Everton – Mansfield 2-0 (deildarbikar)

Mynd: Everton FC.

Í kvöld hóf Everton þátttöku í ensku deildarbikarkeppninni, þegar liðið tók á móti Mansfield á heimavelli, Hill Dickinson leikvanginum. Þetta var fyrsti keppnisleikur þessara liða, en þeir eru stigi frá sæti í umspilssæti eftir fimm umferðir í ensku C-deildinni (League One). Þeir komust upp í League One tímabilið 2023/24 og voru ekki í mikill fallbaráttu á sínu fyrsta tímabili þar (enduðu fjórum sætum og 8 stigum frá fallsæti). Þeir eru nú í efri hluta þeirrar deildar, þannig að það má segja að þeir séu lið á uppleið. Þeir áttu þó lítinn séns í kvöld.

Uppstillingin: Travers, Mykolenko, Keane, Tarkowski, Coleman (fyrirliði), Garner, Armstrong, Grealish, Alcaraz, McNeil, Barry.

Varamenn: King, O’Brien, Iroegbunam, Dewsbury-Hall, Onyango, Campbell, Dibling, Ndiaye, Beto.

Sem sagt, blanda af leikmönnum sem byrjuðu síðasta leik og leikmönnum á jaðrinum. Nokkrir sterkir á bekknum líka, en óvenju lítið af kjúklingum.

Róleg byrjun á leiknum, Everton meira með boltann, en Manfield menn vörðust vel. Lítið að gera hjá markverði Everton. Útileikmenn Everton þolinmóðir í leit að færum.

Og það fyrsta kom á 13. mínútu þegar Everton náði að opna upp vörn Mansfield með nokkrum snyrtilegum sendingum og skapa skotfæri fyrir Alcaraz, sem reyndi fast skot niðri í vinstra hornið, en markvörður varði í horn.

McNeil var ekki langt frá því að skora á 18. mínútu, þegar hann sá markvörð langt út úr markinu, og reyndi skot en markvörður bjargaði í horn.

Grealish sá hlaupið hjá Armstrong inn í teig hægra megin á 34. mínútu og náði frábærri stungu inn fyrir, en skotið frá Armstrong ekki frábært.

Sjálfstraust Mansfield jókst með hverri mínútunni og áttu góðan kafla undir lok fyrri hálfleiks, en ekkert mark leit dagsins ljós.

0-0 í hálfleik.

Everton setti nokkra pressu á Mansfield í seinni hálfleik og Grealish átti fínt skot inni í teig á 48. mínútu, en markvörður Mansfield varði. En Everton komst yfir á 51. mínútu, eftir þunga sókn, þar sem leikmenn Everton voru með boltann inni í teig Mansfield í leit að skotfærum. Sú sókn endaði með því að Armstrong sendi stutta „no-look“ sendingu út úr teignum á Alcaraz, sem lúrði í skotfæri og sendi boltann í sveig í netið alveg út við stöng. Markvörður Mansfield átti ekki séns, og Everton þar með komið 1-0 yfir í leiknum.

Tvöföld skipting hjá Everton á 59. mínútu: Dibling og Beto komu inn á fyrir Grealish og Barry. McNeil þar með færður á vinstri kant. Áhorfendur tóku frábærlega á móti Dibling þegar hann kom inn á.

Mansfield áttu ágætis skotfæri á 66. mínútu þegar þeir komust inn í teig vinstra megin, en Tarkowski var alveg rólegur og skallaði boltann út af áður en reyndi á markvörðinn. Nokkrum mínútum síðar sýndi tölfræðin að Mansfield hefðu aðeins átt tvær tilraunir á mark í öllum leiknum og enginn af þeim truflaði markvörðinn neitt (ekkert skot á rammann). Auk þess áttu þeir mjög fáar snertingar inni í vítateig Everton og innan við 40% „ball possession“ en tölfræðin var öll með Everton. 

