Mynd: Everton FC.
Everton mætti United í undanúrslitum FA bikarsins í dag og töpuðu naumlega 1-2. Everton liðið átti mjög góðan leik og skapaði nóg af færum til að vinna tvo til þrjá leiki, en það var sambland af lélegri nýtingu og frábærri markvörslu De Gea sem kom í veg fyrir úrslit sem voru okkur að skapi.
Uppstillingin í leiknum: Robles, Baines, Stones, Jagielka, Besic, Lennon, McCarthy, Gibson, Cleverley, Barkley, Lukaku. Varamenn: Howard, Hibbert, Oviedo, Mirallas, Deulofeu, Osman, Pennington.
Gott að sjá Jagielka aftur í vörninni en Besic átti erfitt í dag með að leysa Coleman af gegn Martial, enda ekki hans staða.
Leikurinn var opinn og skemmtilegur, með færi á báða bóga. United voru meira með boltann og sterkari í fyrri hálfleik en Everton átti betri færi framan af. Í raun allt annað að sjá til liðsins en í síðustu leikjum.
Everton byrjaði leikinn af krafti og Barkley var næstum búinn að stela boltanum af aftasta manni aðeins nokkrum sekúndum eftir að leikurinn var flautaður á. Stuttu síðar (á 5. mínútu) fékk Lukaku dauðafæri þegar langur bolti kom fram og hann vann einvígi við Blind, komst framhjá Smalling og komst einn upp að marki og svo framhjá De Gea. Opið mark, að því er virtist, þó færið hafi verið þó nokkuð þröngt en Lukaku kom boltanum á rammann og var hársbreidd frá því að skora ef Rooney hefði, því miður, ekki verið mættur aftast til að hreinsa frá með skalla. United menn stálheppnir.
United menn svöruðu með skoti frá Lingaard á 12. mínútu en hann hafði fengið stungu frá miðju (frá Rooney) og náði fríu skot á mark, en beint í kassann á Robles.
Lukaku átti svo annað skot á rammann á 15. mínútu eftir stungu frá Cleverley en snertingin slæm þegar hann reyndi að leggja hann fyrir sig. En, þegar maður hélt að þetta væri búið náði hann samt skoti á mark úr þröngu færi sem De Gea þurfti að verja með ökklanum.
Á 34. mínútu gerðu Everton sig seka um slæm varnarmistök — eins og svo oft áður á tímabilinu. Martial lék á Besic, varaskeifu okkar í hægri bakverðinum, og komst upp að endalínu alveg upp við mark. Sendi stuttan bolta fyrir þar sem Fellaini var mættur og potaði inn.
Staðan 0-1 fyrir United og þannig var það í hálfleik.
Mikið betra var þó að sjá til Everton í seinni hálfleik og menn klárlega tilbúnir að gefa allt til að framlengja tímabilið.
Everton fékk það sem virtist vera líflína á 55. mínútu þegar Mensah klippti niður Barkley inni í teig. Vítaspyrna og Lukaku mættur á punktinn. Hann átti flotta spyrnu lágt í vinstra hornið, en — eins svo og oft áður gegn Everton — þá reddaði De Gea með glæsilegri vörslu. Þetta hleypti þó lífi í Everton liðið sem jók pressuna og virtust allan tímann vera líklegir til að jafna eftir þetta — ef bara þeir gætu klárað færin sín.
Lennon átti til dæmis flotta fyrirgjöf á Cleverley á fjærstöng vinstri megin en Cleverley hitti ekki boltann. Þeir komust svo í dauðafæri aftur tveimur mínútum síðar þegar Cleverley komst upp vinstra megin og sendi háan bolta fyrir. Besic í algjöru dauðafæri en Lukaku (í verra færi en Besic) var fyrstur í boltann og skallaði yfir.
Fellaini komst í dauðafæri hinum megin en Jagielka datt og náði að blokkera skotið. Spurning hvort rétt hefði verið að dæma víti þar sem boltinn fór í hendina á honum en ef út í það er farið hefði fyrst átt að dæma fyrir peysutog á Fellaini.
Cleverley komst enn á ný í dauðafæri skömmu síðar eftir fyrirgjöf frá Lukaku en hitti ekki boltann. Allt allt allt of mörg dauðafæri farin forgörðum hjá Everton.
Lennon var skipt inn á fyrir Deulofeu á 70. mínútu og sá átti eftir að breyta leiknum töluvert. Hann átti fyrirgjöf á 76. mínútu á Lukaku en boltinn breytti um stefnu af Smalling og fór inn. Staðan orðin 1-1 og Everton bylgjan klárlega vaxandi.
Deulofeu átti annað skot stuttu síðar sem De Gea varði vel og Lukaku skallaði framhjá úr góðu færi. Hefði átt að gera betur þar, eins og oft áður í leiknum en hann var með 7 tilraunir á markið.
