Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Meðlimaáskrift fyrir 2022/23 tímabilið - Everton.is

Meðlimaáskrift fyrir 2022/23 tímabilið

Mynd: Everton FC.

Everton hefur hafið sölu á meðlimaáskrift fyrir tímabilið sem er að hefjast í sumar. Þau ykkar sem gerast meðlimir fyrir tímabilið fá ýmis fríðindi, eins og:

  • Forgang í miðasölu á heimaleiki á Goodison Park í deild og bikar á tímabilinu 22/23.
  • Aðgang að netstreymi af Everton leikjum í Bandaríkjunum á undirbúningstímabilinu.
  • Aðgang að netstreymi af völdum heimaleikjum Everton U21 og U18 á tímabilinu 22/23.
  • Aðgang að prívat efni á meðlimasíðu evertonfc.com, sem sýnir prívat Everton efni frá Goodison Park og Finch Farm æfingasvæðinu.
  • Ókeypis miða á heimaleiki kvennaliðs Everton á Walton Hall Park.
  • … og rúsínan í pylsuendanum: greiðslugjöf og meðlimakort frá klúbbnum.

Með meðlimaáskrift, sem kostar 35 pund, getum við jafnframt tryggt aðgang að miðum í gegnum forsölu klúbbsins á alla heimaleiki Everton, sem og valda útileiki og FA bikar- og deildarbikar-leiki á tímabilinu 2022/23. Gildir þetta einnig um formlegar ferðir á vegum Everton klúbbsins.

Hægt er að lesa nánar um tilboðið og skrá sig sem official Everton meðlimur hér.

Til að nýta tilboðið til fullnustu (ná öllum leikjunum á undirbúningstímabilinu sem í boði eru) þarf að klára meðlimaáskriftina fyrir fyrsta leik, sem er gegn Arsenal í Bandaríkjunum þann 16. júlí.

1 athugasemd

  1. Finnur skrifar:

    Ég kaupi þetta á hverju ári og var að klára þetta núna. Hlakka til að sjá hvernig Lampard stillir upp liðinu á æfingatímabilinu.