Amadou Onana skrifar undir

Amadou Onana

Mynd: Everton FC.

Everton staðfesti í dag kaup á Amadou Onana frá franska liðinu Lille, en hann er tvítugur miðjumaður belgíska landsliðsins og, skv. fréttinni sem fylgdi, er talinn vera einn af mest spennandi bitum evrópu um þessar mundir, en hann ku vera bæði sterkur, snöggur, tekknískur og fjölhæfur á miðsvæðinu, en hann getur spilað bæði í varnarsinnuðu hlutverki á miðjunni, sem og sem box-to-box miðjumaður.

Kaupverðið var ekki gefið upp en skv. BBC var það 33M punda. Onana skrifaði undir fimm ára samning (til júní 2027) og fær treyju númer 8.

Hér má sjá vídeó af kappanum…

Velkominn til Everton, Amadou Onana!

Leave a Reply

%d bloggers like this: