Mynd: Everton FC.
Everton liðið hefur sýnt frábæran sóknarbolta en verið gagnrýnt fyrir slakan varnarleik á tímabilinu. Í kvöld var þó augljóst að þeir hafa engu gleymt í því hvernig á að loka á andstæðinginn því vörnin og markvörðurinn (með hjálp miðjunnar) áttu fantagóðan leik gegn sterku liði City á þeirra afar sterkum heimavelli. Og voru meira að segja betra sóknarliðið í fyrri hálfleik.
Engu liði á tímabilinu — þó allar keppnir séu taldar — hefur tekist að koma í veg fyrir að City skori á heimavelli, þangað til Everton mætti en það (að City skori ekki á heimavelli) gerðist síðast í byrjun síðasta árs.
Uppstillingin í kvöld: Howard, Baines, Mori, Jagielka, Stones, Barry, Besic, Osman, Deulofeu, Barkley, Lukaku.
Ari og Finnur skiptu með sér leikskýrslu kvöldsins, þar sem hvorugur sá allan leikinn í heild sinni en til samans náðum við nógu miklu til að dekkja allt sem gerðist.
Fyrri hálfleikur var mjög skemmtilegur og mikið fjör báðum megin vallar. Howard frábær allan leikinn og hélt okkur oft inni í leiknum. Til dæmis þegar hann varði mjög góðan skalla frá Toure í horn af stuttu færi eftir um 15 mínútur en lítið hafði verið að gerast fram að því. Barkley svaraði strax upp úr skyndisókn, komst í færi en varið í horn.
City menn voru meira með boltann og sóttu vel en Everton áttu sínar frábæru sóknir og sköpuðu oft hættu. Besta færi leiksins líklega þegar Lukaku sendi boltann frá hægri innan vítateigs á Leon Osman sem kom aðvífandi frá vinstri, tók boltann á lofti og skaut viðstöðulaust — gott innanfótar bogaskot sem sleikti utanverða stöngina. Hefði vel getað orðið mark ársins hjá Everton eða bara jafnvel allri deildinni. Frábærlega vel gert hjá okkar mönnum og City menn hefðu ekki getað kvartað þó þeir hefðu lent undir þar.
Deulofeu var mjög nálægt því að skapa dauðafæri stuttu áður sem Otamendi náði að bjarga í horn og Lukaku komst í færi eftir skyndisókn á 33. mínútu en skaut yfir. Everton með betri færin í fyrri hálfleik.
Staðan í hálfleik 0-0 og allt gat gerst. Besic að halda uppteknum hætti frá fyrri leikjum, verið frábær síðan hann kom til baka eftir meiðsli. Tæklandi út um allan völl og hélt Toure og Aquero (þegar á þurfti að halda) niðri.
Seinni hálfleikur mun erfiðari okkar mönnum sem þurftu að verjast sterkri pressu frá City. Það verkefni leystu þeir afskaplega vel af hendi og komu lengi vel í veg fyrir að City menn fengju færi. En stíflan virtist ætla að bresta að lokum og Aguero gaf tóninn á 62. mínútu með viðstöðulausu þrumuskoti innan teigs sem fór beint á Howard. Ef boltinn hefði farið öðru hvoru megin við Howard hefði það gefið City mark.
Howard varði örfáum mínútum síðar glæsilega frá Sterling og City menn hertu þumalskrúfuna í leit að sigri. Nokkru síðar átti Howard líka glæsilega vörslu eftir skot frá Aguero af „point-blank range“ þar sem Mori gerði vel í að trufla Aguero nógu mikið til að fipa hann en ekki nóg til að brjóta af sér.
Tvöföld skipting hjá Everton fylgdi þar sem Pienaar og Kone komu inn á fyrir Deulofeu og Osman. Ekki breytti það gangi leiksins þó Deulofeu hafði virkað sem farþegi í leiknum lengi vel því Pienaar virkaði mjög ryðgaður á móti og vantar sárlega fleiri leiki til að komast í form.
Allt leit út fyrir 0-0 varnarsigur þegar rétt undir lokin að maður hélt að öll þessi vinna og barátta væri til einskis þegar City hefðu með réttu átt að fá víti á síðustu andartökum leiksins — Stones klippti niður Sterling utarlega í teignum vinstra megin en dómarinn alveg viss í sinni sök: ekkert víti. Ari benti á að Sterling hefði fyrst sparkað boltanum út af en hvað um það — það breytir litlu. Stones slapp með skrekkinn.
Lokastaðan því 0-0 jafntefli sem við þiggjum í kvöld og myndum alveg þiggja líka í næsta leik við þá, því það væri nóg til að komast í úrslit deildarbikarsins.
