Félagaskiptaglugginn – sumar 2022

Mynd: Everton FC.

Félagaskiptaglugginn á Englandi er til 1. september og er þessum þræði ætlaði að halda utan um staðfest kaup og sölur sem og slúður, ef þið rekist á eitthvað. Endilega hafið samband í kommentakerfinu ef eitthvað vantar í upptalninguna.

Afraksturinn hingað til:

Leikmenn inn: Dwight McNeil (ótilgreind upphæð), James Tarkowski (frítt), Rúben Vinagre (lán frá Sporting Lisbon), Jack Patterson (Crusaders).

Leikmenn út: Richarlison (Tottenham – 60M), Jonjoe Kenny (Hertha Berlin – samningslaus), Cenk Tosun (samningslaus), Fabian Delph (samningslaus), Andy Lonergan (samningslaus), Gylfi Sigurðsson (samningslaus), Anwar El Ghazi (lánslok), Jarrad Branthwaite (PSV), Tyler Onyango (lán – Burton).

2022-07-29 Fös Everton staðfesti í dag lán á sóknarmanninnum unga, Elli Simms, til Sunderland. Einnig gerast ýmsar raddir háværari um að Everton sé í viðræðum við PSG um kaup á Idrissa Gana Gueye.

2022-07-28 Fim Everton staðfesti í dag kaup á kantmanninum Dwight McNeil, en hann er 22ja ára enskur unglingalandsliðsmaður (U21) og kemur frá Burnley. McNeil er jafnvígur á báðum köntum, segir í tilkynningu Everton, en hann skrifaði undir 5 ára samning (fram í júní 2027).
2022-07-27 Mið Everton staðfesti í dag lán á vinstri bakverðinum/wingback Rúben Vinagre (23ja ára) frá portúgalska liðinu Sporting Lisbon. Lánið er út tímabilið og hann fær treyju númer 29 en Everton hefur (var haft eftir Sky Sports) rétt á að kaupa hann á 18M punda að tímabili loknu. Skv. frétt Sky Sports, eru einnig viðræður Everton við Burnley komnar á lokastig varðandi kantmanninn Dwight Mcneil (22ja ára). Og af öðrum fréttum er það helst að ungliðinn Tyler Onyango skrifaði undir nýjan samning við Everton (til ársins 2025) og var lánaður til Burton til loka tímabils.
2022-07-17 Skv. frétt á BBC fór miðvörðurinn Jarred Branthwaite (20 ára), á láni til PSV til loka tímabils.
2022-07-12 Þri Skv. frétt á Sky Sports var 25M punda tilboði Everton í miðjumann Úlfanna, Morgan Gibbs-White, hafnað. Morgan er leikmaður enska U21 árs landsliðsins og var á láni hjá Sheffield United á síðasta tímabili og lék 37 leiki með þeim og skoraði 12 mörk.
2022-07-06 Mið Skv. frétt BBC var Everton að kaupa norður-írskan unglingalandsliðsmann að nafni Jack Patterson frá írska liðinu Crusaders en hann er 16 ára miðjumaður og fer því beint í akademíuna. Kaupverðið var ekki gefið upp og Everton á eftir að staðfesta kaupin opinberlega.
2022-07-06 Mið Newcastle eru þessa dagana sterklega orðaðir við Anthony Gordon en yfirleitt fylgir því viðauki þar sem fram kemur að Everton er engan veginn til í að selja, og er það vel.
2022-07-02 Lau Everton staðfesti í dag fjögurra ára samning við miðvörðinn James Tarkowski en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Burnley.
2022-07-01 Fös Skv. frétt BBC er Everton í viðræðum við miðjumanninn Jesse Lingard, fyrrum leikmann Manchester United, sem er samningslaus í augnablikinu, en skv. BBC má búast má við mikilli samkeppni um krafta hans.
2022-07-01 Fös Everton staðfesti í dag brottför Richarlison til Tottenham fyrir 60M punda, þar af 10M punda árangurstengd. Enn er beðið staðfestingar á samningum við James Tarkowski, sem hefur mikið verið orðaður við Everton.

Þar með er þetta líklega upp talið í bili! 🙂 En við munum uppfæra þessa frétt þegar meira er vitað (sjá efst í upptalningunni). Endilega látið vita ef þið heyrið eitthvað.

10 Athugasemdir

 1. Ari S skrifar:

  Tarkowski er staðfestur leikmaður Everton. Verður númer 2 og fær trúlega fyrirliðabandið. Er þannig týpa.

 2. Ari S skrifar:

  https://www.youtube.com/watch?v=G9eEomvW2OQ

  Hérna er fyrsta viðtalið við Tarkowski.

 3. Gunni D skrifar:

  Það fara ekki allir í treyjuna hans Hibberts.

 4. Gestur skrifar:

  Alveg er þetta með ólíkindum hvað Everton er alltaf seinir að fá leikmenn. Núna er búið að selja langbesta mann liðsins og það virðist sem ansi lítið sé að gerast til þess að styrkja liðið. Það gengur heldur ekkert að selja þessa leikmenn sem liðið hefur ekkert að gera með. Næsta tímabil verður erfitt.

 5. Ari S skrifar:

  Dwight Mcneil er kominn. Verður númer 7.

  #7

 6. Ari S skrifar:

  Gleðilega hátíð allir/öll

  Mikið hefur gerst síðustu daga hjá okkar mönnum. Mjög áræðanlengt en ekki staðfest þó. Amadou Onana ungur Belgískur miðjumaður hefur verið orðaður við Everton og talið er að hann verði kynntur til sögunna í hálfleik í dag. Onana er einn allra efnilegasti leikmaður í Evrópu um þessar mundir.

  Hann er 1.95 á hæð og sagt er að hann sé svipaður leikmaður og Fellaini en þó með betra vald á boltanum. Það er líka sagt að Roberto Martinez hafi komið Everton í samband við Onana sem spilar fyrir Belgíska landsliði, en það eru svo sannarlega skemmtilegar fréttir.

  Hann var búinn að samþykkja tlboð frá West Ham en ákvað að tala við Lampard sem að „seldi“ honum klúbbin eins og það er stundum sagt. Vel gert hjá Lampard. Kaupverðið er 34 milljónir (hef ég lesið) sem þykir ekki mikið þar sem að „sell on value“ eða endursöluverð á honum er ekki talið lækka ánæstu árum.

  Kær kveðja, Ari

  • Ari S skrifar:

   Ég heyrði það áðann að Onana væri týpa af leikmanni sem gæti verið sambland af Yaya Toure og Patrick Viera. Ma…ma…ma… bara á ekki til orð þegar maður heyrir slíkar lýsingar en við erum öllu vön í þessum málum Evertonstuðningsmenn við þurfum ekkert að trúa slíkum lýsingum. Sjáum hvað hann getur:)

   Onana gaf sér tíma til að tala við stðningsmennina á laugardaginn og gaf sér alltaf tíma til að stoppa hjá hverjum sem bað hann um það. Er ekki með neina stjörnustæla sem er gott þykir mér.

 7. Ari S skrifar:

  Frábærar fréttir fyrir Everton…

  Conor Coady var að skrifa undir samning hjá Everton en hann kemur að láni frá Wolves. Hann hefur spilað sem fyrirliði hjá þeim undanfarin ár. Hann er enskur landsliðsmaður og mun styrkja okkur mikið. Hann er fæddur í Liverpool en eiginkona hans er Everton stuðningsmaður….

 8. Ari S skrifar:

  …….og greinilega 5 ára gamall Everton sonur hans líka…….

  “My little boy, who is 5 years old, trains here at Finch Farm every week. He loves Everton. He loves everything about the football club. He was running up and down the back room when I told him I was signing. It’s a proud day for my family.” – Conor Coady https://t.co/AFMjGl8goS

Leave a Reply

%d bloggers like this: