Mynd: Everton FC.
Það er búið að fresta ansi mörgum leikjum Everton undanfarið vegna meiðsla og/eða covid en ástandið er búið að vera slæmt víða í Úrvalsdeildinni. Síðasti leikur Everton var leikurinn við Chelsea á brúnni um miðjan desember en Everton átti þá ekki nógu mikið af leikmönnum til að manna allar stöður (tveir kjúklingar í byrjunarliðinu, tveir á bekknum og tvö sæti auð). En úrslitin voru okkur að skapi, baráttu-jafnteflis-stig á erfiðum útivelli.
Nú er komið að leik við Brighton á heimavelli kl. 14 en þeir eru á lygnum sjó um miðja deild og gerðu einnig 1-1 jafntefli við Chelsea í síðasta leik (á miðvikudeginum).
Stóru fréttirnar eru tvær. Annars vegar það að Everton var að kaupa vinstri bakvörð, Vitaliy Mykolenko, sem við gerum betri skil síðar (hann er ekki í hóp í dag en verður örugglega kynntur í hálfleik eða rétt fyrir leik). Hin stóra fréttin er sú að Dominic Calvert-Lewin er orðinn nógu heill, ekki bara til að vera í hóp, heldur fer hann beint í byrjunarliðið!
Uppstillingin: Pickford, Godfrey, Holgate, Keane, Coleman (fyrirliði), Kenny, Allan, Doucouré, Gordon, Gray, Calvert-Lewin.
Varamenn: Begovic, Digne, Gbamin, Onyango, Iwobi, Gomes, Simms, Dobbin, Rondon.
Branthwaite, kjúklingurinn sem skoraði gegn Chelsea í síðasta leik, er ekki í hópnum, Mina er meiddur og Digne á bekknum en það eru hvorki fleiri né færri en þrír miðverðir og tveir hægri bakverðir í byrjunarliðinu. Það verður fróðlegt að sjá hvar Kenny spilar, hvort hann verði í vinstri bakverði (í fimm manna varnarlínu) eða á kantinum fyrir framan Coleman (og þá fjórir í varnarlínu). Að öðru leyti er þetta nokkuð hefðbundið fram á við með Gordon og Gray til aðstoðar Calvert-Lewin á toppnum. Richarlison er meiddur og eitthvað af miðjumönnum Everton er frá einnig.
Brighton menn fengu óskabyrjun á leiknum (og árinu) þegar þeir náðu að skora strax á þriðju mínútu. Vel útfærð sókn, hár bolti inn í teig og skallað yfir á mann í dauðafæri. Pickford gerði vel að koma á móti og gera sig stóran en þeir náðu rétt svo að koma boltanum framhjá fætinum og inn. 0-1.
Lítið að gerast í kjölfarið — mikið um stopp vegna pústra. En svo kom önnur blaut tuska í andlitið á okkur. Hornspyrna dæmd og hár bolti framlengdur á fjærstöng þar sem náttúrulegur vinstri bakvörður átti að vera. Enginn svoleiðis inn á, hins vegar og leikmaður Brighton fékk að skalla inn óáreittur. Auðveldur skalli inn. 0-2.
Everton fékk líflínu eftir um 25 mínútur þegar VAR gaf okkur víti, réttilega. Gordon keyrður niður inni í teig. Calvert-Lewin á punktinn en lúðraði boltanum yfir slána.
Pressa Everton jókst eftir því sem leið á og þeir fengu nokkur færi. Gordon fékk skallafæri upp við mark, en markvörður náði að slá frá áður en Gordon næði að skalla. Svo náði Gordon frábærum spretti upp vinstri kant og náði hárri sendingu fyrir á Calvert-Lewin náði því miður ekki að skalla á markið.
Stuttu síðar átti Lalana skot af löngu færi, alveg út við stöng vinstra megin en Pickford varði meistaralega í horn.
Á 40. mínútu fékk Gordon svo skotfæri eftir góðan sprett upp völlinn en skotið varið. Allt gott í sóknarleik Everton farið í gegnum Gordon fram að því.
0-2 í hálfleik.
Everton byrjaði af krafti með tveir færum og svo marki. Gordon gerði vel með að bera boltann að vítateig og ná skoti á mark. Boltinn í lappirnar á Lalana og þaðan í netið. Síðan orðin 1-2 og aftur orðinn leikur.
Aftur var Gordon keyrður niður inni í teig, farið aftan í bakið á honum – nákvæmlega eins og vítið sem Everton fékk í fyrri hálfleik. Ekkert frábrugðið. En, einhverra hluta vegna hafði VAR herbergið ekki kjark til að dæma eins og þá.
Allan átti geggjað skot af löngu færi á 68. mínútu sem stefndi í samskeytin en markvörður Brighton varði vel í horn.
Everton með góð tök á leiknum og fengu öll færin, þangað til Brighton menn fengu skyndisókn og boltinn barst til McAllister fyrir utan teig miðjan og hann svoleiðis smellhitti boltann upp í samskeytin hægra megin. 1-3. Ekki hægt að saka Pickford um nein þeirra.