Einkunnir Sky Sports: Howard (8), Baines (6), Jagielka (6), Funes Mori (6), Stones (7), Barry (6), Besic (6), Lennon ? (5), Barkley (5), Osman (6), Lukaku (5). Varamenn: Kone (5), Pienaar (5).
Veit reyndar ekki hver var að gefa einkunn því vörnin á mun hærri einkunn skilið, Besic var frábær og Lennon fær einkunn þó hann hafi ekki einu sinni verið inni á vellinum (líklega eru þau að tala um Deulofeu). En, við hljótum að teljast lituð í okkar skoðunum þar. 😉 Howard óumdeilanlega maður leiksins en City menn náðu ekki yfir 6 í einkunn og þrír þeirra fengu 5 í einkunn.
Líst vel á þessa uppstillingu, nú er bara að fá þrjú stig úr þessari viðureign og tikka aðeins upp töfluna. Spái 0-1 Osman með markið
Deolufo ekki komist í gírinn
Hvílíkur leikur ,og Osman óheppinn að skora ekki mark lífs síns.
Er ekki allt í lagi , hvað er að?
Af hverju alltaf þessi Kone??????!!!!!
Ingvar,Howard hvað?
Howard verður náttúrulega að verja eitthvað til að halda stöðu sinni
Howard frábær bara. Vonandi að hann haldi því áfram.
Þarna var Everton heppið!!!
Þetta var varnarsigur í seinni einsog sagt er í pólitíkinni.
Hvað var Stones að hugsa þarna í restina??? Þarna var Everton, aldrei þessu vant, heppið.
Þetta var klárt víti.
Stones verður að passa sig en síðast var þar ekki víti
Loksins alvöru vörn nema sluppum með víti. Svakalega var Jagielka góður vonandi passar Stones sig fékk viti á sig um daginn sem var ekki viti núna slapp hann með víti. Jagielka, Mori og Howard bestu menn Everton. Hissa að sjá Pineer þarna hvar er Mirallas best að selja hann fyrst hann er greinilega ekki í náðinni hjá Martinez en hann yrði í byrjunarliðinu hjá mér.
Náði nú ekki að horfa á allan leikinn en líklega um 75% og mér fannst jafnt á liðum í fyrri hálfleik heilt á litið. Áttum nokkur skot og magnað skot hjá Osman sem fór rétt framhjá, gríðarlega vel gert þar.
Pökkuðum í vörn í seinni hálfleik, alveg fullmikið, og ekkert óeðlilegt svo sem að taka Osman útaf en why oh why að setja Pienaar inná frekar en Mirallas, ég bara er ekki að skilja það. Eins gott að Mirallas byrji gegn Chelsea um helgina.
Howard var klárlega besti maður Everton í dag (bjargaði okkur hvað eftir annað) og djöfulli var Mori góður sem og Jagielka. Erfitt að breyta um miðvarðarpari eftir þessa frammistöðu og örugglega ágætt að hvíla Stones aðeins þar sem hann hefur meiðst í seinustu þremur leikjum ef ég man rétt og ekki vitlaust að hvíla strákinn bara í næsta leik og setja Oviedo í hægri bakvörð. Hafa bara Stones á bekknum í þeim leik.
Hrikalega heppnir að fá ekki á okkur vítaspyrnu þarna í lokin verð ég að segja.
Klárlega mjög sterkt að ná 0-0 jafntefli á sterkum útivelli á Etihad og ætti að gefa strákunum von að ná góðum úrslitum í síðari leik þessara liða í undanúrslitum deildarbikarsins.
Erum í 11 sæti og ótrúlegt að það séu bara 8 stig í 4 sætið sem Tottenham situr nú í.
Í næstu 9 leikjum mætum við Chelsea og Liverpool en annars er prógrammið nokkuð þægilegt en eins og deildin hefur spilast þá er nú bara ekkert lið „þægilegt“ lengur.
Mikilvægt að tapa ekki gegn Chelsi á laugardaginn þar sem þeir eru ekki langt undan.
Er samt alltaf að hugsa til þess hve gaman það væri að komast í úrslitaleik deildabikarsins,,,,eru menn ekkert að pæla í Everton ferð á Wembley ef það gerist?
