Mynd: Everton FC.
Everton á erfiðan útileik framundan við Tottenham, klukkan 16:30. Tottenham eru, sem stendur í þriðja sæti deildar og hafa, í níu leikjum, aðeins tapað einum — gegn Arsenal, sem eru efstir í deild (sem stendur). Byrjunarliðin eru klár og ljóst að Richarlison, okkar fyrrum framherji, mætir Everton í dag en hann er í framlínunni ásamt Son og Kane.
Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Coady, Tarkowski, Coleman (fyrirliði), Gana, Onana, Iwobi, Gray, McNeil, Maupay.
Varamenn: Begovic, Vinagre, Keane, Davies, Doucouré, Garner, Calvert-Lewin, Rondon, Welch.
Sem sagt, ein breyting frá leiknum við United á dögunum: McNeil kemur inn í liðið fyrir Gordon sem er í banni.
Everton liðið sat svolítið djúpt í fyrri hálfleik og leyfðu Tottenham að vera með boltann, án þess að þeir næðu að skapa sér teljandi færi. Það tók um 10 mínútur fyrir Everton að komast inn í leikinn en vörnin hélt vel á meðan. Eftir það virtist leikplanið vera að virka vel hjá Everton, en Everton fékk fyrsta alvöru færi leiksins, þegar Gray komst inn fyrir vinstri bakvörð Tottenham, inn í teig, alveg að marki en skaut yfir einn á móti markverði.
Það sama gerðist rétt svo fyrir lok hálfleiks þegar Onana komst einn á móti markverði og aftur fór boltinn yfir markið. Það verður einfaldlega að nýta svona færi.
0-0 í hálfleik. Tottenham menn heppnir að vera ekki 2-0 undir í hálfleik.
Richarlison haltraði út af snemma í fyrri hálfleik. Ekki hans dagur í dag, sem betur fer. Stuttu síðar náði Kane flottu viðstöðulausu skoti á mark eftir háa sendingu inn í teig, en Pickford sá við honum.
Svipað upp á teningnum í seinni hálfleik og í þeim fyrri, erfiðar fyrstu 10 mínúturnar þar sem Everton sátu djúpt en vörðust vel og biðu átekta. Nema hvað, þegar maður bjóst við að Everton næðu kröftum var heppnin með Tottenham, sem fengu víti á 57. mínútu. Kane var fljótur að ná frákasti eftir skot á mark og Pickford, enn í grasinu en að reyna að standa upp, rak hausinn í lærið á Kane, sem lét sig náttúrulega detta. Skoraði svo örugglega úr vítinu, eins og hann gerir úr næstum 90% af þeim vítum sem hann fær. 1-0 fyrir Tottenham. Það þurfti víti til að ná að opna vörn Everton.
Calvert-Lewin og Garner komu inn á fyrir Maupay og Coleman á 66. mínútu. Rondon kom svo inn á fyrir Gana á 81. mínútu. Smá áhætta að missa Gana og opna upp vörnina, en stig var líklega ekki minna en Everton átti skilið úr leiknum, sérstaklega þegar litið er til þess að Tottenham áttu að vera tveimur mörkum undir í hálfleik.
En á 87. mínútu náðu Tottenham menn loks að opna vörn Everton þegar þeir fundu Höjberg á auðum sjó við D-ið á vítateignum. Iwobi náði að hlaupa hann uppi og loka á skotið, kannski því miður því boltinn fór í lærið á Iwobi í skotinu og þannig framhjá Pickford. Heppnin með Tottenham í dag. Game over.
2-0 lokastaðan.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Coleman (6), Coady (7), Tarkowski (7), Mykolenko (6), Gueye (6), Iwobi (6), Onana (6), McNeil (6), Maupay (5), Gray (6). Varamenn: Calvert-Lewin (6), Garner (6).
Hversu langann tíma á Lampard að fá? Það virðist lítið ganga upp í leik liðsins og liðið alveg ófært um að skora mörk. Innkaupa stefna Everton virðist mjög skrítinn á köflum eins og að kaupa Gana, leikmann sem er 30+ í aldri og getur svo ekki neitt. Mér sýnist liðið verða komið í fallsæti eftir 2 til 3 umferðir.
Því fyrr sem við losum okkur við FL því betra. Hann er bara kjánagrey. Big Sam er með mun betra vinningshlutfall og var þó með mun verri efnivið í höndunum! Lampard er bara ekki með þetta