En Everton svaraði sem betur fer fljótt með marki frá Gordon. Flott spil út í horn hægra megin á Kenny, sem sendi lágan bolta fyrir mark á Gordon sem var upp við mark og hann potaði inn. 2-3! Geggjaður leikur hjá Gordon í dag. Pressan jókst á vörn Brighton með hverri mínútu.
Gomes kom inn á fyrir Allan undir lokin. Rondon hafði komið inn á Kenny nokkru áður og honum tókst að finna Gordon í dauðafæri upp við mark en Gordon náði ekki að stýra boltanum í netið.
En ekki tókst að jafna, þrátt fyrir fína frammistöðu í dag. Tölfræðin öll með Everton (eða í versta falli jöfn) – fleiri skot, fleiri á mark og að öllu jöfnu hefði Everton átt að vinna þennan leik. En svona er þetta stundum.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Kenny (7), Holgate (6), Keane (5), Godfrey (6), Allan (6), Doucoure (5), Gordon (8), Coleman (6), Gray (7), Calvert-Lewin (5).
Ekki verður þetta skemmtilegt ár fyrir Everton aðdáendur, Everton drulla af bestu gerð fyrstu 20 mín. Hvernig er þetta hægt? Þetta batnar kannski með nýjum stjóra.
Þvílík hörmung að horfa upp á. Svo situr þetta gerpi Benitez og virðist ekkert skilja í af hverju þetta er ekki að ganga. Það væri kannski gáfulegt að prófa að setja vinstri bakvörð í vinstri bakvarðarstöðuna í staðinn fyrir útbrunninn hægri bakvörð.
En annars gleðilegt ár félagar, það getur bara batnað úr þessu.
Á heimavelli gegn Brighton og hvað er game planið?
Þvílík hörmung. Enda púað á liðið í hálfleik. Það eru svo lítil gæði í þessu liði. Held að Benites sé því miður ekki rétti maðurinn í þetta job. Með þetta lið þá föllum við ásamt Norwich og Burnley.
Gleðilegt ár, ég get ekki lengur orða bundist. Var alltaf á móti ráðningu á „feita þjóninum“ og get ekki beðið eftir því að hann verði rekinn. Hrokinn og Egóið hjá þessu fífli á eftir að skilja stórt sár eftir ef ekki verður gripið fljótlega í taumana. Digne hefur ekki verið svipur hjá sjón frá því að hann tók við og hefur örugglega eitthvað til síns máls þegar hann var að gagnrýna gerpið á æfingu sem verður svo til þess að þessi „snillingur“ (sem ætlaði að kenna Ronaldo fótbolta þegar hann kom til Real Madrid) lætur það bitna á liðinu með því að hafa Digne á bekknum á meðan fatlaður hægri bakvörður sem allir vilja losna við er settur í hægri bak og besti hægri bakvörðurinn okkar Coleman (sem hefur reyndar ekki heldur verið svipur hjá sjón síðan gerpið tók við) er settur í vinstri bak. Ef ég væri í stjórn klúbbsins þá tæki ég í taumana og skipaði gerpinu að sættast við Digne ellegar hann yrði rekinn á stundinni. Liðið á aldrei að líða fyrir svona helvítis Egó. Annars er ég bara góður.
James Rodriguez out — rondon in
Rafa😔😔😔😔😔😔😔😟😟
Eigum við að ræða skiptingarnar eitthvað. Og sendingar getu Kean ☹
Sællir og gleðilegt nýr ár . gæðin voru ekki góð í fyrrihálfleik seinni var örlítið betri. Já hvað skal gera er það ekki fyrsta að fá kanski betri menn eða hvað eða láta hann fara hvað segja menn. Til að losna við fallið.Ég vil meina að við höfum ágæta menn í liðinu ég vil meina að menn eru ekki að ná saman.Benitinez spurniginn er eru menn nokkuð að gera það sem hann er að leggja til. Eða hvað vitleisu er hann að gera nú er málið að halda sig í deildinni hitt er ekki til í dæminu ég er bara orðlaus
Hæ gleðilegt nýtt ár! Ekki byrjar nýja árið hjá Everton vel. Varnarleikurinn var hrein skelfing í fyrri hálfleik. Má ég koma með uppástungu mætti ekki prófa að setja Benetez á bekkinn og setja Ferguson inn í smá tíma ef hann stendur sig ekki á viðkomandi að fara á bekkinn smá skot á Benetez. Algjört bull að selja Digne þótt hann hafi spilað undir getu í vetur en á það ekki við flesta leikmenn Everton. Mundi bíða með sölu á Digne þangað til Benetez verður rekinn hvenær sem það verður gæti spilað sem hægri vængmaður með nýja leikmanninn fyrir aftan sig. Vængmennirnir báru af í þessum leik Gordan og Gray. Hinir spilaðu langt undir getu vill samt ekki dæma Lewin í þessum leik enda greinilega ryðgaður enda búinn að vera frá í nokkra mánuði.