Mynd: Everton FC.
Það er stórt verkefni framundan þegar Everton mætir á Villa Park til að eigast við Aston Villa kl. 16:30. Þeir hafa verið á miklu flugi og sitja í þriðja sæti deildar. Þeir töpuðu undir lok árs á útivelli fyrir Arsenal sem endaði 11 leikja samfleytta sigurgöngu þeirra en úrslit síðustu 15 leikja eru: eitt jafntefli, eitt tap og heilir 13 sigurleikir (!).
Ég las það einhvers staðar að Emi Martínez (markvörður), Boubacar Kamara (djúpur miðjumaður), sem og Amadou Onana og Ross Barkley (fyrrum miðjumenn Everton) væru frá hjá þeim vegna meiðsla. Hjá okkar mönnum er Jack Grealish búinn að taka út leikbannið sem hann fékk, en fjarverulistinn hjá okkar mönnum er enn langur: Branthwaite, Dewsbury-Hall, Alcaraz og Coleman (meiðsli), Keane (leikbann), og Ndiaye, Gana (Afríkukeppnin). Í síðasta leik var Iroegbunam einnig fjarverandi — og það sama á við um þennan.
Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, O’Brien, Tarkowski (fyrirliði), Patterson, Garner, Röhl, Grealish, Armstrong, McNeil, Barry.
Varamenn: Travers, King, Aznou, Coleman, Welch, Campbell, Dibling, Beto.
Enn á ný lítur maður yfir ástandið á bekknum og dæsir. En lítið við því að gera — og þá að leiknum.
Fyrri háflleikur reyndist fjörugur. Everton byrjaði leikinn með látum og Villa menn voru heppnir að lenda ekki undir strax á 19. sekúndu þegar Röhl tók frábærlega á móti bolta inn í teig og náði skoti sem fór í innanverða stöng og út aftur. Þulurinn var á því að Everton hefði, ef þetta hefði farið inn, verið snöggasta liðið til að skora á tímabilinu.
Það var smá skrekkur í Villa eftir þetta, en þeir náðu brátt tökum á leiknum og dómineruðu boltann. Þeir fengu ákjósanlegt færi á 5. mínútu en Rogers, sem var í miðjum vítateignum, skaut boltanum hátt yfir mark. Þeir áttu svo skot af löngu færi á 11. mínútu, en engin hætta, beint á Pickford.
Á 16. mínútu misstu Villa menn hins vegar fyrirliði sinn, John McGinn, af velli vegna meiðsla. Sá ekki hvað kom fyrir hann en vonandi ekki alvarlegt. Guessand inn á fyrir hann.
Villa menn sköpuðu marktækifæri á 30. mínútu þegar Guessand kom á hlaupinu inn í teig og þeir sendu langan og hálf óvæntan bolta á hann. Mykolenko las þetta vel og náði að loka á hann og en á endanum náði hann ekki skotinu og boltinn rúllaði til Pickford.
Á 33. mínútu kom Everton boltanum í netið eftir horn þegar O’Brien skallaði háan bolta frá Mykolenko í netið. Því miður, hins vegar, hafði Armstrong reynt við boltann, en ekki nóg, en það var nóg til að markið væri dæmt af, því Armstrong var rangstæður.
Villa menn svöruðu með flottu skoti frá óvölduðum manni í miðjum teig en O’Brien réttur maður á réttum stað og bjargaði í horn. Pickford þó reyndar líklega með þetta. Þeir náðu svo föstu skoti á mark eftir aukaspyrnu, en Pickford sló boltann til hliðar.
Á 41. mínútu kom tréverkið Everton til bjargar, í þetta skiptið, þegar Guessand náði að vinna skallaeinvígi við Mykolenko og skallaði í slána og út.
0-0 í hálfleik.
Engin breyting á liðunum í hálfleik, en á 59. mínútu fór hins vegar að draga til tíðinda þegar varnarmaður Villa reyndi að hreinsa, en skallaði í bakið á Barry og allt í einu komin pressa á vörn Villa. Boltinn átti að fara á næsta varnarmann, sem fékk hann hins vegar í lappirnar og boltinn skoppaði frá honum. Barst til McNeil sem var fljótur að hugsa og náði flottu skoti í áttina að hliðarnetinu vinstra megin. Martinez, í marki Villa, hefði bara átt að slá boltann frá, en í staðinn ætlaði hann að reyna að ná stjórn á boltanum eftir að hafa varið (eða mistókst að grípa boltann). Það gekk hins vegar ekki betur en svo að boltinn fór of langt frá honum og Barry „chippaði“ yfir hann. Staðan skyndilega orðin 0-1 fyrir Everton!!
