einnig undir samning við Everton.

7 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Varðandi leikvanginn þá virðist vera lögð mikil áhersla á að hann verði staðsettur á hafnarsvæðinu. Hef séð þetta í einhverjum miðlum amk.

    Leiðindar staða sem komin er upp varðandi beinar útsendingar í vetur en miðdags laugardags leikirnir verða ekki sýndir, fyrir utan einn sem þeir velja. Það er því ljóst að Everton verður á eftir nokkrum liðum þar í goggunar röðinni og Burnley og Swansea líklega ofar líka með Íslandinga innanborðs.

    Held að menn þurfi að finna aðrar leiðir vilji menn ná öllum leikjum í vetur en sunnanmenn geta kannski treyst á Glaumbar í því samhengi. Nú þarf maður að skoða möguleika via the internet, via gervihnött og via fótboltabar (á Akureyri í mínu tilfelli). Sjáum hvað setur.
    http://www.fotbolti.net/news/19-07-2016/bara-einn-leikur-beint-i-enska-a-laugardogum-klukkan-14#ixzz4ErmdvXik

  2. Finnur skrifar:

    Það virðist renna frekari stoðum undir þetta að Liverpool Echo greindu frá því að einn af aðal njósnurum Everton, Steve Brown (first-team scouting and recruitment co-ordinator) sé á leið burtu…
    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/top-everton-scout-leave-manchester-11636976

    Velti fyrir mér hvort hann líti svo á sem hann verði sniðgenginn þegar kemur að ráðningu í þessa nýju stöðu.

    • Einar Gunnar skrifar:

      Það verður auðvitað einhver að bera ábyrgð á kaupunum á Oumar Niasse. Ljóta klúðrið.

  3. Finnur skrifar:

    Mjög áhugaverð greining um Walsh hjá Liverpool Echo:
    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/everton-new-man-steve-walsh-11642945?

    Tilvitnun: „Hugely popular within the game, Walsh is perceived as likeable and amiable character, relaxed and jovial, and those close to Leicester say that the loss of Walsh will be more keenly felt than the departure of Kante, who was sold to Chelsea last week – for a profit of over £25m.“

  4. Elvar Örn skrifar:

    ÞÁ ER ÞAÐ STAÐFEST

    Steve Walsh er nýr Director of Football hjá Everton. Er þetta kalla yfirmaður knattspyrnumála“ á Íslensku?

    http://www.evertonfc.com/news/2016/07/21/walsh-appointed-as-director-of-football?