Beto fékk boltann óvart á 72. mínútu og hann þurfti bara að snúa í átt að marki til að komast í færi. Hann reyndi svo skot af löngu færi, en skotið fór beint á markvörð. Beto fékk svo ágætis skallafæri á 77. mínútu, eftir frábæra fyrirgjöf frá Mykolenko, en skallaði framhjá. 

Moyes gerði tvöfalda skiptingu í kjölfarið (á 78. mínútu) þegar Iroegbunam og Ndiaye komu inn á fyrir Alcaraz og McNeil. En þegar 10 mínútur voru eftir að venjulegum leiktíma sendi stjóri Mansfield liðið sitt framar á völlinn, til að freista þess að jafna.

Það kom hins vegar í hlut Everton að fá næsta dauðafæri, þegar Armstrong setti Ndiaye inn fyrir vörn Mansfield. Skotið frá Ndiaye fór hins vegar í hliðarnetið.  O’Brien kom svo inn á fyrir Mykolenko á 87. mínútu.

Mansfield leituðu að jöfnunarmarkinu en fengu í staðinn mark í andlitið, þegar Garner gerði vel í að bíða þolinmóður með boltann utan við teig, til að fylgdist með því hver tæki af skarið. Það kom í hlut Armstrong sem kom á hlaupinu gegnum vörnina vinstra megin og Garner setti hann inn fyrir með frábærri stungusendingu. Armstrong leit upp og sá að Beto var í dauðafæri á fjærstöng og sendi á hann og eftirleikurinn var auðveldur. Beto þurfti bara að pota inn og staðan þar með orðin 2-0. Game over.

Örskömmu síðar, andartökum fyrir leikslok, komst Everton í skyndisókn þar sem Iroegbunam setti upp dauðafæri fyrir Beto en varnarmaður Mansfield náði landsliðs-skriðtæklingu til að koma í veg fyrir mark.

Það gildir þó einu, því Everton fer áfram í næstu umferð.

3 Athugasemdir

  1. Finnur Thorarinsson skrifar:

    Everton núna með tvo sigra af tveimur mögulegum á nýjum og glæsilegum leikvangi — og enn hafa andstæðingarnar ekki svo mikið sem náð að finna netið í þeim leikjum. Vonandi helst það sem lengst!

  2. Finnur Thorarinsson skrifar:

    Þá er búið er að draga í næstu umferð deildarbikarsins og stórleikur umferðarinnar er nokkuð ljós:

    Wolves v Everton

    Aðrir leikir eru minna spennandi (deild í sviga):

    Port Vale (3) v Arsenal (1)
    Swansea (2) v Nottingham Forest (1)
    Lincoln City (3) v Chelsea (1)
    Tottenham (1) v Doncaster (3)
    Brentford (1) v Aston Villa (1)
    Huddersfield (3) v Manchester City (1)
    Liverpool (1) v Southampton (2)
    Newcastle (1) v Bradford City (3)
    Sheffield Wednesday (2) v Grimsby Town (4)
    Crystal Palace (1) v Millwall (2)
    Burnley (1) v Cardiff City (3)
    Wrexham (2) v Reading (3)
    Wigan (3) v Wycombe (3)
    Barnsley (3) v Brighton (1)
    Fulham (1) v Cambridge (4)

  3. AriG skrifar:

    Ekkert sérstakur leikur hjá Everton. Spiluðu á hálfum hraða. Barry heillar mig ekki neitt. Alcarez miklu betri á miðjunni en á hægri kanti. Armstrong er flottur leikmaður alls ekki leigja hann aftur út algjört bull. Dibling spilaði mjög varlega er ég hef mikla trú á honum. Þurfum bara núna einn góðan hægri bakvörð. Höfum nóg af miðjumönnum. Hef miklar áhyggjur að sóknarmenn Everton séu ekki nægilega góðir allavega ekki nógu miklir markaskorarar en kannski breytist það.

Leave a Reply