Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Crystal Palace 2-1 - Everton.is

Everton – Crystal Palace 2-1

Mynd: Everton FC.

Þá er komið að sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en kl. 14:00 mætir Everton Crystal Palace á Goodison Park.

Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Branthwaite, Tarkowski (fyrirliði), Young, Mangala, Doucouré, Ndiaye, McNeil, Lindström, Calvert-Lewin.

Varamenn: Virginia, Keane, O’Brien, Gana, Garner, Iroegbunam, Armstrong, Harrison, Beto.

Eitthvað virðist vera að létta til hvað meiðslastöðuna varðar, en Branthwaite fer beint inn í byrjunarliðið og tekur stöðu Keane í miðverðinum. Þetta verður því fyrsti leikur Branthwaite á tímabilinu og liðið hefur saknað hans ansi mikið. Ndiaye á vinstri kanti, McNeil í holunni og Lindström á hægri kanti. Doucouré og Mangala á miðjunni hjá Everton.

Fjörug byrjun á leiknum, en án færa þangað til á 10. mínútu, þegar Crystal Palace menn fengu horn hægra megin (frá þeim séð). Hár bolti barst á fjærstöng þar sem Doucouré tapaði skallaeinvígi við Palace mann sem náði að skalla aftur fyrir mark þar sem Guéhi, fyrirliði Palace, var á réttum stað til að pota boltanum framhjá Pickford og í netið. Staðan orðin 0-1 fyrir Palace.

McNeil skapaði færi fyrir Calvert-Lewin á 24. mínútu, sendi fastann bolta þvert fyrir mark frá vinstri en Calvert-Lewin náði ekki að pota boltanum í netið af stuttu færi.

Á 26. mínútu fengu Palace menn horn, tekið af sama stað og með sama hætti og næstum búnir að skora annað alveg eins mark en Ndiaye bjargaði á línu.

Mykolenko átti svo háa sendingu fyrir mark á 37. mínútu og McNeil var óvaldaður en náði ekki góðum skalla.

Palace menn náðu að skapa svolítinn usla í teig Everton en færin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleik. Crystal Palace með undirtökin í fyrri hálfleik og 1-0 forystu. Slakur fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum. 

Maður vonaðist eftir breytingu á spili Everton og sú ósk rættist heldur betur. Dyche gerði eina breytingu í hálfleik — Harrison inn á fyrir Lindström. Og það var allt annað að sjá til þeirra í öllum hálfleiknum.

Eftir aðeins 80 sekúndur af seinni hálfleik var Everton búið að jafna! Dwight McNeil fékk boltann hægra megin við D-ið, lagði hann fyrir sig og sendi boltann með vinstri fætinum í sveig alveg út við fjærstöng vinstra megin. Geggjað mark! Óverjandi fyrir Dean Henderson í marki Palace! Merkilegt nokk þá var þetta fyrsta skot Everton á rammann og staðan orðin 1-1!

Og McNeil var síður en svo hættur! Á 54. mínútu sendi Harrison frábæra sendingu frá hægri, þar sem McNeil lúrði á fjærstöng. Varnarmaður náði reyndar að blokkera sendinguna en fyrsta snertingin hjá honum slæm og hann lagði upp boltann smekklega fyrir McNeil, sem þakkaði fyrir sig með þrumuskoti í netið! 2-1 fyrir Everton! Tvö skot á rammann og tvö í netið! Meira svona!!

Crystal Palace menn áttu engin almennileg svör og náðu ekki að setja almennilega pressu á Pickford í seinni hálfleik. Everton líklegra liðið til að bæta við en að fá á sig mark.

Til dæmis á 81. mínútu þegar Calvert-Lewin setti boltann í hlaupaleiðina hjá Doucouré, sem komst einn á móti markverði, en varnarmaður Palace náði að hlaupa hann uppi og pota boltanum frá áður en Doucouré náði skoti. Illa farið með gott færi. Þar hefði staðan átt að vera 3-1.

Tvöföld skipting á 83. mínútu, McNeil og Mangala út af fyrir Garner og Gueye.

En það var lítið annað að frétta — og fyrsti sigur Everton því í höfn! „Comback“ sigur að auki, það er sætt.

Aðeins þrjú stig í liðin á miðsvæðinu. Skjótt skipast veður í lofti. Þess má auk þess geta að Everton hefur nú, skv. þuli, spilað 20 leiki í röð gegn Palace og aðeins tapað einum.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6); Young (7), Tarkowski (7), Branthwaite (7), Mykolenko (7); Mangala (7), Doucoure (7); Lindstrom (6), McNeil (9), Ndiaye (7); Calvert-Lewin (6). Varamenn: Harrison (7), Gueye (6), Garner (6).

Maður leiksins að mati Sky Sports var Dwight McNeil.

11 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég er svo aldeilis hissa. Átti alls ekki von á að sjá Lindstrøm og Branthwaite í byrjunarliðinu.
    Líst samt ekkert á að hafa Young að kljást við fljóta og tekníska menn eins og Eze og Nketiah og helvítis Mateta skorar alltaf gegn okkur. Ég held að við fáum í mesta lagi stig úr þessum leik og það kæmi mér ekkert á óvart þó hann tapaðist, og það yrði þá bara af því að Dyche gerir heimskulegar skiptingar.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    O shit!! Game over.

  3. Eirikur skrifar:

    Breytinga þörf í hálfleik. Lindström arfaslakur og Dogs líka.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þvílík hörmung að horfa upp á.
    Ég ætla að giska á að Harrison komi inn á í staðinn fyrir Lindstrøm núna í hálfleik. Ekki það að Lindstrøm hafi verið áberandi lélegri en aðrir í liðinu, Dyche mun einfaldlega ekki standast þá freistingu að setja einn sínum uppáhalds inn á.
    Annars mætti alveg eins taka McNeil eða Doucoure út af, báðir hafa verið arfaslakir og DCL hefur ekki getað blautan en það er enginn sem getur komið í staðinn fyrir hann.
    Ég vona svo sannarlega að seinni hálfleikur verði betri en grunar að þetta verði einn af þessum leikjum sem maður hefur margoft séð áður, þar sem Everton puðar og púlar en fær ekkert út úr þessu.

  5. Tryggvi Már Ingvarsson skrifar:

    Loksins!

  6. Einar Gunnar skrifar:

    Algjörlega frábært!!

  7. Eirikur skrifar:

    Munaði um að fá Braithwaite inn í vörnina. Mikolenco á í miklum erfiðleikum í bakverðinum, held að hann hafi ekki unnið skalleinvígi. Annars var ekki góður taktur í fyrrihálfleik en betri í seinni. Frábært að koma til baka og ná sigri.

  8. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Everton hefur ekki komið til baka og unnið leik síðan í maí 2022, einmitt gegn Crystal Palace. Gott að vera loksins kominn með sigur og af botninum, en Dyche á samt að fara.

  9. Þorri skrifar:

    Góður seinni hálfleikurinn og Dyche má alveg fara og frábært að fá 3 stig í hús

  10. Finnur skrifar:

    Skemmtileg grein af Sky Sports um hvernig leikur McNeil hefur þróast…

    https://www.skysports.com/football/news/11671/13225120/dwight-mcneil-thriving-in-new-role-dejan-kulusevskis-creativity-inside-and-ryan-gravenberchs-ball-carrying

    Sérstaklega skemmtilegt að sjá að hann toppar Expected Assists töfluna.

Leave a Reply