Villa menn settu þunga pressa á Everton í kjölfarið og tvisvar lifði Everton af kröfur um vítaspyrnu á varnarmenn sína en í bæði skipti neitaði VAR þeim um það, sem mér sýndist vera réttar ákvarðanir. En á 72. mínútu náðu þeir svo geggjuðu skoti af löngu færi upp í samskeytin, svo til, hægra megin en Pickford átti algjörlega geggjaða vörslu. Digne, sem hafði komið inn á af varamannabekknum, var með næstu tilraun frá Villa — hjólhestaspyrnu innan teigs Everton, en auðveldlega gripið af Pickford.
Beto kom svo inn á fyrir Barry á 83. mínútu.
Villa menn fengu eitt færi djúpt í uppbótartíma þegar þeir náðu að að skalla langa sendingu fram völlinn og reyndu að stýra á boltanum á mark en náðu ekki. Það reyndist síðasta færi þeirra og 0-1 sigur Everton því staðreynd! Frábær frammistaða hjá okkar mönnum — sýndu sparihliðar sínar fyrir framan Tomas Tuchel, landsliðsþjálfara Englands.
Fyrir þennan leik höfðu Villa menn aðeins tapað einum leik á heimavelli síðustu 15 mánuði. Ekki átti maður von á því að laskað lið Everton næði að sigra þá í kvöld.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (8), Patterson (7), O’Brien (8), Tarkowski (8), Mykolenko (7), Garner (8), Rohl (7), Armstrong (7), McNeil (7), Grealish (7), Barry (8). Varamenn:Beto (7). Níu leikmenn í byrjunarliði Arsenal fengu 6 eða lægra.
Maður leiksins að mati Sky Sport var James Garner.


Ég spái sigri í dag. Aston Villa 0 Everton 1
Harrison Armstrong 😉
So sorry það var Barry ekki Armstrong!
Það er sama hvaðan gott kemur.
Já, Barry er að verða alvöru. Mjög nett og vel gert hjá honum í markinu.
Alltaf skal þessi gagnslausi, einfætti, hægari en hægasti snigill fá að spila, og það þó svo að allar upplýsingar sýni að hann gerir ekkert hvorki í vörn eða sókn.
Ekki að það skipti svo sem miklu máli, við eigum engan séns á svo mikið sem marki, hvað þá stigi. Þetta er bara einn af þessum leikjum sem þarf bara að klára, helst með sem minnstu tapi, spái 3-0 fyrir Villa.
Ef við töpum öllum leikjum fyrir fram eins og þú spáir alltaf Ingvar minn. Því þá ekki að leyfa þessum lélegu leikmönnum að spila lika…….?
Þetta var háspenna lífshætta, tveir leikir ef við tökum handboltan með og fullt hús stiga.
Verð að hrósa Rhol, Garner, Armstrong og vörninni.
Þetta var ævintýri sem vonandi heldur áfram.
Áfram gakk
Dwight McNeil var góður líka… fékk 72 í einkunn. (sleppi kommunni)
Pickford 86, Mykolenko 68, O´Brien 79, Tarkowski 75, Patterson 75, Garner 86, Röhl 74, Grealilsh 72, Armstrong 63, McNeil 72, Barry 78.
Þetta kemur frá FotMob
> Þetta var háspenna lífshætta, tveir leikir ef við tökum handboltan með og fullt hús stiga.
Þrefalt ef við tökum með úrslitin hjá Ilman Ndiaye og Idrissa Gana Gueye í úrslitaleik Afríkubikarsins! 😀
Ja hérna hér, á dauða mínum átti ég von frekar en þessu. Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu í dag, vonandi heldur þetta áfram svona.
Já vonandi heldur þetta áfram svona… 🙂
Frábær leikur Everton gegn Aston Villa. Þurfum að fara að semja aftur við James Garner áður en samningur hans rennur út eða annað lið stelur honum. Stórkmostlegur leikmaður. Til hamingju Gana og Ndiaye með að verða Afríkumeistarar með Senegal. Hissa á að enginn hér minnist á þetta. Gott að fá þá í næsta leik Everton.
Ég horfði á leikinn með hléum. Sá síðustu mínúturnar og framlengingunni. Það var mjög athyglisvert, mikið um að vera og á tímabili var allt á suðupunkti og Senegal gekk af vellinum. Sem betur fer komu þeir inná aftur og liðin gátu klárað leikinn.
Mér fannst mínir menn Idrissa Gana Gueye og Iliman Ndiaye og Sadio Mane sem var maður leiksins eiga þetta skilið.
Verður flott að fá okkar menn í liðið aftur 🙂