Kveðjum Goodison Park á Ölveri!

Mynd: Everton FC.

Kveðjuleikur Goodison Park verður á sunnudagsmorgninum kl. 11:00 þegar Everton og Southampton eigast við. Af því tilefni ætlar stjórnin að mæta á Ölver (allavega þeir sem eru ekki „veðurtepptir úti á landi“!) og horfa á leikinn saman.

Það væri frábært ef þið sæjuð ykkur fært að mæta líka og horfa með okkur! Meiningin er að mæta pínu snemma og vera jafnvel aðeins lengur (þau ykkar sem vilja), til að sjá hvort útsendingin sýni eitthvað af hátíðarhöldunum sem eru plönuð í kringum leikinn — og svo náttúrulega horfa á sjálfan kveðjuleikinn!

Endilega látið sjá ykkur.

Skelli hér inn góðum þætti sem Sky Sports settu saman um Goodison Park, sem okkar maður Dylan benti okkur á.

Áfram Everton!

5 Athugasemdir

  1. Odinn skrifar:

    Ölver opnar kl, 10,30

  2. Þórir Tryggvason skrifar:

    Þetta er flott samantekt Maður man eftir öllum þessum
    leikmönnun og stjórum eftir að maður byrjaði að halda með Everton, kveðja á ykkur félagsmenn Þórir TR.

  3. Finnur skrifar:

    Mæti!

  4. Ari S skrifar:

    Það væri gaman að mæta… verð að sjá til… Vonandi eigið þið góðan dag…

    Áfram Goodison Park!

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það hefði verið gaman að vera með ykkur þarna í dag en ég kemst því miður ekki. Góða skemmtun og njótið dagsins.

Leave a Reply to Odinn