Everton – Port Vale 2-1 (vináttuleikur)

Mynd: Everton FC.

Everton vann 2-1 sigur á Port Vale í vináttuleik í dag, en leikurinn fór fram fyrir luktum dyrum og ekkert vídeó hefur verið gefið út frá leiknum (svo við vitum).

Everton fékk á sig mark snemma leiks en svaraði með tveimur mörkum — annars vegar frá Charly Alcaraz, sem átti fast skot utan teigs sem endaði í netinu, og svo sigurmarki frá James Garner úr aukaspyrnu af 23ja metra færi (sjá mynd), upp í vinkilinn vinstra megin.

Everton heldur nú til Bandaríkjanna þar sem leikið verður við Bournemouth (26. júlí, kl. 19:00), West Ham (30. júlí, kl. 21:30), Manchester United (3. ágúst, kl. 20:00), áður en Roma mætir í heimsókn á nýja völl Everton, Dickinson Hill, þann 9. ágúst, kl. 13:00.

Nýtt tímabil hefst svo með útileik við Leeds, þann 18. ágúst, klukkan 18:00.

Leave a Reply