Mynd: Everton FC.
Þá er komið að fyrsta leik Everton í enska deildarbikarnum (2. umferð) og í þetta skiptið fékk Everton það hlutskipti að spila á útivelli (Highbury Stadium) á móti Fleetwood Town, sem spilar í ensku C deildinni (League One svokölluð). Þar sitja þeir í 14. sæti eftir fimm leiki, með 6 stig eftir tap í upphafsleik, einn sigur og svo þrjú jafntefli í röð.
Uppstillingin: Begovic, Vinagre, Keane, Welch, Coleman (fyrirliði), Patterson, Davies, Onana, McNeil, Iwobi, Rondon.
Varamenn: Lonergan, Mykolenko, Tarkowski, Holgate, Gordon, Gray, Warrington, Mills, Price.
Líklega er þetta hefðbundin þriggja manna vörn (með Coleman í hægri miðvarðarstöðu) og Vinagre og Patterson í wingback hlutverki. McNeil og Iwobi frammi með Rondon á toppnum.
Fyrri hálfleikur eins og við var að búast. Týpískur bikarleikur við neðri deildarlið, með fullri virðingu fyrir Fleetwood. Everton meira með boltann, engin ógnun frá Fleetwood, sem þó styrktust eftir því sem leið á. Lítið gekk samt í framlínu Everton framan af og þegar lykilsendingar rötuðu rétta leið var sendingin of föst eða afgreiðslan glötuð. Þangað til á um 25 mínútu þegar þetta small loks hjá okkar mönnum og þeir virtust spila sig auðveldlega í gegnum vörnina og boltinn endaði vinstra megin í teig, hjá Gray, sem lagði hann framhjá markverði. 0-1 fyrir Everton.
Fleetwood svöruðu með sínu fyrsta skoti á markið á 31. mínútu, en ekki mikil hætta. Rétt í lokin náðu þeir reyndar smá pressu á mark Everton með tveimur skotum en bæði boltar sem maður býst við að markvörður verji.
0-1 í hálfleik.
Snemma í seinni hálfleik reyndi ungliðinn okkar í hjarta varnarinnar að skalla bolta (úr föstu leikatriði) inn við samskeytin… í eigið mark, en Begovic kom honum til bjargar með frábærri markvörslu. Fleetwood menn að minna á sig.
Patterson fékk tvö færi með stuttu millibili á um 60. mínútu, það fyrra sínu betra, en skotin hjá honum ekki nægilega góð.
Onana átti fínt skallafæri á 73. mínútu, sem hefði getað endað í netinu, ef boltinn hefði ekki farið í hnakkann á Fleetwood manni og í horn. Hefði viljað sjá hvort markvörður hefði átt séns.
En það breytti litlu, mörkin reyndust ekki fleiri. Everton komið áfram í þriðju umferð bikarsins.
Drátturinn í þriðju umferð deildarbikarsins:
Bournemouth vs Everton
Wolves vs Leeds
Nottingham Forest vs Tottenham
Manchester Utd vs Aston Villa
Burnley vs Crawley
Bristol City vs Lincoln City
Manchester City vs Chelsea
Stevenage vs Charlton
MK Dons vs Morecambe
Newcastle vs Crystal Palace
Southampton vs Sheffield Wed
Arsenal vs Brighton
Brentford vs Gillingham
Liverpool vs Derby County
Ekki óskastaða að fæ bæði Úrvalsdeildarlið og spila á útivelli, en svona er þetta víst…