Félagaskiptaglugginn – sumar 2022

Mynd: Everton FC.

Félagaskiptaglugginn á Englandi er til kl. 22:00 þann 1. september og er þessum þræði ætlaði að halda utan um staðfest kaup og sölur sem og slúður, ef þið rekist á eitthvað. Endilega hafið samband í kommentakerfinu ef eitthvað vantar í upptalninguna.

Afraksturinn hingað til:

Leikmenn inn: Eldin Jakupovic (markvörður á neyðarláni), James Garner (9m+6m árangurstengdar – frá Man United), Idrissa Gana Gueye (ótilgreind upphæð – frá PSG), Neil Maupay (ótilgreind upphæð – frá Brighton), Amadou Onana (33m frá Lille), Conor Coady (lán frá Úlfunum), Dwight McNeil (ótilgreind upphæð), James Tarkowski (frítt), Rúben Vinagre (lán frá Sporting Lisbon), Jack Patterson (Crusaders).

Leikmenn út: Allan (ótilgreind upphæð – Al Wahda), Andre Gomes (lán – LOSC Lille), Richarlison (Tottenham – 60M), Niels Nkounkou (lán – Cardiff), Dele Alli (lán – Besiktas), Jonjoe Kenny (Hertha Berlin – samningslaus), Cenk Tosun (samningslaus), Fabian Delph (lagði skóna á hilluna), Andy Lonergan (samningslaus), Gylfi Sigurðsson (samningslaus), Anwar El Ghazi (lánslok), Jarrad Branthwaite (PSV), Tyler Onyango (lán – Burton), Lewis Dobbin (lán – Derby), Nathan Broadhead (lán – Wigan), Lewis Gibson (Bristol Rovers).

22:35 – Þessu virðist vera lokið í bili (fram til janúar, nema einhver samningslaus komi). Það er víst ekki von á fleiri Everton fréttum í kvöld, en endilega látið í ykkur heyra í kommentakerfinu ef þið fréttir eitthvað.

22:00 – Glugginn er lokaður. Klukkutími til að afgreiða útistandandi samningsdrög.
21:55 – Everton staðfesti frétt um lán á Andre Gomes til LOSC Lille í Frakklandi.
21:21 – Everton tilkynnti nú rétt í þessu að James Garner, miðjumaðurinn ungi frá Manchester United, væri orðinn leikmaður Everton. Hann er 21s árs og skrifaði undir fjögurra ára samning (til júní 2026). Hann er áttundi nýi leikmaður Everton í glugganum (á eftir Tarkowski, Vinagre, Coady, Onana, Gueye, McNeil og Maupay).
21:00 – Félagaskiptaglugginn lokar eftir klukkutíma! En eins og venjulega fá þau félög sem senda inn samningsdrög auka klukkutíma til að klára viðskiptin.
18:33 – Skv. gluggavakt Sky Sports virðist sem Blackburn vilji fá 20M punda fyrir Ben Brereton Diaz, en bæði Fulham og Everton verðmeti hann á 12M punda. Það lítur því ekki út fyrir að hann sé að fara frá Blackburn.
17:28 – Liðin Everton og Blackburn eru, skv. gluggavakt Sky Sports, sögð hafa sest aftur við samningaborðið varðandi sóknarmanninn Ben Brereton Diaz frá Blackburn. Nú er að sjá hvort samningar náist.
15:45 – Everton staðfesti rétt í þessu endurkomu Idrissa Gana Gueye! Hann skrifaði undir tveggja ára samning, til júní 2024! Velkominn heim, Idrissa!
14:15 – Engin staðfesting hefur borist um kaup eða sölu frá Everton í dag en glugginn lokar kl. 22:00. Skv. gluggavakt Sky Sports frá því í morgun eru kaupin á James Garner við það að ganga í gegn (15M punda) og sama má segja um Idrissa Gana Gueye. Þar kemur einnig fram að Everton bauð í Leander Dendoncker hjá Úlfunum, sem og í Mohammed Kudus hjá Ajax en sá síðarnefndi er nú (skv. Daily Mail) í verkfalli að reyna að þvinga Ajax til að samþykkja. The Times nefndu jafnframt að Everton sé að skoða lán á Samuel Chukwueze, kantmanni Villareal. Tilboði Everton í Joao Pedro hjá Úlfunum virðist hafa verið hafnað en það átti að vera lán í eitt tímabil með möguleika á kaupum fyrir 20M punda, að láni loknu. Úlfarnir voru sagðir vilja 30M punda, en Everton missti þá áhugann. Skv. gluggavakt BBC gæti Andre Gomes verið á leiðinni til Lille í Frakklandi.

