Mynd: Everton FC.
Everton hefur hafið sölu á meðlimaáskrift fyrir tímabilið sem er að hefjast í sumar. Þau ykkar sem gerast meðlimir fyrir tímabilið fá ýmis fríðindi, eins og:
- Forgang í miðasölu á heimaleiki á Goodison Park í deild og bikar á tímabilinu 22/23.
- Aðgang að netstreymi af Everton leikjum í Bandaríkjunum á undirbúningstímabilinu.
- Aðgang að netstreymi af völdum heimaleikjum Everton U21 og U18 á tímabilinu 22/23.
- Aðgang að prívat efni á meðlimasíðu evertonfc.com, sem sýnir prívat Everton efni frá Goodison Park og Finch Farm æfingasvæðinu.
- Ókeypis miða á heimaleiki kvennaliðs Everton á Walton Hall Park.
- … og rúsínan í pylsuendanum: greiðslugjöf og meðlimakort frá klúbbnum.
Með meðlimaáskrift, sem kostar 35 pund, getum við jafnframt tryggt aðgang að miðum í gegnum forsölu klúbbsins á alla heimaleiki Everton, sem og valda útileiki og FA bikar- og deildarbikar-leiki á tímabilinu 2022/23. Gildir þetta einnig um formlegar ferðir á vegum Everton klúbbsins.
Hægt er að lesa nánar um tilboðið og skrá sig sem official Everton meðlimur hér.
Til að nýta tilboðið til fullnustu (ná öllum leikjunum á undirbúningstímabilinu sem í boði eru) þarf að klára meðlimaáskriftina fyrir fyrsta leik, sem er gegn Arsenal í Bandaríkjunum þann 16. júlí.
Ég kaupi þetta á hverju ári og var að klára þetta núna. Hlakka til að sjá hvernig Lampard stillir upp liðinu á æfingatímabilinu.