Everton – Liverpool 0-0

Myndin (frá Everton FC): sýnir Everton fagna marki í sigri á Anfield í fyrra.

Stórleikur umferðarinnar er viðureign Everton og Liverpool á Goodison Park en flautað verður til leiks kl. 11:30. Allir nýju leikmennirnir sem Everton keypti í glugganum eru gjaldgengir í þennan leik, þar með taldir Neal Maupay, Idrissa Gana Gueye og James Garner og það verður fróðlegt að sjá uppstillinguna. Sömu sögu er ekki að segja um Liverpool, því nýi leikmaður þeirra, Arthur Melo, sem keyptur var vegna meiðsla Jordan Henderson, er ekki gjaldgengur í þennan leik. Hjá þeim eru einnig Thiago, Konate, Keita, Oxlade-Chamberlain, Kelleher, Ramsey (og náttúrulega Henderson) meiddir, en hjá okkar mönnum eru Doucouré, Calvert-Lewin, Holgate, Mina, Godfrey og Townsend meiddir. Calvert-Lewin er reyndar byrjaður að æfa, að sögn Lampard, þannig að hann á séns en annars gæti líka verið að Maupay fái sinn fyrsta leik í okkar liði.

Það var athyglisvert að lesa greiningu Lewis Jones á Sky Sports, en hann vildi meina að Liverpool væru ofmetnir á útivelli, sérstaklega þegar lykilmaður á miðjunni, eins og Thiago, væri meiddur. Það hefði jafnframt reynst andstæðingum þeirra auðveldara að spila út úr pressunni á miðsvæðinu á þessu tímabili og í sókninni hefði expected-goals tölfræðin hjá þeim farið úr 2.3 per 90 mín niður í 1.25 á útivelli á þessu tímabili og fyrir vikið eru þeir sigurlausir á útivelli á tímabilinu.

Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Tarkowski, Coady, Patterson, Onana, Davies, Iwobi, Gordon, Gray, Maupay.

Varamenn: Begovic, Vinagre, Keane, Coleman, Allan, Gana, McNeil, Mills, Rondon.

Meistarar Georg og Elvar sáu um skýrsluna í fjarveru ritara. Við kunnum þeim bestu þakkir og gefum þeim orðið.

Everton tók á móti Liverpool á Goodison Park. Everton gerði eina breytingu frá síðasta leik þegar Neal Maupay kom inn í liðið í stað Dwight McNeil.

Fyrri hálfleikur var mjög opinn, bæði lið áttu sín færi.

Everton fékk fínt færi á 8. mínútu þegar Davies vinnur boltann, sendir á Gray sem gerir vel og sendir á Maupay sem hittir boltann ekki nógu vel, Gordon var ekki langt frá því að hirða upp boltann en gott færi sem fór forgörðum.

Á 23. mínútu átti Gordon fínt skot þegar boltinn barst úr teignum til Gordon sem náði fínu skoti sem Allisson varði.

Besta færi Everton í fyrri hálfleik kom frá Davies á 32. mínútu, Patterson átti þá fyrirgjöf sem endaði hjá Maupay sem á skot sem Van Dijk nær að fara fyrir, sem lendir hjá Davies sem skrúfar boltann utanfótar í stöngina fjær, Allison var sigraður en því miður var það stöngin út.

Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur en 0-0 í hálfleik.

Nokkuð jafnvægi var á liðunum í byrjun seinni hálfleiks en Liverpool heilt yfir betri fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiks. Fyrsta færi Everton í seinni hálfleik var á 50 mínútu þegar Gray á fyrirgjöf á Maupay sem átti skot yfir.

Everton gerði sína fyrstu breytingu á 62. mínútu þegar Davies fór út af fyrir Gana, nokkuð ljóst að innkoma Gana vakti mikla ánægju hjá stuðningsmönnum Everton.

Everton efldist þegar á leið seinni hálfleiks og á 69. mínútu náði Coady að skora eftir að Maupay átti skot á markið sem Allisson varði og Coady náði boltanum og skoraði, því miður var Coady rangstæður og markið dæmt af.

McNeil kom inn á fyrir Gordon á 82. mínútu.

McNeil var nálægt því að skora á 84. mínútu þegar hann á fínt skot sem fer í 2 leikmenn Liverpool áður en Allisson nær að verja boltann.

Eftir þetta áttu bæði lið sín færi án þess að skora, leikurinn endaði því 0-0 í hörku leik þar sem bæði lið áttu mörg góð færi en Pickford var gríðarlega góður á milli stanganna fyrir Everton en á móti þurfti Allison að taka á honum stóra sínum oftar en einu sinni. Líklegast sanngjörn niðurstaða, jafntefli 0-0.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (8), Patterson (7), Coady (7), Tarkowski (7), Mykolenko (7), Davies (7), Onana (7), Iwobi (7), Maupay (7), Gray (6), Gordon (7). Varamenn: McNeil (6), Gueye (6).

Svipaðar tölur hjá Liverpool, en kannski aðeins lægri. Báðir markmenn hæstir í einkunn með 8 en Pickford maður leiksins.