2022-08-31 Mið – Skv. frétt af Sky Sports er Everton að skoða kaup á James Garner, 21 árs leikmanni Manchester United en hann er miðjumaður og leikmaður enska unglingalandsliðsins. Hann var á láni hjá Nottingham Forest á síðasta tímabili og hjálpaði þeim að komast upp í Úrvalsdeildina. Af öðru má svo nefna að sögusagnir um að Idrissa Gana Gueye sé (eða hafi verið) í læknisskoðun gerast sífellt háværari. Glugginn lokar kl 10 annað kvöld (fim).
2022-08-26 Fös – Everton staðfesti í dag kaup á franska sóknarmanninum Neil Maupay frá Brighton. Hann er 26 ára og skoraði 26 mörk í 84 leikjum í byrjunarliðinu fyrir Brighton og 37 mörk í 85 leikjum fyrir Brentford þar á undan. Kaupverðið var ekki gefið upp en hann skrifaði undir þriggja ára samning, til júní 2025.
2022-08-25 Fim – Everton staðfesti í dag lán á Dele Alli til Besiktas til loka tímabils. Ekki var tilgreint hvort um kauprétt væri að ræða í samningunum.
2022-08-23 Þri – The Athletic birti í dag frétt af því í dag að Anthony Gordon hefði lagt inn beiðni um sölu og var jafnframt greint frá því að útistandandi tilboð Chelsea hljóðaði upp á 50M punda plús 10M árgangurstengdar. Everton er þó í góðri stöðu, þar sem Gordon á þrjú ár eftir af samningi sínum og þarf ekki á peningunum að halda eftir söluna á Richarlison.
2022-08-17 Mið – Skv. frétt á Sky Sports er Everton á höttunum eftir sóknarmanninum Ben Brereton Diaz hjá Blackburn, til vara allavega (ef kaup á Armando Broja ganga ekki eftir).
2022-08-16 Þri – Háværar sögusagnir hafa verið uppi um að Chelsea sé þessa dagana að reyna að kaupa Anthony Gordon. Tilboð upp á 40M punda var, að sögn, hafnað sem og tilboði upp á 45M punda (skv. frétt BBC). Í frétt frá Sky Sports kom hins vegar fram að Dele Alli væri í Tyrklandi að klára félagaskipti til Besiktas, en Dele hefur víst enn ekki leikið nógu marga leiki fyrir Everton til að virkja klásúlu um 10m punda greiðslu til Tottenham. Ef að sölu kemur þýðir það að Dele Alli hafi komið til Everton á frjálsri sölu og að Everton haldi eftir 75% af söluverðinu. Í sömu frétt kom fram að enn vantaði bara herslumuninn í að klára kaup Everton á Idrissa Gana Gueye frá PSG.
2022-08-09 Þri – Everton staðfesti í dag kaup á Amadou Onana frá Úlfunum fyrir 33M punda.
2022-08-08 Mán – Everton staðfesti í dag lán á Conor Coady frá Úlfunum til loka tímabils.