Everton fékk dauðafæri á 81. mínútu þegar þeir náðu boltanum af Fellaini og komust í hraða skyndisókn — fjórir á móti þremur varnarmönnum og eftir nett samspil endaði boltinn hjá Lukaku alveg upp við mark en Fellaini náði að bjarga sér með því að blokkera skotið með hnénu og í horn. Enn á ný illa farið með gott færi.
Þremur mínútum bætt við leikinn vegna tafa og rétt áður en dómarinn flautaði náðu United að skora. Herrera náði einhvern vegin — liggjandi — að pota boltanum gegnum vörnina til Martial, sem komst í dauðafæri og skoraði. Suckerpunch sem ræður úrslitum á síðustu sekúndunum, þrátt fyrir flotta frammistöðu Everton. Tímabilið í hnotskurn, í raun, að megninu til.
Allir í sókn í lokin en enginn tími til að jafna. Everton því úr leik í FA bikarnum þrátt fyrir flotta frammistöðu bæði í dag og fyrr í þessari keppni. Óheppni í raun að liðið skyldi tapa, þegar horft er til fjöld dauðafæra (að ekki sé minnst á vítið). Ótrúlegt að ná ekki að setja boltann í netið oftar og klára þennan leik. En, svona er þetta stundum.
Við verðum að skora fyrst, þá er séns.
eg get ekki horft fæ hjartatruflanir byrjar ekki vel þvælast með boltan a eiginn og setja a okkur pressu
Þetta er algjör skelfing. Það er bara tímaspursmál hvenær manure skorar og flóðgáttirnar opnast.
þetta er ástæðan fyrir að martinez er að drulla uppá bak hann breytir ekki neinu spila a milli aftast gefa a markmann og langur bolti framm þvilik hormung
Game over ????
Hverngi má það vera að Fellaini nái að skora og það eru fjórir í vörninnni, en enginn til að dekka hann – þetta var hræðilegt á horfa.
??
Burtu með þennan stjóra segji ég enn og aftur. Hann hefði átt að fara fyrir löngu.
langar að seigja svo margt enn það er of ljótt held eg drulli mer ut að veiða bara 🙂 áframm everton!!!!
Samt flott spilamennskan í dag verð ég að segja, helling af færum. Dugar ekki til og Martinez þarf að finna nýja vinnu.
Sigur í næsta leik hef ég heyrt, enda er Elíta Everton manna frá Íslandi á leiðinni út til að styrkja stoðirnar. Spái 3-0 í þeim leik, ekki flókið.
Þetta var bara lélegt gegn lélegu man utd liði sorry.
Þvílíkur bullari Gunnþór, Everton voru ekki lélegir. Gríðarlega sterkir í seinni og óheppnir að tapa. Sárt að tapa en að segja að Everton hafi verið lélegir er bara steypa. Martinez fær samt að fara og það er bjart eftir að klúbburinn fékk nýjan eiganda, verður mjög áhugavert sumar og engin ástæða til svartsýni í ljósi þess, vittu til.
elvar þeir drulluðu uppá bak i 45 minotur og ágætir i 45 tipiskur martinez breitir hugmyndafræðini ekkert þetta helvitis spil a milli oftustu manna kostaði okkur leikinn enn og aftur
Flottur seinni hálfleikur hörmulegur fyrri hálfleikur. Þetta tímabil er búið. Ánægður að sjá nýja eigandann á vellinum hefur greinilega áhuga á fótbolta það lofar góðu. Núna þarf Everton að hreinsa til í sumar. Þeir sem vilja ekki spila fyrir Everton mega fara. Fáum 100 millur fyrir Lukaku og Stones saman nema þeir vilji vera áfram. Martinez þinn tími er búinn. Núna þurfum við nýjan alvöru stjóra ekki Moyes takk. Kannski hentar stjóri City núna til að taka við Everton til að rífa upp liðið. Hvern viljið þið sem næsta stjóra Everton ég vill fá þann eina sanna Mora fyrrverandi stjóra Chelsea.
Vill koeman takk.
Gunnþór í ruglinu…
Áfram Everton 🙂
Grínlaust það hefðum við verið best settir með Hibbert í hægri bakbak, Besic algjörlega á þekju svona úr stöðu.
Ég held þú ofmetir svolítið stöðuna á Hibbert. Hann fékk sinn fyrsta leik með U21 árs liðinu á dögunum og entist ekki nema einn hálfleik, ef ég man rétt. Hann hefði fengið ennþá verri útreið gegn Martial en Besic.
Besic var það slæmur í þessari stöðu að Hibbert hefði verið skárri kostur. Var mín skoðun fyrir leik.
