Mynd: Everton FC.
Everton á leik við Leeds á útivelli í kvöld kl. 19:00. Leeds menn töpuðu síðasta leik sínum á útivelli, gegn Brighton, en hafa unnið alla leiki sína þrjá á heimavelli til þessa (þar af einn í deildarbikar). Síðasti Úrvalsdeildarleikurinn sem þeir unnu var 3-0 sigur gegn Chelsea.
Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Coady, Tarkowski, Patterson, Davies, Iwobi, Onana, McNeil, Gordon, Gray.
Varamenn: Begovic, Vinagre, Keane, Coleman, Allan, Gomes, Rondon, Mills, Welch.
Sýnist þetta vera fjögurra manna varnarlína og jafnvel þriggja manna framlína, án þess að vera með náttúrulegan framherja í byrjunarliðinu. Rondon á bekknum en nýi sóknarmaðurinn, Maupey, er ekki einu sinni í hópnum. En þá að leiknum…
Ekkert að gerast fyrstu 17 mínúturnar. Leeds meira með boltann, en engin færi. Þangað til Iwobi sá hlaupið hjá Gordon og sendi stungusendingu inn fyrir sem Gordon afgreiddi gegnum klofið á markverði. 0-1 fyrir Everton.
Leeds mönnum gekk ekkert að skapa færi, þrátt fyrir að vera mun meira með boltann. Ekki mikið markvert að nefna annað en freak meiðsli hjá fyrirliða Leeds, þegar Pickford virtist rétt snerta öxlina á honum. Mjög skrýtið atvik.
0-1 í hálfleik.
Leeds menn byrjuðu seinni hálfleik af krafti , með föstu skoti á mark, innan teigs, en Pickford varði vel. Þetta setti svolítið tóninn fyrir restina. Líflegur hálfleikur.
Á 55. mínútu kom svo tuskan í andlitið, sem maður átti kannski pínu von á. Útspark frá Pickford, beint á Leeds mann og sókn þeirra hófst. Endaði með skoti utan teigs, beint í hornið niðri vinstra megin (frá vörninni séð). Staðan 1-1.
Everton kom boltanum í netið á 65. mínútu þegar Gray fékk stungu inn fyrir vörnina og setti boltann framhjá markverði, en var með hnéð innfyrir þegar sendingin kom og því dæmdur rangstæður. Lítið við því að gera. Pickford varði svo með hælnum stuttu síðar úr algjöru dauðafæri Leeds manna. End to end stuff.
Þrátt fyrir pressu Leeds í seinni hálfleik átti Everton betri færi og voru nær því að taka stigin þrjú.
Onana var til dæmis mjög nálægt því að setja fyrsta mark sitt fyrir Everton þegar hann átti skot af stuttu færi á mark og það eina sem bjargaði Leeds mönnum var að boltinn fór í hausinn á varnarmanni og út af. Markvörður líklega ekki náð að verja.
Patterson komst svo í frábært færi á 83. mínútu þegar hann fékk flotta stungu inn fyrir frá Iwobi en hefði þurft að setja boltann aðeins utar, t.d. í hliðarnetið fjær, og markvörður varði því. Þetta hefði verið sigurmarkið, og hefði í raun átt að vera það, svo gott var færið.
Fleiri urðu þau ekki.
Jafntefli niðurstaðan… aftur.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Patterson (7), Coady (6), Tarkowski (6), Mykolenko (6), Davies (6), Onana (6), Iwobi (7), McNeil (6), Gray (5), Gordon (8).
Gott að sjá að það eru þrír á miðjunni (eða svo virðist vera). En mér líst ekki á að hafa Cody í fjögurra manna vörn þar sem Wolves létu hann fara af því að þeir vildu spila með fjögurra manna vörn. Enn enginn framherji og Richarlison fátæka mannsins ekki einu sinni í hópnum, þetta verður bras því Leeds eru skratti góðir og okkar menn ekki þekktir fyrir mikla stigasöfnun á útivelli. Vona það besta en býst við því versta, spái 3-1 fyrir Leeds.
Skilst að Maupay hafi ekki verið í hóp þar sem hann var ekki gjaldgengur í þennan leik.
… út af einhverri reglugerð eða tímamörkum varðandi hvenær kaupin gengu í gegn.
Það var víst frídagur í Englandi í gær, bank holiday monday. Fáránlegt!
Miklu betri varnarleikur þegar Lampart spilar með 2 miðherja. Skrítin einkunnargjöf Gray var mun betri en að fá 5 hefði sett 7 þar. Var ógnandi og mjög óheppinn að vera rangstæður vegna hendi algjör steypa hendi á aldrei að vera rangstæða enda græður leikmaður aldrei á að nota hendina til að skora. Fannst Patterson mjög góður gafst aldrei upp vel hann besta leikmann Everton í leiknum. McNeil er vonlaus ennþá og Onana frekar týndur en samt traustur vill að hann taki meira þátt í sóknarleiknum ekki veitir af. Ennþá smá hik í vörninni samt miklu betra en í leiknum gegn Brentford. Enn sýnir Gordan snilli sína með markið flott einstaklingsframtak. Davids er frekar villtur ennþá klaufalegt að brjóta á markverðinum hefði getað endað með rauðu spjaldi.