2022-07-29 Fös – Everton staðfesti í dag lán á sóknarmanninnum unga, Elli Simms, til Sunderland. Einnig gerast ýmsar raddir háværari um að Everton sé í viðræðum við PSG um kaup á Idrissa Gana Gueye.
2022-07-28 Fim – Everton staðfesti í dag kaup á kantmanninum Dwight McNeil, en hann er 22ja ára enskur unglingalandsliðsmaður (U21) og kemur frá Burnley. McNeil er jafnvígur á báðum köntum, segir í tilkynningu Everton, en hann skrifaði undir 5 ára samning (fram í júní 2027).
2022-07-27 Mið – Everton staðfesti í dag lán á vinstri bakverðinum/wingback Rúben Vinagre (23ja ára) frá portúgalska liðinu Sporting Lisbon. Lánið er út tímabilið og hann fær treyju númer 29 en Everton hefur (var haft eftir Sky Sports) rétt á að kaupa hann á 18M punda að tímabili loknu. Skv. frétt Sky Sports, eru einnig viðræður Everton við Burnley komnar á lokastig varðandi kantmanninn Dwight Mcneil (22ja ára). Og af öðrum fréttum er það helst að ungliðinn Tyler Onyango skrifaði undir nýjan samning við Everton (til ársins 2025) og var lánaður til Burton til loka tímabils.
2022-07-17 Sun – Skv. frétt á BBC fór miðvörðurinn Jarred Branthwaite (20 ára), á láni til PSV til loka tímabils.
2022-07-12 Þri – Skv. frétt á Sky Sports var 25M punda tilboði Everton í miðjumann Úlfanna, Morgan Gibbs-White, hafnað. Morgan er leikmaður enska U21 árs landsliðsins og var á láni hjá Sheffield United á síðasta tímabili og lék 37 leiki með þeim og skoraði 12 mörk.
2022-07-06 Mið – Skv. frétt BBC var Everton að kaupa norður-írskan unglingalandsliðsmann að nafni Jack Patterson frá írska liðinu Crusaders en hann er 16 ára miðjumaður og fer því beint í akademíuna. Kaupverðið var ekki gefið upp og Everton á eftir að staðfesta kaupin opinberlega.
2022-07-06 Mið – Newcastle eru þessa dagana sterklega orðaðir við Anthony Gordon en yfirleitt fylgir því viðauki þar sem fram kemur að Everton er engan veginn til í að selja, og er það vel.
2022-07-02 Lau – Everton staðfesti í dag fjögurra ára samning við miðvörðinn James Tarkowski en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Burnley.
2022-07-01 Fös – Skv. frétt BBC er Everton í viðræðum við miðjumanninn Jesse Lingard, fyrrum leikmann Manchester United, sem er samningslaus í augnablikinu, en skv. BBC má búast má við mikilli samkeppni um krafta hans.
2022-07-01 Fös – Everton staðfesti í dag brottför Richarlison til Tottenham fyrir 60M punda, þar af 10M punda árangurstengd. Enn er beðið staðfestingar á samningum við James Tarkowski, sem hefur mikið verið orðaður við Everton.