9 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég býst alls ekki við sigri. Annað hvort verður þetta jafntefli í hörkuleik (mín vegna má það samt vera steindautt), Everton tapar naumlega eftir mikla baráttu eða Everton fær rassskell.
    Vonum bara það besta.

  2. Ari S skrifar:

    Mér fannst þetta vera góður dagur hjá okkur. Auðvitað fengu hinir hjálp með VAR ákvörðun sem var röng. Markið sem að Conor Coady skoraði var löglegt þar sem að leikmaður Liverpool kom ivð hann. Svoleiðis þekki ég reglurnar, getur vel verið að það sé búið að breyta reglunum og að ég hafi rangt fyrir mér. Stundum virðast vera sér reglur fyrir sum lið, segi ekki meir.

    VVD átti að fá RAUTT fyrir að stampa á Onana með öllum sínum feita rassi og þunga. Onana er frábær leikmaður og er strax kominn í réttan gír. Aðeins 20 ára gamall.

    Alir leikmenn voru fínir og sýndu baráttu og vilja til að gera sitt besta. Mikið var gaman að sjá Idrissa Gana Gueye koma inná og Patterson var frábær og Coady og Tarkowski voru flottir. Myko var fínn og miðjan lék góðan leik.

    Fyrsti leikur Maupay og miðað við það þá var hann mjög góður, vonandi heldur hann svona baráttu áfram. Við hefðum vel getað skorað mörk og vorum óheppnir en líka heppnir að þeir skyldu ekki skora þegar þeir skuktu í tréverkið… það skrifast á góða vörn segi ég.

    Og síðast en ekki síst þá var Jordan Pickford stórkostlegur í dag. Við getum þakkað honum fyrir eitt sig segi ég. Ég nefni ekki alla leikmenn en samt voru allir fínir í dag. Miðað við gengi liðsins á síðasta tímabili þá var þetta mjög góður dagur.

    Ég held að við þurfum ekki að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum eða allavega vona ég að við þurfum ekkia ð bíða leng þó að prógrammið framundan sé ekki auðvelt. Svo er náttúrulega HM í Quatar á næsta leiti.

    kær kveðja, Ari

    • Ari S skrifar:

      Onana átti afmæli 16. ágúst og er því orðinn 21 árs.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Satt segir þú Ari, það eru einhverjar óskrifaðar reglur fyrir þessi svokölluðu stóru lið. Ef þetta mark hefði komið hinu megin á vellinum þá hefði það verið látið standa, af því að sóknarmaðurinn á að njóta vafans. Og ef það hefði verið leikmaður Everton sem braut á van Dyjk, þá er næsta víst að rautt spjald hefði farið á loft.
      Svona er þetta og það er sorglegt að sjá hvernig reglur eru beygðar og brotnar til að hjálpa „stóru“ liðunum, eins og við sáum í þessum leik og stuðningsmenn West Ham sáu í leiknum gegn Chelsea, svona til að nefna það nýjasta.

  3. GunniD skrifar:

    Hvers vegna í ósköpunum getum við ekki haldið hreinu gegn “minni” liðunum eins og þessum stærri. Við fáum allavega fleiri mörk á okkur gegn minni liðunum finnst mér.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Frábær frammistaða hjá hverjum einasta leikmanni í dag. Það hlýtur að vera stutt í fyrsta sigurinn, kannski kemur hann í næsta leik. Hæpið, en mér sýnist okkar menn til alls líklegir, tala nú ekki um þegar DCL er kominn aftur. Og meðan ég man, 30 milljónir punda fyrir Onana lítur út fyrir að vera gjafverð, hann var algjörlega stórkostlegur í dag og á bara eftir að verða betri.

  5. Finnur skrifar:

    Þegar Mykolenko kom heim til sín uppgötvaði hann að hann var enn með Mo Salah spriklandi í rassvasanum…

  6. AriG skrifar:

    Mjög góður leikur hjá Everton. Mjög óheppnir að markið var dæmt af. Dijk átti alltaf að fá rautt fyrir ljóta brotið ekki einu sinni skoðað af Var af hverju? Pickford var stórkostlegur besti leikmaður Everton. Maupay góður en hef samt áhyggjur af að hann sé ekki duglegur að skora mörk kemur í ljós heillar mig ekki sérstaklega í þessum leik nema hann barðist samt. Onana er greinilega bestu kaup Everton þetta tímabil spái ég. Vörnin mjög traust. Patterson aftur frábær svona ungur. Gray og Gordon ok samt ekkert stórkostlegir geta meira. Tom Davids mun betri en í síðasta leiknum. Mykolenko og Iwobi góðir. Sennilega er jafntefli sanngjörn úrslit ef ég undanskil dóminn með Dijk hefði breytt leiknum.

  7. Finnur skrifar:

    Pickford og Coady í liði vikunnar að mati BBC:
    https://www.bbc.com/sport/football/62789529?at_medium=RSS&at_campaign=KARANGA