Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Chelsea – Everton 6-0 - Everton.is

Chelsea – Everton 6-0

Mynd: Everton FC.

Þá er komið að 32. umferð Everton í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og nú er það Chelsea á útivelli.

Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Branthwaite, Tarkowski, Coleman (fyrirliði), McNeil, Garner, Onana, Young, Doucouré, Beto.

Varamenn: Virginia, Keane, Godfrey, Patterson, Gomes, Harrison, Warrington, Danjuma, Chermiti.

Everton fékk dauðafæri strax á 10. mínútu eftir góða pressu þar sem þeir unnu boltann af Chelsea þegar þeir voru að reyna að spila út frá markverði. Coleman komst inn í teig hægra megin og setti hann fyrir beint á Beto, sem setti boltann yfir markið úr ákjósanlegu færi. Leit út fyrir að vera auðveldara að setja boltann í netið en sendingin pínu há og afgreiðslan yfir. Hefði verði fín byrjun á leiknum.

En þá byrjaði flugeldasýning frá Cole Palmer. Þulirnir höfðu á orði að hann hefði skorað í 6 heimaleikjum í röð og þetta reyndist sjöundi leikurinn — og hann var rétt að byrja.

Það var reyndar pínu heppnisstimpill á öðru mark Palmer, sem kom á 18. mínútu. Þeir náðu góðu skoti á mark (frá Jackson?), sem Pickford náði að verja vel með því að slá út í teig, en boltinn beint á kollinn á Palmer, sem þurfti bara að setja hann í opið markið. 2-0 fyrir Chelsea.

Lítið að gerast þangað til á 30. mínútu, þegar Pickford gerðist sekur um afar slæm mistök. Hann var langt fyrir utan teig að reyna að taka þátt í leiknum, og átti sendingu á varnarmann Everton, sem var undir þungri pressu frá Palmer. Palmer vann 50/50 bolta ekki langt frá miðju og tók langskotið, beint í opið markið.

Cole Palmer 3 – Everton 0.

Beto kom reyndar boltanum í netið hjá Chelsea á 35. mínútu, en var að sjálfsögðu vel rangstæður aðdragandanum.

Chelsea menn voru svo ekki langt frá því að skora sjálfsmark á 40. mínútu eftir vel útfærða aukaspyrnu Everton. Tarkowski fékk boltann vinstra megin í teig og náði að setja lágan bolta fyrir, þrátt fyrir peysutog Palmer inni í eigin teig, og hreinsunin hjá varnarmanni Chelsea fór næstum því í fjærstöng og inn. Niðurstaðan hins vegar horn, sem ekkert kom úr.

Beto fékk fínt skotfæri á 44. mínútu inni í teig, en afgreiðslan afleit. Strax í næstu sókn sýndi Jackson honum svo hvernig á að gera þetta: Byrjaði sem skyndisókn hjá Chelsea, en reyndist erfið há sending frá hornfána yfir á Jackson inn í teig. Hann átti hins vegar frábæra fyrstu snertingu og náði að leggja boltann fyrir sig og setja hann auðveldlega í netið. 4-0 fyrir Chelsea.

Og þannig var staðan í hálfleik. En ótrúlegt en satt átti þetta eftir að versna.

Þreföld skifting í hálfleik: Coleman, Onana og Garner út af fyrir Patterson, Gomes og Harrison. 

Rólegt í 10 mínútur þangað til Palmer náði frábæru skoti á mark 54. mínútu, en Pickford sá við honum. Palmer hins vegar rangstæður í aðdragandanum, þannig að VAR hefði tekið það mark af honum.

Branthwaite skipt út af á 57. mínútu vegna meiðsla (sá ekki hvað gerðist og þulirnir ekki heldur). Keane kom inn á fyrir hann — fyrsti leikur hans á árinu.

Ekki batnaði þetta hins vegar þegar Chelsea fékk víti eftir um klukkutíma leik. Sýndist Doucouré fara aftan í Palmer. Líklega víti. Hávaðarifrildi um það meðal Chelsea leikmanna hver fengi að taka vítið (pínu spes) en Palmer vann það rifrildi og afgreidda vítaspyrnuna með stæl. 5-0. 

Og rétt fyrir lok leiks fékk varamaður Chelsea að komast á blað líka. Aftur var um að ræða skot sem Pickford varði, sem féll vel fyrir leikmann Chelsea sem þrumaði inn. Leikurinn löngu búinn…

Sjö mínútum bætt við.

Beto fékk einn séns til að minnka muninn undir lok leiks en ágætt skot frá honum breytti um stefnu af varnarmanni og fór þar af leiðandi beint á markvörð. 

Held við viljum öll gleyma þessum leik, líka Mo Salah, sem horfði á eftir markakóngstitlinum til Haaland eða Palmer.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (3), Coleman (4), Tarkowski (5), Branthwaite (4), Mykolenko (4), Onana (3), Garner (3), McNeil (4), Young (5), Doucoure (5), Beto (4). Varamenn: Harrison (6), Gomes (6), Keane (6).

Þessi leikur þar með búinn. Eini leikurinn sem skiptir máli núna er næsti leikur. Heimaleikur gegn Nottingham Forest. 

5 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    Þetta upplag fyrir þennan leik er alveg með ólíkindum. Og hverjum datt í hug að kaupa Beto á 26m, hann er arfa slakur eins og allt liðið. Ég segi aftur burt með Dyche

  2. Eirikur skrifar:

    Af mörgum lélegum þá vel ég Doucoure sem hefur ekki sést nema til að vera rangstæður. Vonandi spark í rassinn fyrir næstu leiki.

  3. Hallur skrifar:

    Guð minn almáttugur hvað er þetta orðið lélegt lið

    • Orri skrifar:

      Sæll Hallur það eru 2 ár eða meira síðan að ég sá það hvað liðið er lélegt.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Missti af fyrstu 15 til 20 mínútunum en kveikti akkúrat á réttu augnabliki til að sjá leikmenn Chelsea fagna öðru markinu og þá var bara eitt að gera geðheilsunnar vegna og það var að slökkva, sem ég gerði snarlega.