Þar með er þetta líklega upp talið í bili! 🙂 En við munum uppfæra þessa frétt þegar meira er vitað (sjá efst í upptalningunni). Endilega látið vita ef þið heyrið eitthvað.

29 Athugasemdir

 1. Ari S skrifar:

  Tarkowski er staðfestur leikmaður Everton. Verður númer 2 og fær trúlega fyrirliðabandið. Er þannig týpa.

 2. Ari S skrifar:

  https://www.youtube.com/watch?v=G9eEomvW2OQ

  Hérna er fyrsta viðtalið við Tarkowski.

 3. Gunni D skrifar:

  Það fara ekki allir í treyjuna hans Hibberts.

 4. Gestur skrifar:

  Alveg er þetta með ólíkindum hvað Everton er alltaf seinir að fá leikmenn. Núna er búið að selja langbesta mann liðsins og það virðist sem ansi lítið sé að gerast til þess að styrkja liðið. Það gengur heldur ekkert að selja þessa leikmenn sem liðið hefur ekkert að gera með. Næsta tímabil verður erfitt.

 5. Ari S skrifar:

  Dwight Mcneil er kominn. Verður númer 7.

  #7

 6. Ari S skrifar:

  Gleðilega hátíð allir/öll

  Mikið hefur gerst síðustu daga hjá okkar mönnum. Mjög áræðanlengt en ekki staðfest þó. Amadou Onana ungur Belgískur miðjumaður hefur verið orðaður við Everton og talið er að hann verði kynntur til sögunna í hálfleik í dag. Onana er einn allra efnilegasti leikmaður í Evrópu um þessar mundir.

  Hann er 1.95 á hæð og sagt er að hann sé svipaður leikmaður og Fellaini en þó með betra vald á boltanum. Það er líka sagt að Roberto Martinez hafi komið Everton í samband við Onana sem spilar fyrir Belgíska landsliði, en það eru svo sannarlega skemmtilegar fréttir.

  Hann var búinn að samþykkja tlboð frá West Ham en ákvað að tala við Lampard sem að „seldi“ honum klúbbin eins og það er stundum sagt. Vel gert hjá Lampard. Kaupverðið er 34 milljónir (hef ég lesið) sem þykir ekki mikið þar sem að „sell on value“ eða endursöluverð á honum er ekki talið lækka ánæstu árum.

  Kær kveðja, Ari

  • Ari S skrifar:

   Ég heyrði það áðann að Onana væri týpa af leikmanni sem gæti verið sambland af Yaya Toure og Patrick Viera. Ma…ma…ma… bara á ekki til orð þegar maður heyrir slíkar lýsingar en við erum öllu vön í þessum málum Evertonstuðningsmenn við þurfum ekkert að trúa slíkum lýsingum. Sjáum hvað hann getur:)

   Onana gaf sér tíma til að tala við stðningsmennina á laugardaginn og gaf sér alltaf tíma til að stoppa hjá hverjum sem bað hann um það. Er ekki með neina stjörnustæla sem er gott þykir mér.

 7. Ari S skrifar:

  Frábærar fréttir fyrir Everton…

  Conor Coady var að skrifa undir samning hjá Everton en hann kemur að láni frá Wolves. Hann hefur spilað sem fyrirliði hjá þeim undanfarin ár. Hann er enskur landsliðsmaður og mun styrkja okkur mikið. Hann er fæddur í Liverpool en eiginkona hans er Everton stuðningsmaður….

 8. Ari S skrifar:

  …….og greinilega 5 ára gamall Everton sonur hans líka…….

  “My little boy, who is 5 years old, trains here at Finch Farm every week. He loves Everton. He loves everything about the football club. He was running up and down the back room when I told him I was signing. It’s a proud day for my family.” – Conor Coady https://t.co/AFMjGl8goS

 9. Ari S skrifar:

  Belgíski landsliðsmaðurinn Amadou Onana hefur skrifað undir 5 ára samning við Everton til enda júlí 2027. Kaupverð er ekki gefið upp og líklegt er að það sé vegna þess að ekki er allt borgað núna strax en hvað veit ég.

  Þessi 20 ára miiðjumaður er álitinn einn af efnilegustu leikmönnum í Evrópu umm þessar mundir og er fimmti leikmaðurinn sem að gerir samning við Evertonfyrir þetta tímabil hinir eru James Tarkowski, Ruben Vinagrem Dwight McNeil og Conor Coady.

  Kraftmikill, teknískur og getur spilað mismunandi stöður á miðjunni. Svona einsn og 6a eða 8a eins og menn tala oft um í Englandi.

  „Það er frábært að vera kominn til Everton. Ég veit að þetta er stór klúbbur, ienn af þeim stræstu í Englandi“ sagði Onana við Everton TV. „Þetta er eitthvað sem ég hef lengi langað til að vera hluti af.“

 10. AriG skrifar:

  Onana örugglega flott kaup héld að hann sé borgaðar á nokkrum árum. Torkowski stórkostlegur leikmaður. Conor Coady flott kaup hef heyrt að hann kosti ca 12 millur ef Everton kaupir hann en þetta er samt bara slúður. Vinagrem ódýr góður varamaður. Gana frábær leikmaður vonandi hættir hann ekki við að koma flottur á miðjunni með Onana. Einu kaupin sem ég er í vafa eru Dwight McNeil frekar dýr heillaði mg ekki í leiknum gegn Chelsea en vonandi á hann eftir að stíga upp. Svo er það hvaða sóknarmaður verður keyptur eða leigður vonandi Broja þótt ég þekki hann ekkert en hann er mjög efnilegur. Everton er að spá í sóknarmanni hjá Sheffield Utd og Coventry veit ekki efast um að Everton hafi bolmagn að kaupa sóknarmann Sheffield Utd mjög ungur en örugglega flott kaup en sennilega ekki tilbúnn til að koma beint í byrjunarliðið. Svo er það örugglega brýnt að losna við nokkra til að létta á launagreiðslum vonandi gengur það. Ég er hræddur um að Anthony Gordon verði seldur ef Newcastle bjóða 50 millur maður veit aldrei en auðvitað vill ég ekki selja hann eins og flestir aðdáendur Everton.

 11. Ari S skrifar:

  Tilboð barst frá Chelsea í Anthony Gordon í gær upp á 40 milljónir punda. Því var hafnað strax það er talið að nýtt tilboð þeirra muni verða 50 milljónir punda. Spurning hvað Newcastle United gerir en þeir gerðu víst tilboð fyrir 2 vikum en var vísað frá.

  Það er nokkuð ljóst að það vilja allir stuðningsmenn hafa Anthony Gordon áfram hjá félaginu. Hann var okkar besti maður í fallbaráttunni á síðasta tímabili og er mjög dýrmætur fyrir félagið sama hvernig menn horfa á það.

  Þurfum við að selja hann núna eða eigum við að halda honum og selja á næsta tímabili fyrir jafnvel hærri upphæð? Það er ljóst að félagið er enn í fjárhagsvandræðum í sambandi við leikmannanna allavega og sala á Gordon núna myndi bæta þá stöðu. Þó ekki væri nema til að kaupa betri leikmann í staðinn. Það er deginum ljósara að við þurfum markaskorara/striker til félagsins helst strax í gær.

  Hvað finnst ykkur félagar og vinir eigum við að seljandi eða ekki seljann?

  Kær kveðja, Ari S

 12. AriG skrifar:

  Ég héld að hann verður seldur fyrir 50 millur. Besti kosturinn er að Chlesea kaupi hann og þá fær Everton aðra leikmenn í staðinn. Ég vildi helst vilja fá Callum-Hudson(hægri vængmaður o.fl) og Broja(fremsti sóknarmaður) báða fyrir Anthony Gordon og skipta á sléttu. Báðir flottir leikmenn og báðir mjög ungir. Efast um að Chelsea selji Broja en það er allt í lagi að reyna. Enginn Everton aðdáandi vill selja Gordan en þá þarf að spila vel úr spilunum.

 13. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Mér þætti mjög skrýtið ef Chelsea eru tilbúnir að borga þetta mikið fyrir leikmann sem tæplega kæmist á bekkinn hjá þeim.

  • Ari S skrifar:

   Ingvar Bæringsson skrifar:
   15/08/2022 kl. 09:16
   „Mér þætti mjög skrýtið ef Chelsea eru tilbúnir að borga þetta mikið fyrir leikmann sem tæplega kæmist á bekkinn hjá þeim.“

   Þetta eru ekki sögusagnir Ingvar, Chelsea hefur nú þegar boðið rúmlega 40 milljónir punda, staðreynd!

   kær kveðja, Ari.

   ps. mér þykir það líka skrýtið… 😉

 14. Ari S skrifar:

  Núna rétt í þessu var The Telegraph að birta frétt um að Everton hefði sagt nei við tilboði í Anthony Gordon sem hljóðar upp á 45 milljónir punda! Ég veit ekki hver stefnan er hjá félaginu h v ört að þetta þýði að hann fari bara alls ekki… eða bara að þeir vilji fá meira? Við þurfum f um striker, sumir segja 3.