Elvar minn á venjulegum degi hefðum við valtað yfir utd í dag, þeir voru sorglegir í dag en það sem verra var að við vorum ennþá sorglegri það er staðreynd.
Vorum sorglegir gegn Liverpool en ekki í dag,bara mín skoðun. En sorglegt að tapa.
Hvað halda menn? Fáum við mikið fleiri stig í deildinni? Sorry fyrir utan Bournemouth leikinn?
Gott comment Eiríkur varðandi Bournemouth leikinn, ekki veitir af. Tökum nóg af myndum og deilum hér vonandi.
EF við töpum öllum leikjunum sem eftir eru þá getum við fallið.
Ég hef trú á því að Íslendingahópurinn sem fer út bjargi þessum þremur stigum!
Góða ferð. 🙂
sælir félagar ég sá hluta af fyrrihálfleik og alla seinnihálfleik.Sko ég sá ekki fyrstu 20 mín og eftir það sem ég sá af fyrrihálfleik var hörmung. Þvílík breyting á liðinu í seinnihálfleik.Seinnihálfleikurinn var bara æðislegur að okkar hálfu.Enn ég held samt að við ættum að skipta um stjóra í sumar og láta nokkra fara og fá betri leikmenn til everton.Ég held að það sé kominn tími á það hann hefur að mínu dómi ekkert gert.
Mjög kaflaskiptur leikur, Utd betri í fyrrihálfleik, þrátt fyrir það fengum við 2 dauðafæri í fyrrihálfleik sem menn virðiast vera að gleyma, en varnarleikurinn var skelfilegur fyrstu 45 mín. Lukaku klaufi í báðum tilvikum með að sparka boltanum of langt frá sér.
Seinnihálfikur var með þeim betri sem ég hef séð í langan tíma hjá liðinu. Lukaku hefði alveg getað skorað 4 mörk í þessum leik en þetta var einhvernvegin ekki hans dagaur sem kórónaðist með því að klúðra úr víti. Það er í raun rannsóknarefni að við þurftum sjálfsmark til að skora, því nóg var um færin. Hefði vilja fá Deulofeu inn strax í hálfleik enda sást vel hvað hann bauð upp á þegar hann kom inn á.
Gríðarleg vonbrigði þetta tímabil, komast í undanúrslit í báðum keppnum og í báðum þeim leikjum fannst manni illa á okkur vegið með úrslit. Höfum ekki komist í undanúrslit í þessum tveim keppnum á sama tíma síðan 1984. Deildin er búin að vera hörmung. Framanaf tímabili vorum við að spila glimrandi vel og flottan sóknarbolta en úrslitin voru á ótrúlegan hátt ekki að detta okkar megin. Núna síðustu 3-4 vikur höfum við einfaldlega verið lélegir og voru þessar 45 mín í seinni hálfleik gegn Man Utd þær langbestu síðustu vikurnar.
Það besta úr þessu væri að ná upp í 10 sætið, þar sem við erum 6 stigum frá 10. sæti en eigum leik inni (Stoke er í 10. sæti). Þarf mikið að ganga upp til að ná því, en eina sem ég bið um er að enda tímabilið á nokkrum góðum úrslitum.
Everton-Bournmouth næstu helgi og við strákarnir verðum á pöllunum að öskra liðið áfram. Væri ánægjulegt að sjá svona eins og 3-4 mörk frá okkar mönnum. Það myndi klárlega bjarga geðheilsunni hjá manni 🙂
Þið hvetjið liðið í gang, þetta verður rosaleg ferð góða skemmtun.
Gerum það Gunnþór.
Já og Kieran Dowell var að setja þrennu fyrir varaliði. Er búinn að vera að segja ykkur það, þessi drengur á að fá séns í þessum seinustu seinustu leikjum.
Öll mörkin hjá Dowell eru fyrir utan teig, svakaleg mörk.
http://www.evertonfc.com/fixtures/2010-to-2019/2015-2016/barclays-premier-u21-league/everton-u21-vs-leicester-city-u21/match
Ekki gott að nota ungan á meðan allt er í rugli hjá liðinu, stones virðist ekki höndla það.
Ósammála. Segjum að hann spili leikinn gegn Bournemouth, engin pressa og hann skorar og tryggir Everton sigur. Engin áhætta, bara alls engin. Við félagarnir förum yfir þetta með Martinez fyrir leik.
Hvað fara margir út ?
Held það séu 8 stk
Góða skemmtun ?
Team news…
Kieran Dowell could make his Premier League debut against AFC Bournemouth after manager Roberto Martinez said the young attacker is ‘ready for an opportunity with the first-team’.
However, the Toffees will definitely be without Phil Jagielka, Seamus Coleman (both hamstring), Gareth Barry (groin) and Ramiro Funes Mori (suspension).