Mynd: Everton FC.
Þá var komið að síðasta leik tímabilsins, á útivelli gegn Manchester City! Everton þurfti sigur til að ná takmarki sínu um Evrópubolta á næsta tímabili en City menn allt of stór biti fyrir þá í dag.
Uppstillingin: Pickford, Digne, Keane, Holgate, Godfrey, Allan, Davies, Doucouré, Gylfi (fyrirliði), Richarlison, Calvert-Lewin.
Varamenn: Olsen, Virginía, Nkounkou, Coleman, John, Bernard, Gomes, Iwobi.
City menn mættu til leiks með fyrnasterkt lið. Einhverjir töldu að þeir myndu hvíla sína menn fyrir mikilvægasta leik tímabilsins þeirra, sem er um næstu helgi (úrslit í Meistaradeildinni) — en svo reyndist ekki vera.
Ég missti af fyrstu mínútu en náði að sjá Gylfa setja Calvert-Lewin inn fyrir með geggjaðri stungusendingu en markvörður City varði vel frá honum. Hinum megin setti De Bryune Gabirel Jesus inn fyrir en Pickford vel á verði.
De Bryune fékk svo upplagt skotfæri utan teigs og honum brást ekki bogalistinn, setti hann út við stöng og framhjá Pickford sem átti engan séns í að verja. 1-0 fyrir City.
Tveimur mínútum síðar var mark númer tvö frá þeim komið. Maður hugsaði til að byrja með hvað boltinn gengi fljótt og vel á milli manna í Everton liðinu, alltaf sent í fyrstu snertingu á lausan mann og City menn því að elta skugga. En þá tók Michael Keane sig til og ætlaði að reyna að þræða sig í gegnum miðjuna en City menn hirtu boltann af honum og þá allt í einu komin skyndisókn þrír City menn á tvo Everton menn. Boltinn endaði hjá Gabriel Jesus sem lék á Godfrey og setti boltann framhjá Pickford. 2-0 fyrir City.
Á 35. mínútu nældi Richarlison sér í víti þegar hann náði að komast upp að endamörkum og var felldur af Ruben. Gylfi á punktinn en í fyrsta skiptið á tímabilinu brást honum bogalistinn af punktinum. Þar hefði getað verið vendipunktur í leiknum.
Tvisvar í viðbót vildu leikmenn Everton fá víti, en VAR tékkið sagði nei í bæði skiptin. Mahrez átti svo þrumuskot í slá af löngu færi.
Þriðja mark City kom á 54. mínútu eftir laglegt samspil í gegnum vörn Everton þvert á teiginn frá vinstri til hægri og svo skoraði Foden alveg út við stöng.
Iwobi og Bernard inn á fyrir Gylfa og Doucouré en City menn héldu áfram að spila Everton sundur og saman og bæta við. Sergio Aguero þar að verki — þegar Fernandinho stal boltanum af Tom Davies nálægt vítateig, þegar Everton var að reyna að byggja upp sókn. Sendi svo á Aguero sem lék á Holgate og skaut utanfótar í hliðarnetið vinstra megin. 4-0 fyrir City.
Aguero var heldur ekki hættur heldi bætti við skallamarki stuttu síðar. 5-0. Sergio Aguero þar með að bæta markamet Wayne Rooney.
Richarlison út af fyrir Nkounkou á 78. mínútu.
Aguero fékk einhver tvö til þrjú tækifæri í viðbót til að bæta við marki en tókst ekki. Sterling fékk einnig frábært tækifæri en Pickford varði glæsilega frá honum. Lítið að frétta í sókn Everton, enda Gylfi og Richarlison farnir út af.
Niðurstaðan því tap í lokaleik tímabilsins og Everton endar því í 10. sæti.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Godfrey (6), Holgate (5), Keane (6), Digne (6), Allan (6), Davies (5), Doucoure (5), Richarlison (7), Gylfi (6), Calvert-Lewin (5). Varamenn: Iwobi (5), Bernard (5).
Þó svo að okkur hafi gengið frábærlega á útivelli þetta tímabil þá er City allt of stór biti fyrir okkur. Við töpum þessum leik, vonandi með sæmd, 2-0.
ekki góður leikur hjá okkar mönnum bara ömurlegir svo Gylfi að kluðra víti sem betur fer er þetta síðasti leikurinn Vonandi fáum við góða leikmenn fyrir næsta tímabil. Vonandi lagast þetta í seinnihálfleik.
Þetta er ekki lengur vandræðalegt, þetta er skammarlegt.
Frábær árangur hjá Everton að ná 10 sætinu. Mikil gæfa fyrir Everton að fá Ancelotte sem stjóra þori ekki lengur að gagnrýna hann enda goðsögn og flott að sleppa bara með 5:0 tap gegn besta félagsliði heims. Allir sáttir hér að hafa Ancelotte áfram sem stjóra nema ég. Vonandi eru bjartir tímar framundan hjá Everton kemur í ljós.
https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/everton-must-hope-carlo-ancelotti-20716070
Þér verður kannski að ósk þinni Ari.
Ég vona samt að hann fari hvergi því Everton verður að fara að ná einhverjum smá stöðugleika og hann næst ekki með endalausum stjóraskiptum.
Það eru tvö f+otboltalið í Liverpoolborg, Liverpool og varalið Liverpool
Síminn til saman nokkrar af bestu vörslum markvarða á tímabilinu og Pickford er þar með nokkrar…
https://www.mbl.is/sport/enski/2021/05/24/tilthrifin_bestu_markvorslurnar/