  Kær kveðja,

  Ari

 15. Eirikur skrifar:

  Ef að sögusagnir eru réttar sem er ekki ólíklegt þar sem að tilboð Chelsea í Gordon er opinbert að Gordon vilji fara þá á að selja hann. Okkur vantar skapandi miðjumann og allavega tvo til þrjá sóknarmenn. Losa sig við Rondon, Mina, Gomes,Allan og selja DCL. Seinasta ár og byrjun á þessu gefa til kynna að DCL sé meiðsla pési sem þoli ekki álagið.

 16. Finnur skrifar:

  Ég er á móti því að selja Gordon. Félagið þarf að fara aftur í þá aðferðafræði að byggja liðið á ungum, efnilegum og hungruðum leikmönnum og Gordon er eitt besta dæmið um slíkt. Og það skemmir alls ekki fyrir að hann er uppalinn Everton maður í þokkabót.

  En maður verður að vera pínu praktískur og spyrja sjálfan sig… ef Anthony Gordon væri í öðru liði og Everton myndi kaupa hann á 50M punda (sem er líklega næsta boð Chelsea) myndum við, stuðningsmenn Everton, vera ánægðir með þau kaup?

 17. Eirikur skrifar:

  Bara svo að það sé á hreinu þá vil ég ekki selja Gordon. Enn ég einfaldlega held að ef að hann vilji fara þá sé erfitt að stoppa það.
  Ekki gott að vera með óánægðan leikmann sem á líka að gegna lykilhlutverki. Enn sóknarmenn vantar okkur hvað sem öðru líður 🙂

  • Finnur skrifar:

   Ég er sammála því. Ég er að vona að Gordon átti sig á því að það getur verið verra fyrir hann (sem leikmann) að fara á bekkinn hjá Chelsea en að spila stóra rullu hjá Everton. Barkley ætti að vera honum ágætis víti til varnaðar. En ef Gordon biður um sölu, þá horfir þetta öðruvísi við.

 18. Elvar skrifar:

  Neal Maupay er staðfestur Everton leikmaður. Kemur frá Brighton fyrir um 12 mills.

 19. Ingvar Bæringsson skrifar:

  D dagur í dag. Ætli það gerist eitthvað í leikmannakaupum? Ég ætla að giska á að án sölu, þá gerist ekkert.

 20. Ari S skrifar:

  Andre Gomez farin til Lille á láni.

 21. AriG skrifar:

  Ég er mjög sáttur með sumarkaup Everton að mestu leiti. Onana, Gana, Garner, Coady og Tarkowski allt frábær kaup eða leigja(Coady). Vinagre örugglega fínn. En ég hef efasemdir um McNeil hefur ekkert sýnt ennþá en það kemuru vonandi. Maupay er örugglega stórt spurningamerki hef ekki hugmynd hvort það séu góð kaup kemur í ljós. Everton seldi fyrir ca 60 millur og keypti fyrir ca 65 millur sé fjárhagurinn er i jafnvægi núna. Er ekki viss hvort Everton hefðu átt að kaupa annan sóknarmann en hefðum örugglega getað fundið meiri sóknarmann en Maupay en hann er ekki svo dýr og örugglega ekki á mjög háum launum. Everton gekk ágætlega að losna við nokkra leikmenn þótt það hefði verið betra að selja fleiri ekki leigja þá út svona ódýrt en það er betra en að sitja uppi með þá á bekknum á háum launum.

 22. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Mér finnst þetta hafa verið mjög góður gluggi hjá okkar mönnum. Það eina sem hefði gert þennan glugga frábærann hefði verið að krækja í annann sóknarmann, hvort sem það hefði verið framherji eða vængmaður. Ef ég ætti að gefa þessum glugga einkun, þá myndi ég gefa honum 7,5.