Með það að skipta Mirallas inná:
Ég held að það hefði ekki skipt neinu máli eins og Manchester City var að spila í seinni hálfleiknum í kvöld.. Fínt að nota þennann leik til að gefa Pienaar smá leikæfingu. Mín skoðun 🙂
Þar er ég smá sammála
Sterling sparkar boltanum útaf en ekki í áttina að markinu. Það gæti hugsanlega verið ástæðan fyrir því að við sluppum við víti. Hann sparkar boltanum og stoppar síðan aðeins eða hægir aðeins á sér…. smá pælingar…
Og svona til að taka af allann vafa þá fannst mér þetta vera víti en ég var að reyna að hugsa eins og dómarinn. Kannski skýrir dómarinn þetta betur út þegar Pellegrini fer að gagnrýna þennann „ekki dóm“ í fjölmiðlum? 🙂
Leikur okkar í fyrri hálfleiknum var flottur, við áttum fín færi og Howard varði vel Við höfðum allt eins getað skorað mark eða mörk í fyrri hálfleik rétt eins og Manchester City.
Í seinni hálfleiknum… ég sá hann ekki allann þar sem að eitthvað var lélegur straumur á rafmagninu en það sem ég sá var stíf sókn hjá Manchester City. Við vorum pínu heppnir að fá ekki a´okkur mark en að sama skapi mjög góðir varnarlega séð.
Góð barátta hjá okkar liði en samt leiðinlegt hversu mikið við duttum niður í leik okkar. Það var eins og allt hefði slokknað þegar Besic fékk að líta gula spjaldið á 50. mínútu… eins þegar Stones lá í grasinu og var leiddur útaf til frekari aðhlynningar þá fór um mann. Mér leist ekki á blikuna þá stundina. Eins var ég pínu ánægður með að í lokin virtist eins og leikmenn okkar hefðu aftur trú á sér… það var aftur smá von sem er gott… 🙂
Ég er mjög sáttur við jafntefli en skrifa þetta samt ekki meira á heppni heldur en góða baráttu og fína vörn sem þarf gegn svona sterkum liðum eins og Manchester City.
Kær kveðja, Ari
ps. núna er að vinna þá í seinni leiknum. þessi leikur er eiginlega hluti af þeirri baráttu, ég hlakka ekkert smá til að sjá þann leik… menn hljóta að vera vel gíraðir í þann leik. 🙂
Þar er ég loksins sammála þér Ari S
Takk 🙂
Verð að benda á að Kiddi var alveg ótrúlega nálægt því að spá rétt fyrir um úrslit og markaskorara. Howard var frábær í markinu og ótrúlega gaman að sjá liðið leika vel og spila sterka vörn. Unun að sjá Stones losa um pressu með því að afgreiða hverja slaufuna á fætur annarri — það er bara eins og hann hafi unnið í íslensku bakaríi. 🙂
http://toffeeweb.com/season/15-16/news/31574.html
Óstaðfestar fréttir herma að Leeds sé búið að samþykkja tilboð Everton í Sam Byram.
það er flottur leikmaður, hef fylgst með honum í nokkrum leikjum í vetur síðan við vorum fyrst orðaðir við hann. Hann hefur ekki alltaf verið að leika hægri bakvörð þar, meira hægra megin á miðjunni og skorað mörk í þeim leikjum sem ég hef séð. Hélt að fleiri stærri klúbbar myndu reyna við hann. En ef þetta gerist þá er ég mjög ánægður.
Já þetta eru frábærar fréttir.
Evans’ presser at 9.30am tomorrow. Will give more details on Byram no doubt. I’m away so @LeeSobotYEP and @LeonWobYP will have the updates.
Ef þið eruð á twitter væri ekki út vegi að fylgjast með þesum köppum…
@LeeSobotYEP and @LeonWobYP
Allt að gerast.
Ég horfði á viðtalið við Martinez nú áðan fyrir leik Chelsea og Everton sem fram fer á morgun.
Það er greinilegt að Everton er búið að bjóða í Sam Byram sem spilar með Leeds og því tilboði tekið en eftir að semja við leikmanninn, þannig að ég tel all miklar líkur á því að hann sé á leiðinni til Everton.
Það er líka greinilegt að Naismith er á leiðinni burt nú í glugganum og þá að koma annar leikmaður inn í hans stað þar sem það var ástæða þess að hann fékk ekki að fara í sumar þegar gott tilboð barst í kappan. Erum við ekki bara að tala um Yarmolenko þá í því samhengi, djöfulli er ég viss um það strákar, bara finn það á mér.
Greinilegt að Gibson og McGeady eru líklegir út líka en svo virðist sem ekkert tilboð liggi á borðinu hvað þá varðar.
Verður spennandi að sjá Everton mæta Chelsea á morgun og svakalega er kominn tími á sigur hjá Everton en auðvitað er svolítil frekja að ætlast til þess að sigra Englands-meistarana á þeirra heimavelli, en jú erum við ekki bara að fara að skella þeim á Brúnni, ég held það bara.